Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 38
Leirlistakonan Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir hannar og starfar undir vörumerkinu inosk design samhliða því að sinna aðalstarfi sínu sem umsjónar- og smíðakenn- ari. Hún útskrifaðist sem textíl- kennari frá KHÍ árið 1981 auk þess sem hún bætti við sig smíða- kennaranámi. Eftir að hafa starfað sem kenn- ari í mörg ár lét hún gamlan draum rætast, fór í námsleyfi og kláraði tveggja ára diplómanám í mótun frá Myndlistaskóla Reykja- víkur. „Áhuginn á hönnun og leir- list kviknaði svo sannarlega fyrir alvöru þegar náminu vatt fram. Ég ákvað fljótlega að elta draum- inn, fara alla leið og gera leirlist að aukastarfi mínu og vonandi fullu starfi þegar fram líða stund- ir.“ Eftir útskrift tók hún, ásamt fleirum, þátt í að stofna Íshús Hafnarfjarðar þar sem hún hefur verið með vinnustofu síðan. Frá útskrift hefur Ingibjörg einbeitt sér að hönnun nytja- hluta og vinnur mest með post- ulín. „Fyrsta verkið sem ég sýndi var Kaffikannan Uppáklædd en síðan hannaði ég kryddjurtapott- inn Lífæð. Kryddjurtapotturinn er samsettur úr tveimur pottum, í þann efri fer jurtin ásamt mold- inni en í þann neðri vatn, nær- ing og hampsnæri sem sér um að flytja vatnið á milli pottanna. Á síðasta ári hannaði ég glasa- og staupalínuna Uppáhald og tekönn- una Uppáklædd.“ Skammdegið kveikjan Þessa dagana vinnur hún að nýrri hönnunarlínu sem heitir UM en verk úr þeirri línu verða til sýnis á næsta HönnunarMars. „Línan byggist á samspili tveggja efna, leirs og viðar. Í línunni er kerta- stjakinn KringUM og skálasett- ið UtanUM. Í skálasettinu er ein stór skál þar sem krossviður geng- ur inn í rönd á miðju stóru skál- arinnar og þjónar bæði hlutverki skrauts og handfangs.“ Hún segir kveikjuna að nýju línunni vera þetta mikla skamm- degi sem stundum nær alveg yfir- höndinni og þann yl og birtu sem þá vantar um leið. „Úr varð því súpuskál, skálar og kertaljós til að leggja á matarborð á dimmasta tíma ársins. Fleiri hlutir geta bæst í línuna þegar fram líða stundir sem hægt er tengja við árstíðirn- ar og matarborðið með einhverj- um hætti.“ Nýja hönnunarlínan hennar, UM, á hug hennar allan þessa dag- ana og stefnir hún á að bæta við fleiri vörum í línuna síðar á árinu. „Helstu verkefnin á næstunni eru að setja myndir og texta um vörulínuna UM á heimasíðu mína www.inosk.is og uppfæra hana og jafnframt að setja á Facebook- síðuna inosk design. Síðan er ég á fullu við að undirbúa sýninguna á línunni UM á HönnunarMars.“ Kerta- stjakinn KringUM er hluti af UM-línunni en Ingibjörg stefnir að því að bæta við fleiri vörum í línuna síðar á árinu. Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni ...ómissandi í eldhúsið! Jólagjöfin í ár - Algör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n www.danco.is Heildsöludreifing Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni ...ómissandi í eldhúsið! Jólagjöfin í ár - Algör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n www.danco.is Heildsöludreifing Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni ...ómissandi í eldhúsið! Jólagjöfin í ár - Algör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setj í ppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n www.danco.is Heildsöludreifing Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni. • Klippir álfilmur og plast • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setj í up vottavél • Afar auðvelt í notkun ...ómissandi í eldhúsið! Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileik i endalaus t úrval af hágæða flísum Finndu okkur á facebook OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 | LAUGARDAGA 11 - 16 BÆJARLIND 16 | 201 KÓPAVOGUR | SÍMI 553 7100 | LINAN.IS Leirlistakonan og kennarinn Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir hannar og starfar undir vörumerkinu inosk design. Nýja línan hennar, UM, verður til sýnis á næsta HönnunarMars. MYND/ANTON BRINK Nýja línan heitir UM og verður til sýnis á næsta HönnunarMars. Hún byggir á samspili tveggja efna, leirs og viðar, og inniheldur kertastjakann KringUM og skálasettið UtanUM. Einblínir á nytjahluti Áhuginn á hönnun og leirlist kviknaði fyrir alvöru hjá Ingibjörgu Ósk Þorvaldsdóttur í námi hennar í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Í dag hannar hún undir vörumerkinu inosk design og mun m.a. sýna nýjar vörur á HönnunarMars. Starri Freyr Jónsson starri@365.is MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR Hafðu samband info@husavidgerdir.is Sími 565-7070 Finndu okkur á ALHLIÐA MÚRVERK ÞAKVIÐGERÐIR GLUGGASKIPTI ALLT FYRIR HEIMILIð Kynningarblað 30. janúar 20176 3 0 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 1 8 -1 E A 4 1 C 1 8 -1 D 6 8 1 C 1 8 -1 C 2 C 1 C 1 8 -1 A F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.