Morgunblaðið - 11.07.2016, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 11.07.2016, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016 Nauthólsvík Vatn leikur eðlilega stórt hlutverk í vatnsslag og aðrir þættir hafa ennfremur áhrif. Þannig getur vindurinn ruglað keppendur í ríminu og snúið vörn í sókn á augabragði. Eggert Strandveiðimenn í smábátafélaginu Hrol- laugi á Hornafirði eru virkilega reiðir sjáv- arútvegsráðherra sem skerti fyrirvaralaust veiðiheimildir D-svæðis strandveiða um 13% nú í upphafi strandveiða 2016 og færði í eigið kjördæmi auk annarra svæða án nokkurra haldbærra raka. Við erum keyrðir í þrot og atvinnulausir mestan part sumars vegna ákvörðunar ráðherra. Það er ekki hægt að reka smábát í strandveiðikerfinu á svæði D í sumar nema með miklu tapi. Bátarnir eru bundnir við bryggju mestan part sumarsins og safna bara kostnaði. Við megum ekki nota bátana neitt, skyldugir til að binda þá við bryggju. Megum ekki einu sinni leigja til okkar kvóta. Þetta er skelfilegt. Mikil nýliðun átti sér stað á strandveiðisvæði D á milli áranna 2015 og 2016, eða um 23% aukning báta og nýrra manna. Ráðherrann ræðst á okkar lífsvið- urværi með skerðingu og þeir ungu menn sem komu inn í sumar eru í miklum vandræðum núna vegna þessarar skerðingar. Reyndar bjuggumst við við aukningu eins og þróunin hefur verið undanfarin ár í fiskveiðikerfinu og því kom þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti og setti allt í uppnám hjá okkur öllum. Gríðarleg miskipting er á afla- hlutdeildum milli landsvæða í strand- veiðikerfinu sem á sér enga hald- bæra skýringu. Strandveiðimenn á svæði D fá nánast ekkert að veiða.Við viljum fá að stunda þessar veiðar með mannsæmandi hætti og geta séð fjölskyldum okkar farborða. Það er dýrt að reka smábáta og það verður ekki gert með 11 tonna sum- arúthlutun eins og er á D-svæðinu, sem fyrir var langt undir öðrum svæðum í úthlutuðum heimildum. Hugmyndir og þreifingar hafa ver- ið um að setja á laggirnar Lands- samband strandveiðimanna með full- trúa af öllum svæðum í stjórn því hagsmuna okkar hefur ekki verið gætt nægilega vel undanfarin ár ann- ars staðar, annars væri þetta ekki svona og aflaukning innan strand- veiða hefði fylgt öðrum kerfum. Við erum sárir og svekktir því ranglætið virðist ávallt ráða för hér á klakanum. Þetta er kerfið sem stjórnvöld segja að sé meðal annars fyrir nýliða í sjávarútvegi. Það, að bjóða nýliðum að fara rakleitt á haus- inn á fyrsta sumri, er skammarlegt útspil frá stjórnvöldum sem ætti ekki að þekkjast nokkurs staðar í heim- inum. Forsætisráðherrann fór mikinn í ræðu sinni 17. júní síðastliðinn, víg- girtur gaddavír, þar sem hann talaði fyrir jöfnum tækifærum á Íslandi. Ef þetta eru jöfn tækifæri í augum þing- manna okkar og ráðherra þá segjum við bara guð hjálpi okkur Íslend- ingum. Það þarf að auka hjá okkur heim- ildir til veiða núna strax um þau 200 tonn sem tekin voru af okkur, að öðr- um kosti mun þetta fara mjög illa hjá hvorki meira né minna en 125 út- gerðum sem gera út á strandveiðar á svæði D. Við erum búnir að senda þingmönnum og ráðherrum bréf þar sem farið er yfir misskiptinguna og ranglætið með rökum en ekkert ger- ist. Það er ekki of seint að laga þetta og margar leiðir færar til þess. Þessi 200 tonn voru tekin af okkur með einu pennastriki og hægt er að láta okkur hafa þau aftur með sama penna. Þetta verður að gerast strax svo að það fari ekki allt á versta veg hjá okkur, segja strandveiðimenn í Smábátafélaginu Hrollaugi á Horna- firði. Eftir Vigfús Ásbjörnsson » Það er ekki hægt að reka smábát í strandveiðikerfinu á svæði D í sumar nema með miklu tapi. Bátarn- ir eru bundnir við bryggju mestan part sumarsins og safna bara kostnaði. Vigfús Ásbjörnsson Höfundur er strandveiðisjómaður og félagi í Smábátafélaginu Hrollaugi á Hornafirði. Ráðherra keyrir strandveiðisjómenn á svæði D í þrot Það þarf að auðvelda ungu fólk að eignast sitt eigið húsnæði. Það er hægt með því að leyfa ungu fólki að nýta hluta af lífeyrissparnaði sín- um til þess að safna fyr- ir útborgun eða greiða niður húsnæðislán. Þá þarf einnig að einfalda byggingareglugerðir og minnka gjaldtöku ríkis og sveitarfélaga. Daglega er okkur sagt hvernig við eigum að haga okkur og daglega rek- umst við á hindranir sem stjórn- málamenn hafa komið fyrir og tak- marka valfrelsi. Afskipti hins opinbera af húsnæðismarkaði er gott dæmi um slíkar hindranir. Með af- skiptum sínum kemur hið opinbera í veg fyrir að einstaklingar hafi nokk- urt valfrelsi í húsnæðismálum. Þann- ig er grafið undan möguleikum okkar á að verða fjárhagslega sjálfstæð. Með nýju húsnæðisbótakerfi, sem miðar að því að gera sem flesta að leigj- endum með um- svifamiklum bóta- greiðslum, er verið með neikvæðum fjárhags- legum hvötum að tak- marka þetta valfrelsi enn frekar. Tryggjum valfrelsi Einstaklingar eru ólíkir og hafa mismun- andi þarfir. Mikilvægt er að ein- staklingar hafi val um það hvernig þeir kjósa að haga sinni búsetu, hvort sem þeir vilja leigja eða kaupa hús- næði. Það er hlutverk stjórnmálamanna að ryðja hindrunum úr vegi ein- staklinga, ekki að leggja stein í götu þeirra líkt og gert er með umfangs- miklu og flóknu bótakerfi, kostn- aðarsömum byggingareglugerðum, Eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur »Með afskiptum sín- um kemur hið op- inbera í veg fyrir að ein- staklingar hafi nokkurt valfrelsi í húsnæðis- málum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokks- ins. Ungt fólk vill raunverulegt val lögum um greiðslumat og óhóflegri gjaldtöku. Hið opinbera er vandamálið ekki lausnin Hugmyndaauðgi hins opinbera í gjaldtöku er óendanleg og birtist m.a. í umsýslukostnaði, fokheldisvott- orðum, gatnagerðargjöldum og þann- ig mætti áfram telja. Flókin lög, reglugerðir og ým- iskonar gjöld leiða til þess að íbúðir eru mun dýrari en þær gætu verið. Flóknar byggingarreglugerðir gera það að verkum að útilokað er að byggja hagkvæmar íbúðir sem upp- fylla þarfir ungs fólks. Byggingaverktakar og verkfræð- ingar halda því fram að með nýrri byggingareglugerð og aukinni hóf- semd í gjaldtöku sé hægt að lækka byggingakostnað um 15-20%. Það eru fjórar og hálf til sex milljónir króna miðað við 30 milljóna króna íbúð. Því má fagna að byrjað er að einfalda reglugerðina, en betur má ef duga skal. Hið opinbera, bæði ríki og sveit- arfélög, býr til vandamál. Í stað þess að ráðast að rótum vandans er ein- ungis settur plástur á sárið með til- heyrandi kostnaði hins opinbera, sem sóttur er í vasa skattgreiðenda. Þann- ig má sem dæmi nefna að hið op- inbera hefur varið hátt í 300 millj- örðum í húsnæðismál á síðustu 15 árum. Samt sem áður hefur aldrei verið jafn erfitt fyrir ungt fólk að eignast sína eigin íbúð. Eitt stærsta hagsmunamál almenn- ings, og ekki síst ungs fólk, er að stjórnmálamenn taki sig saman í and- litinu og tryggi að hægt sé að byggja hagkvæmt á Íslandi. Til þess þarf lítið annað en vilja til að breyta regluverk- inu og draga úr álögum. Fá að nýta lífeyrissparnaðinn Að gera okkur kleift að nýta sér- eignarlífeyrissparnað til að safna fyrir útborgun eða greiða niður húsnæð- islán er mikilvægt skref. Mikilvægt er að festa þessa leið í sessi. Stjórn- málamenn eiga að koma til móts við ungt fólk og auðvelda því að safna fyr- ir útborgun, sem í dag reynist mörg- um óvinnandi vegur. Því ættu þeir að íhuga alvarlega leiðir sem gera því kleift að nýta hluta af lífeyrissparnaði sínum til þess að koma þaki yfir höf- uðið og stíga stærri skref í átt að fjár- hagslegu sjálfstæði. Með þeim hætti væri hægt að forða ungu fólki frá him- inháum vöxtum og auðvelda því að koma undir sig fótunum í lífinu. Ég fer einnig yfir þessi mál í stutt- um myndbandsupptökum á facebook- síðu minni á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.