Morgunblaðið - 11.07.2016, Page 32

Morgunblaðið - 11.07.2016, Page 32
MÁNUDAGUR 11. JÚLÍ 193. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Segir Íslendinga skammast sín 2. Portúgal Evrópumeistari 3. Hiti gæti náð 18 stigum í vikunni 4. Reykjavík verður full af … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Japanski leikstjórinn, rithöfundur- inn og dansarinn Mushimaru Fujieda fremur Butoh-dansgjörning í Lista- safni Íslands í dag milli kl. 16 og 17. Hann hefur sýnt gjörninga sína, starfað með listamönnum allra list- greina og haldið námskeið í yfir 20 löndum. Aðgangur er ókeypis. Butoh-gjörningur í Listasafni Íslands  Hanna Lofts- dóttir sellóleikari, Árni Heimir Ing- ólfsson sembal- leikari og Martin Bernstein blokk- flautuleikari koma fram á tónleikum í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar annað kvöld, þriðjudag, kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir fjögur af kunnustu tónskáldum barokksins frá Ítalíu og Þýskalandi, þau Arcangelo Corelli, Johann Sebastian Bach, Ant- onio Vivaldi og Georg Friedrich Händ- el. Einnig verða flutt verk eftir tvö frönsk tónskáld sem ekki hafa notið sömu hylli, þau Jean-Baptiste Bar- rière og Pierre Danican Philidor. Barokk í Laugarnesi  Hún pabbi nefnist einleikur sem Hannes Óli Ágústsson mun leika í Borgarleikhúsinu í byrjun næsta árs. Höfundur leikritsins er Halla Þórlaug Óskarsdóttur, en verkið byggist á ævi föður Hannesar Óla sem á sextugs- aldri ákvað að fara í kynleiðréttingu. Leikstjórar eru Kara Hergils Valdi- marsdóttir og Pét- ur Ármannsson. Hannes Óli leikur pabba sinn í einleik Á þriðjudag Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað og úr- komulítið fyrir norðan og austan, rigning með köflum sunnanlands, en yfirleitt þurrt á Vesturlandi. Hiti frá 6 stigum með norðaust- urströndinni, upp í 16 stiga hita á Suðvesturlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Úrkomuminna sunnan heiða, annars svipað veður og í gær. VEÐUR KR-ingar hafa aðeins fengið eitt stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum sín- um í Pepsi-deild karla í fót- bolta eftir markalaust jafn- tefli við Víkinga frá Ólafsvík, sem hinsvegar halda sig áfram í hópi efstu liðanna. Víkingar voru manni færri meirihluta leiks gegn FH en náðu samt að jafna, 2:2, í uppbótartím- anum í Kaplakrika. »4,6 KR áfram í vanda eftir jafntefli Portúgal varð í gærkvöld Evrópu- meistari karla í knattspyrnu í fyrsta skipti með því að sigra Frakkland 1:0 í framlengdum úrslitaleik á Stade de France. Éder skoraði sigurmarkið i seinni hálfleik framleng- ingarinnar og portúgalska liðið náði þar með að vinna titilinn þrátt fyrir að það næði að- eins að sigra einu sinni í venju- leg- um leik- tíma í leikjunum sjö á mótinu. »1 Portúgal Evrópumeist- ari í fyrsta skipti Karlalandsliðið í golfi sigraði í B-deild Evrópumóts áhugamanna í Lúx- emborg um helgina og tryggði sér sæti í hópi þeirra bestu. „Við viljum vera í efstu deild og spila með bestu liðunum í Evrópu,“ segir Haraldur Franklín Magnús landsliðsmaður. Ís- land hafnaði ennfremur í 16. sæti á EM kvenna sem lauk í Garðabænum á laugardaginn. »7 Viljum spila með þeim bestu í Evrópu ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Elvar Ingimundarson elvar@mbl.is Mikið framboð verður af áhuga- verðum námskeiðum á Listahátíð ungs fólks, LungA sem nú fer fram á Seyðisfirði. Hátíðin var sett í gær og stendur fram á laugardag. Boðið verður upp á ýmiskonar námskeið á hátíðinni, meðal annars vinnu- stofu í gerð tónlistarmyndbanda. Mikil vinna að gera myndbönd „Ég og Helgi Jóhannsson erum saman með námskeið. Markmiðið er að krakkarnir vinni saman í hóp- um og búi til góð tónlistarmynd- bönd,“ segir Hörður Sveinsson en saman eiga þeir félagarnir fyrir- tækið Refur Creative sem sér um gerð tónlistarmyndbanda og aug- lýsinga. En hvernig er vinnuferlið þegar fagmennirnir búa til tónlistar- myndband? „Fyrst hittumst við og hlustum á lagið og komum með hugmyndir og pælingar út frá því. Síðan setjum við fram tillögu að myndbandi með handriti og mynd- um sem sýna hvað við myndum vilja gera í myndbandinu og finnst passa við lagið. Svo sendum við þetta út,“ segir Hörður. Hann segir þá félagana oft gera tvær slíkar tillögur á mánuði en það sé misjafnt hversu mörg verk- efni þeir fái. „Ef við fáum ekki verkefnið var öll hugmyndavinnan til einskis. Ef við fáum verkefnið förum við í næsta skref sem er að ráða fólk og finna staðsetn- ingar fyrir upptökur. Við erum leikstjórar svo framleiðandinn tekur mikið af ákvörðunum um framleiðslu myndbandsins. Við búum til tökulista, myndum og klippum efni,“ segir Hörður. En þeir félagar eru í samstarfi við fyr- irtæki á Englandi sem býður oft nokkrum leikstjórum að vinna til- lögur að tónlistarmyndbandi og velur síðan þá sem þeim finnst best. Hafa unnið með mörgum Hörður og Helgi hafa unnið með innlendum og erlendum tónlist- armönnum. Meðal tónlistarmanna sem þeir hafa unnið með er ósk- arsverðlaunahafinn Marketa Irg- lova og norska söngkonan Astrid S. „Þegar maður er að vinna með listamönnum sem búa erlendis og hafa ekki allan tímann í heiminum til að horfa á myndskeið þarf stundum að bíða nokkrar vikur eft- ir svörum en yfirleitt tekur gerð tónlistarmyndbands mánuð frá hugmynd til sýningar,“ segir Hörð- ur. Miðla af reynslu sinni á LungA  Hörður og Helgi kenna gerð tónlistarmynd- banda Ljósmynd/Ólafur Frá Seyðisfirði Opnunarhátíð LungA fór fram seinnipartinn í gær. Þar sýndu 60 ungmenni afrakstur þriggja daga vinnustofu sem var haldin í aðdraganda hátíðarinnar í samvinnu við Erasmus og fjóra skapandi skóla frá Evrópu. Það er óhætt að segja að það sé fjölbreytt dagskrá á LungA – Listahátíð ungs fólks, Austur- landi. Opnunarathöfn var í gær og í dag verður sýn- ing á vegum Listar án landamæra. Í kvöld verð- ur síðan spunaleikhóp- urinn Improv Ísland með sýningu í félags- heimilinu Herðubreið. Á morgun verður vinnustofa í flugvélasmíði fyrir alla fjölskylduna í Herðubreið og um kvöldið mun Dúo klassíka flytja sönglög í kirkj- unni. Hátíðinni lýkur á laugardaginn kemur með stórum útitónleikum þar sem fram koma Fufanu, GKR, Fura, Human Woman, aYia og Hat- ari. Frekari upplýsingar um dagskrá LungA má finna á heimasíðu hátíð- arinnar, lunga.is. Tónleikar og ýmsir viðburðir FJÖLBREYTT DAGSKRÁ ALLA VIKUNA Hörður Sveinsson og Helgi Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.