Morgunblaðið - 11.07.2016, Page 29

Morgunblaðið - 11.07.2016, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 2016 AF TÓNLIST Hjalti St. Kristjánsson Hjaltistef@mbl.is Íliðnum pistlum, bæði í ár og ífyrra, hef ég títt nefnt tvo und-irflokka málmsenunnar, svart- málm og dauðamálm (e. black metal og death metal). Þessir tveir und- irflokkar málmtónlistarinnar eru kannski illaðgreinanlegir fyrir þá sem ekki hafa brennandi áhuga á þungarokki en það er satt best að segja stórmerkilegt hvað fólk skipt- ist í fylkingar að baki sinni stefnu og virðir hina varla viðlits. Stefnurnar eiga það sameiginlegt að leikið er hratt og mikið mæðir á trymbli sveitanna. Svartmálm- sveitir eru líklegri til að vera með leikræna tilburði og oft koma með- limir þeirra fram með náfarða (corpse paint). Svartmálmsveitir eiga það allnokkrar til að gefa sig út fyrir að aðhyllast Satanisma og dauðinn og eftirlífið eru gjarnan yrkisefni. Meðlimir svarmálmsveita eru svo mjög gjarnir á að taka sér upp sviðsnöfn. Í raun er margt af þessu sem líka má líka heimfæra á dauðamálminn. Stærsti munurinn liggur í tæknilegum atriðum. Þess- ar stefnur hafa svo runnið saman í svertan dauðamálm (Blackend death metal). Meira og minna má segja að flestar svartmálmsveit- irnar sæki í hugmyndasmiðu ann- arrar svartmálmsbylgjunnar sem átti sér stað í Noregi um 1990 með hljómsveitum á við Burzum og Mayhem á meðan dauðamálmurinn er frekar ættaður frá Bandaríkj- unum og á rætur sínar að rekja til þrass senunnar á árunum á milli 1980 og 1990. Redda bát En nú að tónleikum föstudags- kvöldsins. Hatari er ein af hljóm- sveitunum sem var að stíga sín fyrstu skref á Eistnaflugi. Tríóið lék einhverskonar raf-málm blöndu og var þrælskemmtilegt. Þó að eitt- hvað eigi eftir að slípa til sviðs- framkomuna. Færeyska sjóræn- ingjamálmhljómsveitin Sails of Deceit sté næst á svið og spilaði gamaldags rokk með þjóðlagaáhrif- um. Þar næst kom að einu fulltrúum heimamanna á hátíðinni. Hljóm- sveitin Oni var stofnuð í Neskaup- stað árið 2010 og hefur verið starf- andi æ síðan. Meðlimirnir eru allir heimamenn og eru bornir og barn- fæddir Norðfirðingar utan einn, gít- arleikarinn, sem fæddur er og upp- alinn á Bahamaeyjum en flutti í Neskaupstað 15 ára gamall. Þeir leika svokallað stoner-rokk, ekki ósvipað því sem fólk gæti kannast við úr smiðju Brain Police. Þeir gera það vel og ekki er ólíklegt að við eigum eftir að frétta talsvert meira af Oni þegar fram líða stund- ir. Það var líka augljóst að þeir eru algjörir heimamenn því þar sem ég sat og spjallaði við þá kom söngvari einnar frægustu hljómsveitar landsins og spurði hvort þeir gætu reddað bát. Ætli það hafi ekki verið liðnar hátt í 2 mínútur þegar það var frágengið án nokkurra vanda- mála. Þetta lýsir einnig vel and- anum sem svífur yfir vötnunum á hátíðinni. Það er ekkert sem getur talist sem vesen og allir eru boðnir og búnir að hjálpa næsta manni. Stóru kanónurnar nálgast Saktmóðigur er væntanlega næstelsta íslenska hljómsveitin sem kom fram á hátíðinni í ár. Pönkhljómsveit sem var stofnuð ár- ið 1991 og er að ég held eina hljóm- sveitin sem hefur spilað á hverju einasta Eistnaflugi. Svo kom að því sem, hvað mig varðar, var upplifun kvöldsins. Austurríska sverts dauðamálm- sveitin Belphegor steig á svið og það var augljóst að það var eitthvað stórfenglegt að fara að gerast. Fremst á sviðinu voru tvær súlur með geitahauskúpum og sitthvoru megin við trommusettið var svíns- hauskúpa með tunguna lafandi nið- ur um strjúpann og augun enn í tóftunum, það átti sko alls ekki að slaka á í leikrænum tilburðum. Tónlistin var svo eftir því, grjót- hörð, níðþung og alveg óheyrilega hröð. Satt best að segja hefur und- irritaður aldrei heyrt annan eins trommuleik. Tomaz „Nefastus“ Janiszweski spilaði á slíkum ógn- arhraða að í samtali við lærðan málmtrymbil var niðurstaðan sú að hann væri að skila á milli 20 og 30 bassatrommuslögum á sekúndu og sló ekki eina feilnótu. Ég hreifst mjög af Belphegor og hún fór við- stöðulaust á lista þeirra hljómsveita sem mér finnst hvað skemmtileg- astar á sviði. Í kjölfarið kom Dimma og satt best að segja fannst mér þeim gerð skráveifa með að senda þá á svið á eftir þessum rosalegheitum. Þeir stóðu vel fyrir sínu en þó er und- irritaður farinn að þrá að heyra nýjan tón kveðinn úr herbúðum þeirra. Finnska þjóðlagamálm- bandið Amorphis fór mikinn en líkt og Dimma þurftu þeir að kljást við það að vera svona stuttu á eftir allri þessari brjálsemi sem fór fram áð- ur. Þeir voru þrælþéttir og mig grunar að söngvarinn þeirra, eða jafnvel urrarinn, sé sá besti í brans- anum. Sólstafir stigu næst á svið og voru ekki einir á ferð. Þeir tóku með sér hljómborðsleikara, sem einnig lék á gítar í nokkrum lögum, og strengjakvartett. Sá gjörningur gaf tónlist Sólstafa allt aðra vídd og að mínu viti voru þeir mun betri en síðustu skipti sem ég hef séð þá spila. Þess má svo til gamans geta að Sólstafir eru á leið í hljóðver og stefna að útgáfu nýrrar plötu í maí. Það eru fréttir sem tónlistarunn- endur geta tekið fagnandi því Sól- stafir hafa hingað til vaxið með hverri plötu sem þeir hafa gefið út. The Vintage Caravan slógu svo botninn í dagskrá kvöldsins og heyrðu áfram af fáheyrðri orku eins og þeim er einum lagið. Það er eng- um blöðum um það að fletta að Ca- ravan heldur uppi einu allra mesta stuði sem fyrirfinnst í tónlistar- menningu Íslands. Vígalegur Hljómsveitin Belphegor spilaði vel og fór mikinn í sviðsetningu og framkomu. Eistnaflugsdansinn Stuðboltar Saktmóðigur drógu að vanda fólk með sér fólk upp á svið. Satanismi, svartmálmur og stuð Nýjar útsetningar Fjölbreyttir Sólstafir sýndu breidd sína. Morgunblaðið/Elín Arnórsdóttir þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino MIKE AND DAVE 5:50, 8, 10:10 INDEPENDENCE DAY 2 5, 8, 10:30 LEITIN AÐ DÓRU ÍSL.TAL 3:50, 5:50 CENTRAL INTELLIGENCE 10:30 WARCRAFT 2D 8 ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 3:50 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.