Morgunblaðið - 11.07.2016, Page 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016
líknarverkefnum stúkna fyrir tíð
Styrktar- og líknarsjóðs. Þá er gam-
an að segja frá því að Odd-
fellowreglan á Íslandi mun fagna
120 ára afmæli á næsta ári og 200
ára afmæli þess meiðs Reglunnar
sem við tilheyrum árið 2019. Reglan
mun eflaust minnast þessara tíma-
móta með myndarlegum gjöfum til
líknarmála, þó að ekkert hafi enn
verið ákveðið í þeim efnum.“
Þiggjum með því að gefa
Spurður hvað standi upp úr á und-
anförnum árum segir Stefán ým-
islegt koma upp í huga sér.
„Ef horft er til tveggja síðustu
áratuga er hægt að nefna nokkur
verkefni þar sem Regludeildirnar
hafa komið sameiginlega að með
bakstuðningi Styrktar- og líkn-
arsjóðs Oddfellowa. Þar má fyrst
telja uppbyggingu líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi sem Regl-
an hefur staðið undir, alveg frá upp-
hafi árið 1997. Síðan hefur Reglan
komið í þrígang að stækkun deild-
arinnar og gefið bæði breytingar og
húsbúnað.“
Af nýlegri verkefnum sjóðsins
segir Stefán að núna í vetur hafi
Oddfellowreglan afhent viðbyggingu
og endurgerð á eldra húsnæði Ljóss-
ins við Langholtsveg 43 í Reykjavík,
en það er endurhæfingar- og stuðn-
ingsmiðstöð fyrir fólk sem hefur
fengið krabbamein og aðstandendur
þeirra.
„Þetta var mjög stórt verkefni og
ánægjulegt að fá tækifæri til að
koma að bættri aðstöðu fyrir þá sem
um sárt eiga að binda. Þá hefur
Styrktar- og líknarsjóður Odd-
fellowa kostað viðamikið rannsókn-
arverkefni krabbameinslyfja á
Landspítalanum. Einnig hefur Regl-
an styrkt Hjálparstofnun kirkj-
unnar, Sjúkrahúsið á Akureyri og
ýmsa aðra.“
Umhverfið og náttúran
Allt frá því að Styrktar- og líkn-
arsjóður Oddfellowa eignaðist jörð-
ina Urriðavatn hefur einhver gróð-
ursetning verið í landinu. Það var þó
ekki fyrr en árið 1988 sem hafin var
skipuleg gróðursetning segir Stefán
en þá var gefin út svokölluð Hvítbók.
„Þar voru lögð fram drög að fram-
tíðarskipulagi landsins. Regludeild-
unum var úthlutað gróðurreitum í
norðanverðu Urriðaholtinu og ár-
lega var haldinn ákveðinn gróð-
ursetningadagur að vori. Þarna er í
dag kominn myndarlegur skógur en
hluti hans hefur þó farið undir
skipulag byggðar í Urriðaholti. Síð-
an 2005 hefur áherslan á gróð-
ursetninguna því færst inn á golf-
vallarsvæðið í Urriðavatnsdölum
ofan Flóttamannavegar.“
Skógrækt er enn hluti af starfi
Reglunnar þó að hún hafi síðustu ár
verið innan golfvallarsvæðis þeirra í
Urriðarholtslandinu.
„Við höldum árlega gróðursetn-
ingardag þar sem mæta 100-200
manns. Þetta er ákaflega skemmti-
leg stund sem endar að lokinni gróð-
ursetningu trjáa með pylsu- og kók-
veislu. Í landi okkar er Urriðavöllur,
glæsilegur golfvöllur sem byggður
hefur verið af Golfklúbbi Odd-
fellowa, en er nú leigður Golf-
klúbbnum Oddi. Eins og áður kom
fram höfum við á síðari árum lagt
áherslu á gróðursetningu á golfvall-
arsvæðinu. Það má segja að það sé
að verða full gróðursett og þá mun-
um við leita annað í landi okkar. Inn-
ar í landinu hefur Skógræktarfélag
Garðabæjar gróðursett verulegt
magn trjáa. Svæðið ofan Flótta-
mannavegar er hluti „græna trefils-
ins“ sem ætlað er að umlykja höf-
uðborgarsvæðið í framtíðinni. Við
Oddfellowar lítum á það sem hlut-
verk okkar að bæta samfélagið, að
leggja til þetta fallega landsvæði
sem útivistarparadís fyrir almenn-
ing. Þess má geta að Urriðavatns-
dalir eru ekki eingöngu fyrir golf-
unnendur, heldur er unnið að því að
gera þarna göngustíga til notkunar
fyrir almenna útivist.“
Oddfellow opið öllum
Fyrir utanaðkomandi kann regla
á borð við Oddfellow að virka lokuð
og jafnvel er yfir henni leynd-
arhjúpur. Spurður hvort hér sé um
að ræða leynireglu segir Stefán svo
ekki vera.
„Allir sem hafa áhuga og vilja til
að vinna að markmiðum Reglunnar
og samkvæmt siðaboðskap hennar
geta gengið í Oddfellowregluna og
markmiðið er að gera félaga hennar
að betri mönnum. Siðaboðskapur
Reglunnar, sem fram kemur í fund-
arsiðum og hefðum, leitast við að
leiða félaga hennar til umhugsunar
um eðli og hegðan mannsins, tilgang
lífsins og á hvern hátt þeir geti lagt
sitt af mörkum til bætts samfélags
manna.“
Stefán bendir líka til merkis Regl-
unnar en það eru þrír hlekkir.
„Þeir tákna vináttu, kærleika og
sannleika en það eru einkunnarorð
Reglunnar. Allt starf Oddfellowa,
hvar sem er í heiminum, byggist á
starfi í vináttu og sannleika sem
grundvallað er í kærleika. Mið-
hlekkurinn táknar kærleikann sem
er þeirra mestur og tengir saman
vináttu og sannleika. Reglusystkin
kalla hvert annað bræður og systur
til að leggja áherslu á viðhorf til
kærleikans og afstöðu hvert til ann-
ars. Oddfellowreglan er því alls ekki
leynifélag en félagar hennar halda
leyndum fundarsiðum sínum fyrir
óviðkomandi. Oddfellowreglan er
fyrst og fremst líknar- og mann-
ræktarfélag.“
Þá segir Stefán aldrei rætt um
stjórnmál eða trúmál eða önnur mál
sem fallin eru til að skilja fólk í and-
stæðar fylkingar..
„Lögð er áhersla á að félagar
Reglunnar hagi lífi sínu svo að allt
þeirra atferli samræmist siðaboð-
skap Oddfellowreglunnar og sýni
gott fordæmi. Hinn danski stórsír
og mannvinur Petrus Beyer, sem
stofnaði Oddfellowregluna á Íslandi
árið 1897, vísaði oft í gamalt mál-
tæki sem segir: „Sá eflir best sinn
eigin hag, sem öðrum stuðning veit-
ir.“
Vitja sjúkra og líkna bágstöddum
Styrktar- og líknarsjóður Oddfellow
á Íslandi fagnar 60 ára afmæli
Halda upp á tímamótin með veglegri
bók um líknarstarf Reglunnar
Vífilsstaðir Oddfellow-reglan átti stóran þátt í uppbyggingu á Vífilsstöðum á sínum tíma en Oddfellow afhendi
spítalanum árið 2010 minnisvarða um starfsemi spítalans á 100 ára afmæli hans.
Morgunblaðið/RAX
Líknarstarf Stefán Valdimarsson stórsír Oddfellowreglunnar á Íslandi.
VIÐTAL
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Oddfellowreglan á Íslandi hefur frá
upphafi unnið mikið að mann-
úðarmálum og ætíð verið trú sínu,
nær 200 ára gamla aðalmarkmiði; að
vitja sjúkra, líkna bágstöddum,
jarða framliðna og veita mun-
aðarlausum fóstur,“ segir Stefán B
Veturliðason, stórsír Oddfellowregl-
unnar á Íslandi sem fagnar 60 ára
afmæli Styrktar- og líknarsjóðs síns.
„Stofnun Styrktar- og líknarsjóðs
Oddfellowa árið 1955, var mikið
framfaraspor í starfi Oddfellowregl-
unnar á Íslandi. Reglan hafði þá
starfað hér á landi frá árinu 1897 eða
í um 58 ár. Í vöggugjöf fékk sjóð-
urinn allar eignir 10 sjóða sem höfðu
verið í umsjá Stórstúkunnar og ein-
stakra Regludeilda og 10. október
1956 voru þeir komnir í vörslu sjóðs-
stjórnarinnar. Upphæðin í sjóðum
þessum nam rúmum 702.000 kr. á
þágildandi verðlagi.“
Stefán segir erfitt að gera sér
grein fyrir því hvað þau verðmæti
stæðu fyrir í dag en lauslega reiknað
miðað við þróun byggingarvísitölu
nemur upphæðin að sögn Stefáns
u.þ.b. 18 milljónum króna.
„Tekjur okkar hafa í gegnum tíð-
ina verið vextir og síðar verðbætur
fjármuna sjóðsins, sala minningar-
og jólakorta, auk sölu jólamerkja til
margra ára. Þá hafa frjáls framlög
Reglusystkina verið veruleg. Þannig
fékk reglan gjöf frá 61 Oddfellow-
bróður árið 1957, en þeir gáfu
Styrktar- og líknarsjóði jörðina Urr-
iðavatn í Garðabæ. Jörðina höfðu
þeir keypt árið 1946 í þeim tilgangi
að sjá félagsmönnum fyrir landrými
undir sumarbústaði, reisa á henni
veitingahús og hvíldarheimili fyrir
Oddfellowa. Stærð jarðarinnar er
um 396 hektarar og nær frá núver-
andi Reykjanesbraut, við Ikea, og
austur að Búrfellsgjá.“
Um það bil 135 hektarar milli
Reykjanesbrautar og Flótta-
mannavegar voru skipulagðir sem
íbúðabyggð og hafin sala á lóðum ár-
ið 2007. Uppbygging í Urriðaholti er
komin vel á veg og mun styrkja líkn-
arsjóð Reglunnar til góðra verka
þegar fram líða stundir, íslensku
samfélagi til heilla.
Fagnað með bókaútgáfu
Í tilefni 60 ára afmæli Styrktar-
og líknarsjóðs gaf Reglan út bókina
Traustir hlekkir en hún segir sögu
sjóðsins og líknarstarfs Oddfellow-
reglunnar.
„Við réðum til verksins Steinar J.
Lúðvíksson sem ritstjóra og reynd-
ist okkur mikill happafengur að fá
hann að verkinu. Steinar er ekki
Oddfellowi og segja má að nálgun
hans hafi brugðið nýju og skýrara
ljósi á starf Oddfellowa á Íslandi en
við höfðum vanist. Fagleg vinnu-
brögð hans og mikil heimildasöfnun
skila sér í glæsilegri bók.“
Bókin er einstakalega vegleg og
gaman er að fletta henni enda mynd-
ir frá ýmsum tímum sem sýna ber-
skjölduð svæði sem nú eru byggð og
ekki síst tískuslys og sveiflur hvers
tíma. Fyrst og fremst er hún stað-
festing á óeigingjörnu starfi Odd-
fellowreglunnar í líknarmálum hér á
landi.
„Í upphafi var horft til þess að
þetta yrði bara saga Styrktar- og
líknarsjóðs Oddfellowa, en fljótlega
var tekin ákvörðum um að fella inn í
hana sögu þeirra líknarverkefna
sem Oddfellowreglan hefur komið
sameinuð að en sleppa verkum ein-
stakra stúkna, þó að undanskildum
Fallegur Golfklúbbur Oddfellow í Heiðmörk er með einum af fallegri golfvöllum landsins og svæðið í kringum völl-
inn hefur verið ræktað upp af félagsmönnum en það sækja þúsundir Íslendinga árlega.