Morgunblaðið - 11.07.2016, Side 19
götunni, gjarnan eitthvað ný-
bakað úr eldhúsinu enda var
Anna gestrisin með afbrigðum.
Anna var glaðlynd, umburðar-
lynd og skilningsrík og var ætíð
ánægjulegt að rabba við hana.
Talið barst gjarnan að pólitík og
gat þá færst fjör í leikinn. Anna
var sjálfstæðismaður í bestu
merkingu þess orðs, var með sín-
ar grundvallarskoðanir á hreinu
en ófeimin við að koma með vel-
viljaða gagnrýni og benda á hvað
mætti betur fara. Í kosninga-
starfi sjálfstæðismanna í gamla
Vesturbænum lét hún ekki sitt
eftir liggja heldur dreif hlutina
áfram þegar henni fannst vera
þörf á því. Hin síðari ár tók hún
virkan þátt í safnaðarstarfi Dóm-
kirkjunnar og lét þar einnig að
sér kveða.
Það duldist engum að í augum
Önnu var fjölskyldan hinn mikli
fjársjóður sem bar að hlúa að.
Hún sá fyrir sér heilmikið barna-
lán hjá vinahópnum. Þegar stork-
urinn fór síðan loks að venja
komur sínar til félaganna, var
heimsóknum okkar á Vesturgöt-
una farið að fækka en Anna
fylgdist hins vegar með úr fjar-
lægð og samgladdist. Þegar að
því kom að Anna sæi nýtt barn í
vinahópnum, skoðaði hún það í
krók og kring og velvild hennar
og væntumþykja leyndi sér ekki.
Fyrir góð kynni vil ég þakka á
kveðjustund um leið og ég sendi
fjölskyldu Önnu innilegar samúð-
arkveðjur. Minningu hennar mun
ég halda í heiðri á meðan mér
endast dagar.
Kjartan Magnússon.
Hún var húsmóðir í Safnaðar-
heimili Dómkirkjunnar þegar ég
var þar viðloðandi á námsárum
mínum í guðfræði, ævinlega ljúf
og skemmtileg viðræðu, boðin og
búin að aðstoða mann, ef á þurfti
að halda. Ekki stóð á því. Báðar
áttum við okkar tengsl við Seyð-
isfjörð, þar sem mæður okkar Jó-
hannesar voru fæddar og aldar
upp, og voru góðar vinkonur að
auki, – móðir Jóhannesar dóttir
sýslumannsins og bæjarfógetans,
en móðir mín dóttir kaupfélags-
stjórans. Þegar ég fór að kynnast
Önnu betur, þá kom í ljós síðar,
að hún var besta vinkona Mar-
grétar frænku minnar, auk þess
sem við höfðum báðar verið í
námi í MR. Við náðum því nokk-
uð vel saman.
Anna gat verið glettin og
spaugsöm, ef hún vildi það við
hafa, gantast líka stundum við
mann, en það var aldrei ástæða
til annars en að taka því vel, enda
alltaf í góðu. Annað hefði verið
ólíkt henni. Ég hafði alltaf gaman
af að hitta hana og tala við, líka í
síma, sem kom oftar en ekki fyr-
ir. Okkur skorti heldur aldrei
umræðuefnin. Hún hafði líka sín-
ar ákveðnu skoðanir á mönnum
og málefnum og lét þær í ljós
umyrðalaust, ef henni bauð svo
við að horfa. Það var hægt að
læra mikið af henni.
Ég hitti hana ekki mjög oft
eftir að ég útskrifaðist sem guð-
fræðingur, enda fór ferðum mín-
um heldur fækkandi í kirkjuna
eftir það, þótt það væri alltaf in-
dælt að hitta Önnu, þegar leið
mín lá þangað, eða ég hitti hana á
förnum vegi á leið í safnaðar-
heimilið, ef ég fór þar framhjá, og
traustvekjandi að vita af henni
þar, þá þegar ég átti erindi þang-
að. Eftir að hún hætti störfum
sínum í kirkjunni, þá fækkaði til
muna þeim skiptum, sem við hitt-
umst, en við höfðum spurnir af
hvor af annarri í gegnum frænku
mína.
Þegar ég nú kveð hana eftir
lífsdaginn er mér efst í huga ein-
lægt þakklæti fyrir góða og gef-
andi viðkynningu á árunum í
Dómkirkjunni, um leið og ég bið
henni allrar blessunar Guðs, þar
sem hún er nú. Jóhannesi og öðr-
um aðstandendum votta ég inni-
lega samúð.
Blessuð sé minning Önnu
Lovísu Johannessen.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016
Elskulegur eiginnmaður minn, faðir,
stjúpfaðir, tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN GUÐLAUGSSON
flugvirki,
Vesturbergi 34,
lést á líknardeildinni Kópavogi 5. júlí.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 13. júlí
kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir.
.
Kristín Pálsdóttir,
Guðlaugur Guðjónsson, Elísabet M. Garðarsdóttir,
Jón Örn Guðjónsson, Sigríður H. Wolfram,
Björgvin P. Friðriksson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN MAGNÚSSON
hæstaréttarlögmaður,
Mörk, Suðurlandsbraut 66,
lést á heimili sínu sunnudaginn 3. júlí.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 12. júlí kl. 15.
.
Laufey Sólmundsdóttir,
Magnús Björn Jónsson, Kristín V. Sveinsdóttir,
Ellert Már Jónsson, Hildur Ríkarðsdóttir,
Ágúst Már Jónsson, Guðný Rósa Þorvarðardóttir,
Sólmundur Már Jónsson, Halla Margrét Jóhannesdóttir,
Björn Már Jónsson, Melkorka Gunnarsdóttir,
Guðrún Rós Jónsdóttir, Jochen Kattol,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURHANS ÞORBJÖRNSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli
miðvikudaginn 6. júlí. Jarðsungið verður frá
Seltjarnarnarneskirkju fimmtudaginn 14. júlí
kl. 13.
.
Örn Sigurhansson Susannah Jane Hume
Aðalsteinn Sigurhansson Helga E. Kristjánsdóttir
Hákon Sigurhansson Brynhildur Þ. Gunnarsdóttir
Málfríður Sigurhansdóttir Sverrir Benjamínsson
Þórir Sigurhansson Ester Rut Unnsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, systir, móðir okkar,
tengdamamma, amma og langamma,
ÁSTRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR,
Mörk, Suðurlandsbraut 60,
lést í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn
5. júlí á hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Útförin fer fram föstudaginn 22. júlí kl. 13 frá Fossvogskirkju.
.
Helgi Ó. Björnsson,
Esther A. Jóhannsdóttir,
Björn Helgason, Ásta Harðardóttir,
Sigrún H. Helgadóttir, Alfred G. Matthíasson,
Anna Helgadóttir, Gunnar Kristófersson,
Jóhann Helgason.
✝ Anton HafþórPálsson fædd-
ist í Reykjavík 9.
október 1947. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 30. júní 2016.
Foreldrar hans
voru Ása L. Árna-
dóttir frá Hrísey og
Páll Guðmundsson
frá Sandfelli í
Öræfum. Anton á
fjögur systkini, þau eru: Árni
Baldur, Guðmundur Emil,
Guðni Sigurður og Ásdís.
Anton kvæntist 10. desember
1966 Brimhildi Jónsdóttur, f. 24.
júlí 1948 í Hafnarfirði, foreldrar
hennar: Þórunn Gottliebsdóttir
Fjeldsted Hjartarson, börn
þeirra: Rúna María, Júlía Rós og
Alexía Lind; b) Anton Hafþór,
unnusta Selma Rut Forberg,
dóttir þeirra Emma Líf; c) Páll
Brimar, unnusta Helga Rakel
Björnsdóttir, sonur Páls með
Fanneyju Grétarsdóttur; d) Ást-
þór Grétar, dóttir Dagbjartar,
stjúpdóttir Páls; e) Nicole Dís. 3)
Ríkharður Örn, dóttir hans með
Tinu Reimbold: a) Ariel Vikt-
oria, sonur hans með Barböru
Barra: b) Leonardo Gabríel.
Anton var mikill dugnaðar-
forkur og þúsundþjalasmiður
sem vann ýmis störf. Hann vann
lengi hjá Íslenskum að-
alverktökum, lengst af við bíla-
viðgerðir, bæði með sinn eigin
rekstur og líka hjá öðrum.
Sveinspróf í bifvélavirkjun tók
Anton árið 1998.
Útför Antons fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 11.
júlí 2016, og hefst athöfnin
klukkan 13.
og Jón Þórðarson,
sem er látinn. Synir
Antons og Brim-
hildar eru: 1) Jón
Þór, f. 2. nóvember
1966, maki Guðlaug
Jóna Hilmarsdóttir.
Börn þeirra a)
Hilmar Þór, unn-
usta Katrín Frið-
geirsdóttir, sonur
þeirra Henning
Þór; b) Brimhildur
Gígja, unnusti Aron Davíð Svan-
laugsson; c) Telma Eik. 2) Páll,
f. 12. janúar 1969, maki Dag-
björt Vilhjálmsdóttir, börn Páls
með fyrrverandi eiginkonu, Vé-
dísi Hlín Guðmundsdóttur: a)
Guðmunda Áróra, maki Bjarki
Elsku pabbi, þú sem fórst
alltof fljótt frá okkur. Ekki
hvarflaði að mér að þetta væru
síðustu stundir okkar saman
þegar ég fór með þig upp á
sjúkrahús í síðustu viku áður
en ég fór út til Noregs. Margar
góðar stundir áttum við saman
sem ég geymi í mínu hjarta,
Evróputúrar, veiðiferðir, hring-
ferðir o.fl. Þið mamma voruð
dugleg að ferðast með okkur
strákana, hvort sem það var
innanlands eða til útlanda.
Margar ferðir voru farnar í
Þórsmörk og Landmannalaug-
ar og lentum við í ýmsum æv-
intýrum þar. Það var ætíð gott
að leita til þín og ósjaldan sem
við unnum saman við að tjasla
saman bílunum mínum. Það var
eiginlega alveg sama hvað þú
tókst þér fyrir hendur, allt lék í
höndunum á þér. Ég á eftir að
sakna þin.
Þinn sonur,
Jón Þór.
Anton Hafþór
Pálsson
✝ Sigrún Svan-fríður Ósk-
arsdóttir fæddist 3.
febrúar 1950. Sig-
rún lést á líkn-
ardeild LSH í
Kópavogi 2. júlí
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Óskar Ja-
cobsen, f. 29. jan-
úar 1923, d. 20.
október 1999, og
Guðrún Áslaug Magnúsdóttir,
f. 11. mars 1924, d. 10. sept-
ember 2014. Systkini Sigrúnar
voru Karl Sigurgeir Óskarsson,
f. 23.5. 1942, d. 23.4. 2016, Þór-
arinn Kolbeinn, f. 9.7. 1944,
ur, Ástu Maríu Þrastardóttur,
f. 1989, og Evu Rós, f. 1992. 2.
Óskar Svanur, f. 11. apríl 1971,
í sambúð með Guðnýju Maju
Riba og eiga þau einn son Óla
Petro, fyrir átti Óskar eina
dóttur, Sigrúnu Hönnu. 3. Ólaf-
ur Börkur, f. 12. ágúst 1972, d.
13. janúar 1990.
Sigrún ólst upp fyrstu árin
sín í Höfðaborg og gekk í
Laugarnesskóla en flutti síðan í
Dugguvog og þaðan í Útskála
við Suðurlandsbraut. Sigrún
gekk í Húsmæðraskólann þeg-
ar hún var 17 ára gömul og
starfaði við aðhlynningu á Sól-
heimum í Grímsnesi eftir það
nám og undi hún sér vel þar.
Sigrún vann við öryggisgæslu
og þrif síðustu 30 árin fyrir
ýmis fyrirtæki og var vel liðin
hvar sem hún starfaði.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
11. júlí 2106, klukkan 15.
Magnús Friðrik, f.
17.9. 1948, d. 16.2.
1990, Esther Rut,
f. 22.4. 1951, Óskar
Helgi, f. 20.6. 1953,
Gunnar Þór, f.
23.5. 1955, d. 25.
janúar 2015, Fríða,
f. 6.2.1957, d. 19.5.
2015, Elsa Inga, f.
3.8. 1960, Hjörtur,
f. 2.10. 1961, og
Helga, f. 8.12.
1962.
Sigrún giftist Berki Ólafs-
syni 1970, þau skildu 1972. Sig-
rún og Börkur áttu þrjú börn
saman: 1. Guðrún Ólöf, f. 14.
apríl 1970, Guðrún á tvær dæt-
Nú er hún Sigrún systir mín
komin til Drottins og stríðinu
lokið. Hún er búin að berjast við
heilakrabbamein síðustu tíu
mánuði eins og hetja sem hún
var og bugaðist ekki allt til enda.
Sigrún er fjórða barn af 11 börn-
um, elsta dóttirin. Síðan kom ég
14 mánuðum seinna en var gefin
til móðurbróður svo ég kynntist
Sigrúnu sem frænku og mér
þótti alltaf vænt um hana. Ég bjó
með foreldrum mínum í sama
húsi og amma okkar í Efstasundi
þannig að þegar stórfjölskyldan
hittust hjá ömmu var það líka
heima hjá mér. Þetta var stór
hópur þar sem amma átti sjö
börn og fjöldamörg barnabörn
og barnabarnabörn, þannig að
alltaf hittumst við Sigrún og vor-
um miklar vinkonur. Þannig að
við vorum frænkur og vinkonur
og svo þegar við vorum 14-15 ára
þá var okkur sagt að við værum
líka systur sem við vorum mjög
ánægðar með, urðum ennþá nán-
ari eftir það. Sigrún hugsaði svo
mikið og vel um öll systkinin sín
því mamman þurfti að fara að
vinna frá barnahópnum sínum og
þá var elsta dóttirin í því hlut-
verki að verða mamman númer
tvö fyrir sex yngri börnin. Sig-
rún stóð sig sem hetja og kvart-
aði aldrei og átti hún hug og
hjörtu allra sem kynntust henni,
hún hafði sig aldrei í frammi við
neinn og var alltaf svo góð og
blíð alveg einstök kona. Sigrún
var þannig að hún mátti ekkert
aumt sjá og þegar Kalli bróðir
fékk heilablóðfall og lá lengi á
hjúkrunarheimili þá heimsótti
Sigrún hann á hverjum laugar-
degi og mátti aldrei missa úr
viku. Eftir að hún veiktist sjálf
og gat ekki keyrt þá var það
laugardagsrúnturinn að fara til
Kalla bróður. Hann lést í lok
apríl á þessu ári.
Sigrún þurfti að reyna margt í
lífinu, giftist ung og eignaðist
börnin sín þrjú á stuttum tíma
og meðan hún gekk með þriðja
barnið varð hún fráskilin móðir,
það bugaði hana ekki, hún hélt
bara ótrauð áfram. Sigrún sá vel
fyrir fjölskyldu sinni og bjó þeim
yndislegt heimili þar sem öryggi
og hlýja ríkti og þar áttu margir
sér griðastað. Sigrún missir
yngri soninn þegar hann er ung-
lingur. Það var henni mjög þung
byrði. Það voru líka fleiri sem
féllu frá á þessum tíma, en hún
lét ekki bugast, algjör hetja sem
hún var. Það er mikill missir að
kveðja Sigrúnu, hennar verður
sárt saknað.
Þín systir
Esther Terrazas.
Elsku kæra systir mín, mikið
erum við búin að missa við and-
lát þitt. Veikindi þín síðustu 10
mánaða færðu okkur aftur nær
hvor annarri þegar þú barðist
hetjulega við þennan hræðilega
sjúkdóm, elsku Sigrún mín. Þú
hefur alltaf verið mér svo kær og
ég hef alltaf litið á þig sem aðra
mömmu mína þótt ekki séu nema
12 ára á milli okkar. Þú passaðir
bæði mig og önnur systkini okk-
ar þangað til þú varst 17 ára
þegar þú fórst í húsmæðraskól-
ann. Sigrún mín, þú varst svo
ósérhlífin og dugleg og lagðir þig
alla fram í þeirri vinnu sem þú
tókst þér fyrir hendur og elsk-
aðir að vinna. Þú tókst þér ekki
sumarfrí í 17 ár áður en þú veikt-
ist fyrir utan nokkra daga þegar
þú fórst í þína árlegu verslunar-
ferð til Ameríku sem þér þótti
ómissandi. Ég er svo þakklát
fyrir að ég gat farið með þér í
þína síðustu ferð í nóvember á
síðasta ári. Þú varst einstök per-
sóna, smásérstök á þinn frábæra
hátt, svo hjartahlý, traust og
fórnfús fyrir alla bæði systkini
og ekki síst börnin þín og barna-
börn sem þú lifðir fyrir. Þegar
þú vannst á Sólheimum kynntist
þú ástinni þinni, honum Berki,
sem þú elskaðir alla þína ævi,
þrátt fyrir að þið gætuð ekki bú-
ið saman átti hann alltaf hjarta
þitt og þið áttuð frábær þrjú
börn en því miður misstuð þið
yngsta drenginn ykkar, hann
Óla. Mikil var sorgin sem þú
barst í brjósti, elsku systir, en nú
ertu komin til hans aftur og allra
þinna systkina og foreldra.
Ég man eftir mér fara í strætó
10 ára að passa fyrir þig niður á
Þórsgötu nánast á hverjum degi,
síðan þegar þú fluttir upp í
Breiðholt flutti ég bara með þér
og bjó hjá þér í nokkur ár til
þess að aðstoða þig með krakk-
ana. Börnin þín Guðrún, Óskar
og Ólafur, eru eins og mín eigin
börn og hafa alltaf verið síðan ég
passaði þau og bjó hjá ykkur.
Þegar ég hugsa um allan tímann
sem við áttum saman þá kemur
ekkert upp í hugann þar sem ég
hef verið ósátt við þig, það var
alltaf allt leyfilegt í kringum þig.
Þú varst mér það kær að ég
skírði elstu stelpuna mína í höf-
uðið á þér og mömmu Sigrúnu
Áslaugu enda tengdust þið nöfn-
urnar jafn góðum böndum og við
systurnar. Síðan eftir að krakk-
arnir þínir stækkuðu unnum við
líka saman og oft töluðum við um
nóttina þegar ég var 13 ára og
við þurftum að ganga heim frá
Austurvelli í 19 gráða frosti þar
sem við höfðum misst af síðasta
strætó eftir mikil þrif í Lands-
símahúsinu og engir voru gems-
ar til þá, en mikið var okkur kalt.
Við nýttum tímann vel eftir að
þú veiktist og vorum við mikið
saman, bæði spjölluðum og rifj-
uðum upp góðar stundir og tók-
um laugardagsrúntinn, ég er æv-
inlega þakklát fyrir að hafa
fengið þennan tíma með þér,
elsku systir mín.
Yndislegu börnin þín Guðrún
og Óskar sem stóðu með þér í
þessari baráttu síðustu mánuði
hafa misst þá bestu móður og
ömmu sem hægt er að hugsa sér.
Elsku Sigrún, ég elska þig og
mun alltaf minnast þín með
söknuði og sem fyrirmyndar að
æðruleysi og trausti.
Þín systir,
Helga Óskarsdóttir.
Það er komið að kveðjustund
of fljótt, elsku fallega og hjarta-
hlýja amma mín. Eftir sitja að-
eins dýrmætar minningar um
þig og okkar stundir saman.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku amma, mikið mun ég
sakna þín. Ég kveð þig með
söknuði en jafnframt þakklæti
fyrir allt það sem þú hefur gefið
mér. Hvíl í friði.
Þín ömmustelpa,
Ásta María.
Sigrún Svanfríður
Óskarsdóttir