Fréttablaðið - 30.01.2017, Page 15

Fréttablaðið - 30.01.2017, Page 15
fólk kynningarblað Sigurjón Pálsson innanhússarki- tekt hefur sent frá sér nýja vöru, hænu úr tré. Hænurnar eru þriðja varan í röð tréfugla eftir Sigur- jón en hann kynnti línu vaðfugla á HönnunarMars árið 2013, þar á eftir bættist lundi við safnið og nú hænurnar. Vaðfuglarnir eru framleiddir af danska hönnunar- fyrirtækinu Normann Copenhag- en lundann og hænurnar vinnur Sigur jón í samvinnu við Epal. Auk fuglanna hefur Sigurjón hannað hval sem gerður er úr stáli og seld- ur í Epal. „Poul Madsen, framkvæmda- stjóri Normann Copenhagen, taldi að lundinn væri of staðbundin vara og óskaði ekki eftir honum í framleiðslu. Ég fór þá í samstarf við Epal og lundinn kom á markað fyrir rúmu ári. Poul hafði reyndar samband aftur í vetur og óskaði þá eftir lundanum en þá var það bara orðið of seint. Ég held að það hafi ekki margir hönnuðir neitað Nor- mann Copenhagen um vöru,“ segir Sigurjón sposkur. Normann Copenhagen hefur ekki viljað fá hænurnar í fram- leiðslu hjá sér? „Ég glotti nú þegar Poul skoðaði hænurnar og spurði hvort hann ætlaði að missa af þeim líka,“ segir Sigurjón en bætir við að sambandið við Epal sé farsælt. „Það varð að samkomulagi milli mín og Epal að ég ynni að minja- gripatengdri hönnunarvöru, til að bæta ímynd lundans og íslenskra minjagripa en það vantar vandaðar vörur þar inn,“ segir Sigurjón og bendir á að erfitt sé að fjöldafram- leiða hluti hér innanlands. „Það er ekki mikið hægt að fjöldaframleiða hér á landi og við sjáum það á minjagripum. Það er að mestu leyti handverksfólk sem heldur uppi heiðri íslenskra minja- gripa, tálgar til dæmis fugla og gerir það mjög vel en það hefur ekki verið grundvöllur fyrir fjölda- framleiðslu. Ég fékk til dæmis til- boð í lundann hér heima en þá hefði hann þurft að kosta yfir tuttugu þúsund út úr búð. Hænurnar eru framleiddar erlendis og renndar líkt og vaðfuglarnir og lundinn.“ Sigurjón er einnig rithöfund- ur og hlaut meðal annars Blóð- dropann fyrir bók sína Klæki árið 2012. Hann segir lítinn tíma gefast til ritstarfa þar sem hönnunin taki allan hans tíma. „Einhvers staðar á ég hálfnaða sögu og fléttu sem ég held að sé jafnvel besta fléttan mín til þessa. Við verðum bara að sjá til hvort hef tíma til að klára hana og finn útgef- anda. Maður sinnir bara því sem best gengur hverju sinni og nú er það hönnunin sem á hug minn og tíma allan.“ 3 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r Sigurjón Pálsson, húsgagnaarkitekt og rithöfundur, hefur bætt hænum við línu sína af tréfuglum. Hænurnar vinnur hann í samstarfi við Epal. mynd/Eyþór Hænurnar eru renndar úr tré og standa á stuttum fótum. Fyrstu fuglar Sigurjóns, vaðfuglar voru kynntir á Hönnunarmars 2013. danska hönnunarfyrirtækið normann Copenhagen framleiðir þá. Hænur bætast í fánu sigurjóns Fuglar eru í aðalhlutverki á teikniborði Sigurjóns Pálssonar. Vaðfuglar Sigurjóns frá árinu 2013 eru framleiddir undir merkjum Normann Copenhagen en nýjustu fuglana vinnur hann með Epal. Hænur komu nú síðast á markaðinn. ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Lundinn er framleiddur í samstarfi við Epal. normann Copenhagen missti af lestinni. S k e i f a n 3 j | S í m i 5 5 3 8 2 8 2 | w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s Útsala í tilefni kínverskra áramóta Vasar · Diskar · Lampar · Pottar · Tesett · Myndir · o.m.fl. 30-60% afsláttur Kínverskar gjafavörur 3 0 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 1 7 -F 7 2 4 1 C 1 7 -F 5 E 8 1 C 1 7 -F 4 A C 1 C 1 7 -F 3 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.