Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 4
FIAT tipo VERÐ FRÁ: 2.790.000 KR. ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI ÞVERHOLT 6 · 270 MOSFELLSBÆR · SÍMI: 534 4433 · WWW.ISBAND.IS fiatisland.is ÞAÐ ÞARF SVO LÍTIÐ TIL AÐ FÁ HEILMIKIÐ FIAT TIPO HLAÐINN AUKABÚNAÐI – MEÐ FIMM ÁRA ÁBYRGÐ KOMDU OG REYNSLUAKTU NÝJUM FIAT. VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR, RJÚKANDI HEITT KAFFI Á KÖNNUNNI Bíll á mynd Fiat Tipo 1.4 Lounge 2.990.000 kr. 50 megavött af raforku þarf fyrir verksmiðju PCC. Eftir snjóflóðin á Flateyri og Súðavík 1995 voru sett ný lög um varnir gegn snjó- flóðum og skriðuföllum. Var Veðurstofunni þá falið það hlutverk að halda uppi eftirliti með snjóflóðum. viðskipti Eitt stærsta hagsmunamál íslensks sjávarútvegs á komandi árum kann að vera bættar sam- göngur og uppbygging tengslaneta við Asíu. Sterk samkeppnisstaða Íslands á rætur í öflugu flutnings- neti og fjölda áfangastaða – sem á sér fáar hliðstæður. Berta Daníelsdóttir, fram- kvæmdastjóri Íslenska sjávarklas- ans, gerir þetta að umtalsefni í nýrri greiningu sjávarklasans. Blikur eru á lofti, skrifar Berta, því að sjávarútvegurinn, og aðrir framleiðendur matvæla sem hyggja á útflutning, standa frammi fyrir þeirri staðreynd „að þeir markaðir, sem íslensk flutningsfyrirtæki og um leið útflytjendur sjávarafurða hafa þjónað um hundruð ára eru sumpart hnignandi.“ Berta bendir á að í samanburði við Asíu sé hagvöxtur í Vesturheimi rýr og fólksfjölgun lítil. „Á evrópsku og bandarísku mark- aðina verður mögulega erfiðara að selja eina vönduðustu sjávarafurð sem til er við Atlantshaf, Atlants- hafsþorskinn. Það sama má segja um önnur íslensk matvæli sem áhugi er á að markaðssetja sem ein- hver hreinustu matvæli heims; skyr, vatn, bjór, lamb og áfram mætti telja. Á sama tíma og hágæðamörk- uðum í Evrópu og Bandaríkjunum fækkar fer þeim ört fjölgandi í lönd- um eins og Kína og Suður-Kóreu,“ segir Berta. Í þessu ljósi segir Berta bættar samgöngur og uppbygging tengsla- neta við Asíu vera stórt hagsmuna- mál. Stóra breytingin, sem er líkleg til að opna dyr inn á áhugaverða mark- aði fyrir íslensk matvæli í Asíu, er beint flug frá Íslandi en líklegt telur Berta að af því verði innan nokkurra ára. Skemmst er að minnast orða Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í Fréttablaðinu fyrir skömmu: „Það er ekkert launungarmál að við horfum til Asíu og annarra fjar- lægra landa. Ég sé bæði tækifæri í flugi til og frá þessum löndum til Íslands, en jafnframt endurspeglar þetta fyrst og fremst þá sýn að Ísland geti orðið mjög stór alþjóðleg tengimiðstöð fyrir flug. Miðstöðin myndi þá tengja saman Asíu, Norð- ur-Ameríku og Evrópu.“ Berta hvetur til þess að öflugu klasasamstarfi, sem teygi sig inn í stjórnkerfi, atvinnulíf og mennta- stofnanir, verði komið á og unnin verði heildstæð stefnu- og fram- kvæmdaáætlun. „Íslendingar hafa nú um árabil aðallega beint athygli og umræðu að staðsetningu Reykjavíkurflugvallar þegar rætt er um flutningskerfið. Alþjóðlegar flugtengingar og upp- bygging alls flutningskerfisins, sem opna mikil tækifæri fyrir Ísland, verða að komast betur að í umræðu og stefnumörkun stjórnvalda,“ ályktar Berta. svavar@frettabladid.is Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Uppbygging tengslaneta við Asíulönd er stórt hagsmunamál í útflutningi. Hágæðamörkuðum í Evrópu og vestan hafs fækkar en fjölgar hratt í Asíu. Kallað eftir samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og menntastofnana. Útflutningur til Asíu með flugi gæti orðið að veruleika innan fárra ára. FréttAblAðið/DAníel Alþjóðlegar flug- tengingar og upp- bygging alls flutningskerfis- ins, sem opna mikil tækifæri fyrir Ísland, verða að komast betur að í umræðu og stefnu- mörkun stjórnvalda. Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans sLYs Veðurstofan þarf aukið fjár- magn ef hún á að sinna frekara ofanflóðaeftirliti. Þetta segir sér- fræðingur á snjóflóðavakt hjá Veður stofunni. Í kjölfar mannskæðra snjóflóða á Flateyri og Súðavík árið 1995 voru sett ný lög um varnir gegn snjó- flóðum og skriðuföllum. Var Veður- stofunni þá falið það hlutverk að halda uppi eftirliti með snjóflóðum. Komið var á fót snjóathugunarkerfi í sveitarfélögum þar sem snjóflóð ógna byggð. „Þar eru snjóathugunarmenn sem safna gögnum um snjó í fjalllendi fyrir ofan sína þéttbýliskjarna og út frá því, og veðurspám, byggjum við okkar spár. Ofanflóðavaktin hefur verið okkar viðleitni til að miðla þeim gögnum,“ segir Auður Kjartansdóttir sérfræðingur á snjó- flóðavakt Veðurstofunnar. Einn maður lést þegar snjóflóð féll í Esjuhlíðum í fyrradag. Snjó- flóð í hlíðum fjallsins eru tíð en ofanflóðavakt fyrir fjallið er ekki á heimasíðu Veðurstofunnar. Þar er að finna upplýsingar fyrir Vest- firði, Tröllaskaga og Austfirði auk almennrar spár fyrir landið. „Það má færa rök fyrir því að þörf sé á að gera sérstaka spá fyrir suð- vesturhornið samhliða aukinni útivist fólks í landshlutanum. Við höfum ekki fengið fjármagn til slíks og höfum enn ekki komið á fót kerfi til að gera slíkt,“ segir Auður. – jóe Meiri snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands kallar á aukið fjármagn Viðbragðsaðilar á vettvangi í fyrradag. FréttAblAðið/ernir Húsavík Byggðarráð Norðurþings hefur samþykkt samkomulag við PCC á Bakka um að úthluta fyrir- tækinu lóðir fyrir ellefu parhús í Holtahverfi á Húsavík. Mun fyrir- tækið samkvæmt samkomulagi við bæinn ljúka framkvæmdum við uppbyggingu parhúsanna á næstu sex til átta mánuðum. Á móti mun sveitarfélagið hefjast handa við gatnagerð svo fljótt sem verða má. PCC reisir nú kísilmálmverkver- smiðju á Bakka við Húsavík. Áætluð framleiðslugeta fyrirtækisins verður um 32 þúsund tonn en til þess þarf um 50 megavatta raforku. Rúmlega eitt hundrað starfsmenn munu starfa við verksmiðjuna og til þess þarf að fjölga íbúðum á svæðinu. – sa Ellefu raðhús rísa á Húsavík Klippt var á borða með pomp og prakt á síðasta kjörtímabili. 3 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 3 0 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 1 8 -0 5 F 4 1 C 1 8 -0 4 B 8 1 C 1 8 -0 3 7 C 1 C 1 8 -0 2 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.