Fréttablaðið - 30.01.2017, Síða 40

Fréttablaðið - 30.01.2017, Síða 40
Fiðrildin svífa um alla veggi í ár. Ólík og margbreytileg mynstur leggjast á eitt við að skapa stemminguna. Litur ársins er skærgrænn og hann passar að sjálfsögðu vel í stofuna. Innanhússhönnun er háð tísku- sveiflum og spekingar hafa kveðið upp úr með hvernig á að vera inni hjá okkur í ár. Skærgrænn var útnefndur litur ársins og hann gerir öll rými gáska- fyllri. Þessi bjarti gleðilitur á að stuðla að endurnýjun og almenn- um hressleika, nokkuð sem ekki er vanþörf á á okkar tímum. Dökkgrá- blár er hinn tískuliturinn og kemur í staðinn fyrir svartan sem er á út- leið. Fiðrildatískan er af sama meiði. Í ár verða fiðrildi flögrandi upp um alla veggi, ekki bara í barnaher- berginu. Blönduð mynstur. Nú er allt leyfi- legt og engin mynstur og litir svo ólík að ekki megi blanda þeim saman. Allt í plati. Plat-leður, plat-marm- ari, plat-viður – sterkari og þolbetri eftirlíkingar af náttúruefnum verða á hverju heimili. Áferð. Bólstraðir stólar og sófar, upphleypt mynstur í teppum og púðum. Við horfum á heiminn gegnum flatan skjá svo allt með áferð og lagskipt er heillandi. Listasmíð frekar en heimafönd- ur. Nú eru fallegir hönnunargrip- ir búnir að ná yfirhöndinni og krútt- legir heimagerðir blómakransar eru á undanhaldi.  Hvernig á að vera inni 2017? Sænska hönnunarfyrirtækið Form Us With Love hefur hannað nýja línu Kungsbacka-eldhúsinnrétting- arinnar frá IKEA. 25 endurunnar plastflöskur eru notaðar við gerð hverrar einingar. Frá þessu er sagt á vef hönnunarvefsins Dezeen. Plastflöskurnar eru notaðar í klæðningu skápanna en aðalbygg- ingarefni þeirra er endurunninn viður. „Plastflaska er ekki rusl, hún er auðlind,“ er haft eftir Jonas Petters son, framkvæmdastjóra Form Us With Love. Þá sýni þeir fram á með þessu að hægt sé að nota endurunnin efni í stórfram- leiðslu á húsgögnum. Hann segir helsta verkefni fram- tíðarinnar vera að finna ódýr- ar lausnir á endurvinnslu þannig að fleiri hafi efni á því að vera um- hverfisvænir. Talið er að innréttingin muni endast í 25 ár. Ætlunin er að IKEA kynni á næstunni enn fleiri endur- unna muni í verslunum sínum.   Plastflöskur í IkEa-EldhúsI Njarðarnes 9 Akureyri Bæjarlind 4 Kópavogi Sími 554 6800 www.vidd.is Við hjá Vídd leggjum metnað okkar í að vera með ávallt fyrsta flokks parketflísar. Helstu kostir við val á parketflísum frá Vídd eru að flísarnar eru alltaf kantskornar sem tryggir 1 mm. fúgubil. Þær bera með sér útlit og áferð parkets, en styrk flísa, þola bleytu, ágang og upplitast ekki með tímanum. Parketflísar leiða gólfhita mun betur en hefðbundin parket. Parketflísar í hámarksgæðum ALLt Fyrir HeimiLið Kynningarblað 30. janúar 20178 3 0 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 1 8 -0 A E 4 1 C 1 8 -0 9 A 8 1 C 1 8 -0 8 6 C 1 C 1 8 -0 7 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.