Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 40
Fiðrildin svífa um alla veggi í ár. Ólík og margbreytileg mynstur leggjast á eitt við að skapa stemminguna. Litur ársins er skærgrænn og hann passar að sjálfsögðu vel í stofuna. Innanhússhönnun er háð tísku- sveiflum og spekingar hafa kveðið upp úr með hvernig á að vera inni hjá okkur í ár. Skærgrænn var útnefndur litur ársins og hann gerir öll rými gáska- fyllri. Þessi bjarti gleðilitur á að stuðla að endurnýjun og almenn- um hressleika, nokkuð sem ekki er vanþörf á á okkar tímum. Dökkgrá- blár er hinn tískuliturinn og kemur í staðinn fyrir svartan sem er á út- leið. Fiðrildatískan er af sama meiði. Í ár verða fiðrildi flögrandi upp um alla veggi, ekki bara í barnaher- berginu. Blönduð mynstur. Nú er allt leyfi- legt og engin mynstur og litir svo ólík að ekki megi blanda þeim saman. Allt í plati. Plat-leður, plat-marm- ari, plat-viður – sterkari og þolbetri eftirlíkingar af náttúruefnum verða á hverju heimili. Áferð. Bólstraðir stólar og sófar, upphleypt mynstur í teppum og púðum. Við horfum á heiminn gegnum flatan skjá svo allt með áferð og lagskipt er heillandi. Listasmíð frekar en heimafönd- ur. Nú eru fallegir hönnunargrip- ir búnir að ná yfirhöndinni og krútt- legir heimagerðir blómakransar eru á undanhaldi.  Hvernig á að vera inni 2017? Sænska hönnunarfyrirtækið Form Us With Love hefur hannað nýja línu Kungsbacka-eldhúsinnrétting- arinnar frá IKEA. 25 endurunnar plastflöskur eru notaðar við gerð hverrar einingar. Frá þessu er sagt á vef hönnunarvefsins Dezeen. Plastflöskurnar eru notaðar í klæðningu skápanna en aðalbygg- ingarefni þeirra er endurunninn viður. „Plastflaska er ekki rusl, hún er auðlind,“ er haft eftir Jonas Petters son, framkvæmdastjóra Form Us With Love. Þá sýni þeir fram á með þessu að hægt sé að nota endurunnin efni í stórfram- leiðslu á húsgögnum. Hann segir helsta verkefni fram- tíðarinnar vera að finna ódýr- ar lausnir á endurvinnslu þannig að fleiri hafi efni á því að vera um- hverfisvænir. Talið er að innréttingin muni endast í 25 ár. Ætlunin er að IKEA kynni á næstunni enn fleiri endur- unna muni í verslunum sínum.   Plastflöskur í IkEa-EldhúsI Njarðarnes 9 Akureyri Bæjarlind 4 Kópavogi Sími 554 6800 www.vidd.is Við hjá Vídd leggjum metnað okkar í að vera með ávallt fyrsta flokks parketflísar. Helstu kostir við val á parketflísum frá Vídd eru að flísarnar eru alltaf kantskornar sem tryggir 1 mm. fúgubil. Þær bera með sér útlit og áferð parkets, en styrk flísa, þola bleytu, ágang og upplitast ekki með tímanum. Parketflísar leiða gólfhita mun betur en hefðbundin parket. Parketflísar í hámarksgæðum ALLt Fyrir HeimiLið Kynningarblað 30. janúar 20178 3 0 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 1 8 -0 A E 4 1 C 1 8 -0 9 A 8 1 C 1 8 -0 8 6 C 1 C 1 8 -0 7 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.