Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 2
Fyrir Birnu
Þúsundir gengu á laugardag niður Laugaveginn til að heiðra minningu Birnu Brjánsdóttur. Lögð voru blóm og kveikt á kertum við Laugaveg 31 þar
sem síðast sást til Birnu á lífi. Í gær bættist áfram við blómin sem mörg eru frá fólki sem þekkti ekki Birnu en gleymir henni aldrei. Fréttablaðið/Ernir
Veður
Nokkuð hvasst í dag, mánudag. Snjó-
koma og síðar slydda eða rigning,
einkum suðaustan til á landinu.
sjá síðu 20
Suðurlandsbraut 34 / S. 517 3900
Útsala
Fasteignir „Ég hugsa að það megi
segja að þetta sé eitt dýrasta skrif-
stofuhúsnæði á Íslandi,“ segir Svana
Helen Björnsdóttir, fulltrúi í Kirkju-
ráði sem sett hefur Kirkjuhúsið á
Laugvegi 31 á sölu.
„Það hefur lengi verið rætt um að
selja þetta hús, aðallega til þess að
komast í húsnæði sem hentaði betur
starfseminni á biskupsstofu. Húsið
er á mörgum hæðum og nýtist illa.
Neðsta hæðin er eiginlega bara eitt
stórt anddyri þannig að nýtingin er
ekki góð fyrir skrifstofustarfsemi. Svo
er komin viðhaldsþörf,“ segir Svana.
Aðspurð segir Svana þjóðkirkjuna
ekki hafa augastað á nýju húsnæði
eða staðsetningu.
„Við erum bara að athuga hvaða
verð við gætum fengið fyrir húsið.
Við höfum sett húsið á sölu en það
er engin skuldbinding að selja. Við
myndum gjarnan vilja komast í
hentugra húsnæði og koma líka
ýmsum öðrum þáttum kirkjunnar
undir það sama þak. “
Húseigninni var reyndar sýndur
mikill áhugi áður en hún var sett á
sölu. „Það koma í hverjum mánuði,
nánast í hverri viku, aðilar sem sýna
húsinu áhuga – ekki bara fasteigna-
salar heldur aðilar sem vilja hrein-
lega kaupa húsið undir ýmiss konar
verslunar- og þjónustustarfsemi,“
svarar Svana.
Sverrir Kristinsson, fasteignasali
hjá Eignamiðlun, segir nokkra nú
þegar hafa spurt um húsið. Sverrir
líkir Laugavegi 31 við Reykjavíkur-
apótek og Eimskipafélagshúsið en
hann kom að sölu beggja þessara
eigna á sínum tíma.
„Þetta er eitt allra fallegasta húsið
í miðborg Reykjavíkur og er ein af
þessum gull eignum í bænum – þetta
fer í hæsta flokk, hiklaust,“ segir
Sverrir.
Ekkert ásett verð er á húsinu og
Svana segir mismunandi verð hafa
verið boðið í eignina auk þess sem
sumir hafi vilja kaupa hluta hússins
eða þá taka það á leigu. „Við vitum
ekki hvað er raunhæft í verði.“
Sverrir segir ekki hægt að áætla
verð á Laugvegi 31 út frá meðalverði
á atvinnuhúsnæði í miðbænum.
„En ef við tökum þetta hús þá er
staðsetningin svo gríðarlega öflug.
Þarna fara eflaust hundruð þúsunda
útlendinga fram hjá á hverju ári.
Við þekkjum sambærilega staði í
miðborginni þar sem fermetraverð
í götuhæð getur farið í allt að eina
milljón króna,“ segir Sverrir.
Miðað við þetta fer verðið á Lauga-
vegi 31 sjálfsagt yfir 1.000 milljónir
króna. Húsið var byggt árið 1945
og er 1.542 fermetrar. Það er fjórar
hæðir og kjallari.
gar@frettabladid.is
Laugavegur 31 gæti fært
kirkjunni yfir milljarð
Laugavegur 31 hentar ekki fyrir starfsemi þjóðkirkjunnar og er til sölu. Áhuga-
samir kaupendur spyrja um húsið nánast í hverri viku segir fulltrúi í kirkjuráði
sem kveður þó ekki öruggt að af sölunni verði. Verðið gæti farið yfir milljarð.
laugavegur 31 er nú miðpunktur í rannsókn á hvarfi og andláti birnu brjánsdóttur.
Fréttablaðið/Errnir
Þetta er eitt allra
fallegasta húsið í
miðborg Reykjavíkur og er
ein af þessum gulleignum í
bænum – þetta fer í hæsta
flokk, hiklaust.
Sverrir Kristinsson
fasteignasali
Vinnumarkaður Reykfiskur, fyrir-
tæki í eigu Samherja, hefur sagt upp
öllu starfsfólki á Húsavík og hættir
1. maí næstkomandi.
Um tuttugu starfsmenn vinna
hjá Reykfiski á Húsavík og því er
um nokkra blóðtöku að ræða fyrir
bæjarfélagið.
Fyrirtækið sérhæfir sig í að reykja
fisk og voru í fyrra framleidd um
700 tonn af reyktum flökum bæði á
innanlandsmarkað og erlendis.
Fundur var haldinn með starfs-
fólki fyrir helgi og því tjáð að gengi
krónunnar og markaðsmál erlendis
hafi verið meginástæða þess að
skellt verður í lás eftir rúma þrjá
mánuði. – sa
Hópuppsögn á
Húsavík
Fyrirtækið hefur verið starfrækt lengi á
Húsavík. Fréttablaðið/VilHElm LögregLumáL Páll Björnsson, lög-
reglustjóri á Norðurlandi vestra,
hefur ákveðið að segja starfi sínu
lausu og mun nýr lögreglustjóri taka
við af honum 1. apríl næstkomandi.
Mikil ólga hefur verið innan lög-
regluliðsins upp á síðkastið með
stjórnunarhætti Páls og íbúar á
svæðinu hafa einnig kvartað undan
staðsetningu lögreglumanna.
Fréttablaðið sagði frá því þann 25.
október síðastliðinn að ólga væri
innan lögregluliðsins en í upphafi
októbermánaðar hafi lögreglumenn
sent bréf til Páls þar sem krafist væri
úrbóta og óskað eftir svörum lög-
reglustjóra.
Einnig hafa íbúar á svæðinu og
sveitarstjórnir óskað svara um
mönnun lögreglunnar og bent á að
langan tíma hafi tekið fyrir lögreglu-
mann á vakt að komast til Hvamms-
tanga þegar bíll fór í höfnina með
þeim afleiðingum að maður lét lífið.
– sa
Lögreglustjóri
hættir störfum
DÓmsmáL Tveir menn voru dæmdir
í Héraðsdómi Austurlands í upp-
hafi þessa mánaðar í átta mánaða
fangelsi fyrir líkamsárás hvor gegn
öðrum. Þá hlaut annar þeirra að auki
dóm fyrir tilraun til fjárkúgunar.
Mönnunum sinnaðist á Cafe Kósý
á Reyðarfirði í febrúar í fyrra. Íslend-
ingur kastaði bjórglasi í höfuð pólsks
manns sem svaraði með hnefahöggi.
Báðir meiddust. Fimm mánuðir refs-
ingar Íslendingsins voru bundnir
skilorði til þriggja ára.
Dómur pólska mannsins var ekki
bundinn skilorði þar sem hann rauf
skilorð. Hann var að auki dæmdur
fyrir að krefja hinn sakborninginn og
bróður hans um hálfa milljón króna
ella myndu hann og félagar hans
beita bræðurna ofbeldi. – jóe
Dæmdir fyrir
líkamsárás hvor
gegn öðrum
3 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 m á n u D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð
3
0
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
1
7
-F
2
3
4
1
C
1
7
-F
0
F
8
1
C
1
7
-E
F
B
C
1
C
1
7
-E
E
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K