Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 45
Í dag Guðmundur Andri Thorsson Járn & Gler hf. • Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin 104 Reykjavík • S. 58 58 900 • www.jarngler.is Bjóðum upp á sjálfvirkan hurðaopnunarbúnað, hringhurðir, hurðir og gluggakerfi ásamt uppsetningu og viðhaldi á búnaði. Áratuga reynsla. Fríða Rut Heimisdóttir Hárgreiðslumeistari Úr einu fræi varð bylting. Moroccanoil hárvörumerkið er innblásið af ferskum vindum, bláma sjávarins og landslagsins í kringum Miðjarðarhafið. Upphafið er sjálf Moroccanoil Treatment olían sem er góður grunnur fyrir hvaða hárgerð sem er. Einnig góð í krakka og skegg. Til að fá sem bestu næringarefnin er gott að setja hana alltaf í blautt hárið og blása það eða leyfa því að þorna eðlilega. Olíurnar eru þrjár og nýjust er Blow Dry Concentrate sem hönnuð er fyrir gróft og erfitt hár. Moroccanoil Treatment hentar öllum hárgerðum og LIGHT fyrir fíngert og mikið ljóst hár. Regalo ehf Iceland www.gilbert.is FRISLAND CLASSIC TÍMALAUS GÆÐI VIÐ KYNNUM Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni ...ómissandi í eldhúsið! Jólagjöfin í ár - Algör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n www.danco.is Heildsöludreifing Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni ...ómissandi í eldhúsið! Jólagjöfin í ár - Algör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setja í uppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n www.danco.is Heildsöludreifing Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni ...ómissandi í eldhúsið! Jólagjöfin í ár - Algör snilld! Hlaða Draga út og vefja Þrýsta og skera Geyma • Klippir plastfilmur og ál • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setj í ppþvottavél Engar flæk jur Ekkert vese n www.danco.is Heildsöludreifing Fæst í FK, Hagkaupum, Byko, Nettó, Krónunni, Kjarval og Húsasmiðjunni. • Klippir álfilmur og plast • 35% sparnaður • Ódýrari áfyllingar • Má setj í up vottavél • Afar auðvelt í notkun ...ómissandi í eldhúsið! Leonardo Di Caprio hefur með mynd sinni „Before the Flood“ vakið aukna athygli á loftslags- málum en myndin var nýlega sýnd á RÚV. En RÚV hefur nýlega staðið fyrir góðri og fróðlegri umfjöllun um loftslagsmál. Í myndinni hans Leonardos er fjallað um staðreynd- irnar varðandi loftslagsmál, engar ýkjur. En þegar horft er á slíka mynd vaknar spurningin: hvað get ég gert? Stjórnvöld og fyrirtæki spila lykilhlutverk þegar kemur að því að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Stjórnvöld geta notað fjár- hagslega hvata til að stýra markaðn- um, sett boð og bönn, ásamt því að fara fram með góðu fordæmi og rutt markaðinn fyrir metnaðargjörnum lausnum í umhverfismálum. Einnig geta yfirvöld hjálpað okkur að velja rétt og auðveldað okkur að verða umhverfisvæn. Fyrirtæki geta sýnt samfélagslega ábyrgð, dregið úr losun og verið hluti af lausninni með því að framleiða vörur og veita þjónustu sem veldur lágmarks losun. En hvað get ég gert? Það er ótal margt sem hægt er að gera til þess að draga úr losun. Mikið hefur verið talað um matarsóun. Með því að nýta matinn okkar vel erum við að draga úr losun, allt skiptir máli. Ef allir gera eitthvað þá erum við fljót að tala um fleiri þúsund kíló á ári. Auðlindanotkun er minni við grænmetisbúskap en vegna framleiðslu á kjötvörum. Þó svo að maður verði ekki alveg vegan þá er hægt að draga eitthvað úr kjöt- neyslu, en síðustu ár hefur kjöt- neysla heldur verið að aukast. Íslendingar flytja inn mikið magn af neysluvörum frá löndum þar sem umhverfiskröfur eru ekki eins strangar og á Íslandi og orku- notkunin háð bruna á jarðefnaelds- neyti. Um 85% af allri orkunotkun í heiminum eru byggð á jarðefna- eldsneyti. Þannig að þegar við kaupum innfluttar vörur getum við nánast gert ráð fyrir því að fram- leiðsla vörunnar hafi valdið losun á gróðurhúsaloftegundum. Í þessu samhengi sést mikilvægi þess að draga almennt úr neyslu á nýjum vörum. Líftími vara er ekki eins langur og hann var áður. Fatnaður verður fljótt snjáður og nýja þvottavélin á líklegast ekki eftir að endast eins lengi og þvottavélin hennar ömmu, sem var orðin meira en 40 ára. Það er afar slæmt fyrir umhverfið að það þurfi að framleiða t.d. þrjú pör af skóm í staðinn fyrir eitt par. Með því að lagfæra, nýta skiptimarkaði, kaupa notað erum við að draga úr losun á koltvísýringi vegna fram- leiðslu og flutnings á varningi. Hver ferð skiptir máli Í samgöngumálum getum við sam- einast í bíla þegar verið er að skutla krökkum í frístundir eða fara til vinnu, hjólað, gengið eða notað almenningssamgöngur. Hver ferð skiptir máli. Rafmagnsbílar og aðrir bílar sem ganga fyrir vistvænu elds- neyti eru einnig hluti af lausninni, þó að það sé ekki sjálfbært að allir fari og kaupi sér nýjan bíl þegar tekið er tillit til alls framleiðslu- ferlisins. Flugumferðin í heiminum er sífellt að aukast og stendur fyrir um 3,5 prósentum af heildarlosun á gróðurhúsaloftegundum í heim- inum. Þegar verið er að plana fríið eða vinnuferð, þá er kannski hægt að velja annan farkost en flug ein- hvern hluta ferðarinnar? Eða taka vinnufundinn í gegnum Skype? Það er líka hægt að láta gott af sér leiða í hinum ýmsu verkefnum t.d. á vegum Landverndar sem tengjast skógrækt eða endurheimt votlendis. Di Caprio kemur líka inn á eyð- ingu regnskóganna þar sem verið er að ryðja regnskóga til ræktunar á pálmaolíu. Með því að sniðganga pálmaolíu, getum við sem neyt- endur reynt að stuðla að minni eftirspurn eftir henni sem vonandi skilar sér til matvælaframleiðenda sem þá finna nýjar lausnir. Við neytendur höfum vald til þess að breyta. Þó svo að loftslagsbreytingarnar sem við erum að sjá nú þegar séu fremur ógnvekjandi, þá megum við ekki gefast upp, við þurfum bara að bretta upp ermarnar. Enginn getur gert allt, en við getum öll gert eitt- hvað. Hvað getum við gert? Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir framkvæmda­ stjóri Vist­ byggðar ráðs Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmda­ stjóri Menningar­ félags Akureyrar Trump var ekki kosinn þrátt fyrir ókosti sína heldur vegna þeirra. Öll súpum við seyðið af þessu kjöri, afleiðingarnar kunna að verða skelfilegar fyrir alla heims- byggðina og nú þegar eru teknar að streyma frá honum tilskipanir sem hafa beinlínis áhrif til hins verra á líf venjulegs fólks sem ekkert hefur til saka unnið, en hefur orðið fyrir barðinu á þeim ofstækisfullu stríðsmönnum sem Trump lætur sem hann berjist gegn, en tekur nú höndum saman við. Við störum á þennan mann í forundran. Trúum naumast eigin augum þegar hann sést þagga rudda- lega niður í brosandi konu sinni eða ryðst fram fyrir hana, talar eins og fábjáni yfir CIA-mönnum og fer að þrátta um mannfjöldatölur á inn- setningarathöfn sinni, sem liggja þó fyrir og blasa við öllum nema honum og höfundi Staksteina. Raunveruleikaþáttaforsetinn Stundum heyrist að kjör hans sé sök einhverra. „Góða fólkið“ er þá nefnt í því sambandi, aðallega af þeim sem telja að heiminum stafi um þessar mundir einkum ógn af fólki sem viðrar frjálslyndar skoðanir, umburðarlyndar og mannúðlegar. Kenningin er þá sú að þessi eilífa pólitíska rétttrúnaðarkrafa um góð- vild í garð annarra og jafnrétti fólks burtséð frá kyni, stétt eða uppruna, sé svo íþyngjandi og þrúgandi að hún hafi hrakið fólk í fang Donalds Trump og viðlíka afla sem gefi fólki nauðsynlega útrás fyrir þörf sína að viðra andúð á öðru fólki. Sam- kvæmt þessum þankagangi er hatur og fordómagirni nokkurs konar grunnhvöt hjá öllum manneskjum og sá eða sú sem predikar kærleika, jafnrétti og mildi í dómum sé þá að hræsna, að þykjast, til þess að ná völdum í samfélaginu og „þagga“ niður „umræðuna“ sem „þarf að taka“. Ég veit það ekki. Er ekki nær- tækara að líta svo á að kjör Trumps sé fremur þeim að kenna sem kusu hann en hinum sem kusu hann ekki? Að vísu má segja sem svo að allt það fólk sem sat heima í forseta- kosningunum – meirihluti þjóðar- innar – eigi sína sök á þessu, og eins má færa rök fyrir því að Hillary hafi mistekist að kveikja í mörgu fólki sem ekki vildi Trump – en nennti ekki heldur að kjósa hana. Við megum að vísu ekki gleyma því að hún fékk skýran meirihluta atkvæða á þjóðarvísu, en Trump krækti hins vegar í kjörmennina. Af hverju tap- aði svo augljóslega hæf kona fyrir svo augljósum labbakút? Þar kemur ýmislegt til: íhaldssemi í kynja- málum; það er til fólk sem frekar treystir vanhæfum karli til manna- forráða en hæfri konu: en líka hitt: Hillary var fulltrúi 20. aldarinnar, gamaldags stjórnmála. Trump var kallinn í sjónvarpinu sem réð og rak og réð öllu. Hann er raunveruleika- þáttaforsetinn. Já en af hverju? Eftir stendur samt spurningin: Af hverju kusu svona margir Banda- ríkjamenn þennan andstyggilega mann? Vissu þeir ekki betur? Jú – en annað vegur þyngra í huga þeirra. Nefnum fernt: Hann lofar óhá- skólagengnu fólki að taka á afleið- ingum alþjóðavæðingar og skapa störf með nýrri tegund af merkant- ílisma sem á eftir að breyta mjög andrúmsloftinu í heiminum, og í leiðinni herða mjög á ágangi á nátt- úruauðlindir, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir Jörðina og framtíð mannkyns. Annað: hinni fjölmennu millistétt, sem er vellaunuð en hefur ekki jafnmikið milli handanna og hún telur sig þurfa lofar hann stór- felldum skattalækkunum og afnámi sjúkratryggingakerfis, en hjá mörgu slíku fólki hafa slíkar greiðslur hækkað til muna eftir að Obama- stjórnin innleiddi sitt tryggingakerfi. Þannig nær hann bæði að höfða til háskólagengins fólks í sérhæfðum störfum og fólks í láglaunastörfum sem keppir um störfin við fólk úr öllum heiminum. Og það þriðja er svolítið óljóst en mikilvægt. Aftur: Trump er ekki kosinn þrátt fyrir galla sína heldur vegna þeirra. Hann er ófyrirleit- inn, óútreiknanlegur reglubrjótur. Hann er kallinn í sjónvarpinu sem við skellum okkur á lær yfir: upp á hverju tekur hann nú? Hann höfðar til okkar verri manns. Mótþróinn er innbyggður í þjóðar sálina þar vestra; persónur með mótþróaröskun eru þar í hávegum hafðar í kvikmyndum, bókum og rokkmúsík-kúltur; við höfum séð ótal bíómyndir um þessa týpu sem gerir aldrei það sem ætlast er til af henni, er með dónaskap og ljótan munnsöfnuð – vart húsum hæf – en endar svo á að bjarga öllu út af hyggjuviti sínu og þvermóðsku. Þessi mannshugsjón einstaklings- hyggjunnar endurspeglar sjálfsmynd hvítra karla, sem hafa gníst tönnum yfir Obamahjónunum, svo elegant og gáfuð og framúrskarandi sem þau eru. Og virðast hafa þar með nært djúprætta vanmetakennd í þessu furðufyrirbæri sem er hinn miðaldra hvíti karlmaður. Og hefndi sín með því að senda okkur Trump. Við getum ekkert nema vonað að upphafslínur lagsins sem hann valdi að láta syngja yfir sér eigi bara við um valdatíð hans: „And now the end is near …“ „Líður nú að lokum …“ Þessi mannshugsjón ein- staklingshyggjunnar endur- speglar sjálfsmynd hvítra karla, sem hafa gníst tönnum yfir Obamahjónunum, svo elegant og gáfuð og framúr- skarandi sem þau eru. s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 17M Á n u d a g u R 3 0 . j a n ú a R 2 0 1 7 3 0 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 1 8 -1 4 C 4 1 C 1 8 -1 3 8 8 1 C 1 8 -1 2 4 C 1 C 1 8 -1 1 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.