Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 8
Bandaríkin Stjórnmálaleiðtogar
vítt og breitt um heiminn hafa for
dæmt umdeilda tilskipun Banda
ríkjaforseta um að loka landamær
um tímabundið fyrir ríkisborgurum
sjö þjóða. Guðlaugur Þór Þórðar
son utanríkisráðherra segir íslensk
stjórnvöld ætla að senda skýr skila
boð og mun hann kalla forsvars
menn bandarískra stjórnvalda á
sinn fund.
„Þetta er eitthvað sem veldur
okkur miklum áhyggjum. Við
munum koma þeim skilaboðum
skýrt til bandarískra stjórnvalda á
næstu dögum,“ segir Guðlaugur Þór.
„Það er að teiknast upp mun
ógeðslegri mynd, strax á fyrstu
dögum hans í embætti, en maður
gat í raun ímyndað sér í fyrstu,“
segir Logi Einarsson, formaður Sam
fylkingarinnar, um Donald Trump
Bandaríkjaforseta. „Þessi emb
ættisverk geta verið vatn á myllu
öfgasamtaka og því þurfum við að
vera samstíga um sterk skilaboð frá
okkur. Svona vinnubrögðum eigum
við að mótmæla kröftuglega.“
Ringulreið skapaðist á flugvöllum
vestanhafs í fyrrakvöld, eftir að til
skipun Bandaríkjaforseta tók gildi.
Landamærum ríkisins hefur verið
lokað tímabundið fyrir ríkisborgur
um Jemens, Sýrlands, Sómalíu, Súd
ans, Íraks, Írans og Líbíu. Tilskipun
forsetans nær einnig til þeirra sem
þegar hafa fengið vegabréfsáritun.
Benedikt Jóhannesson, formaður
Viðreisnar, segir tilskipun Banda
ríkjaforseta ömurlega. „Við eigum
að fordæma þessa hegðun. Utan
ríkis ráðherra hefur tekið málið
föstum tökum. Við munum vinna
áfram að málinu í vikunni og skýra
afstöðu okkar,“ segir Benedikt.
„Það er mikilvægt að íslensk
stjórnvöld sendi frá sér harða gagn
rýni á þetta framferði. Stjórnvöld
um nær allan hinn vestræna heim
hafa risið upp og fordæmt
þessa hegðun. Við eigum að
senda skýr skilaboð,“ segir
Birgitta Jónsdóttir, þing
flokksformaður Pírata.
Hollande Frakklands
Fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta
Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. Formaður Samfylkingar segir ógeðslega mynd teiknast upp.
Tilskipun Trumps hefur verið harðlega gagnrýnd um allan heim.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Sér ekki mun á ISIS og Trump
„Þetta er rasismi og við eigum ekki að
vingast við svona fólk,“ segir Salmann
Tamimi, formaður Félags múslima hér
á landi. „Ég minni á að Hitler var kosinn
í lýðræðislegum kosningum og þetta er
sama hugmyndafræði, að sundra þjóðum
og skipta fólki í tvo hópa, hverju á móti öðru.“
Salmann segist ekki lengur sjá mun á Trump og ISIS. Hann segir vinnu-
brögð Trumps heimsku sem muni koma Bandaríkjunum illa þegar fram
í sækir. „Trump vill nú amerískt land fyrir Ameríkana, þetta er sama
djöfulsins ruglið og í ISIS. Þetta er sorglegt, við lifum á 21. öldinni en samt
lifum við tíma þar sem skipting heimsbyggðarinnar hefur aldrei verið
meiri,“ bætir Salmann við.
Bandaríkin Þjóðarleiðtogar heims
ins, auk ýmissa ríkis og borgarstjóra
í Bandaríkjunum, hafa keppst við að
fordæma tilskipun Donalds Trump,
forseta Bandaríkjanna, sem felur í
sér að ríkisborgurum sjö tiltekinna
ríkja verði meinuð innganga í landið.
Tugir þúsunda mótmæltu tilskipun
inni víðsvegar um landið.
Í tilskipuninni felst að fólk frá Írak,
Íran, Líbíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi
og Jemen mun ekki fá inngöngu
í Bandaríkin næstu níutíu daga.
Mikil ringulreið fylgdi víða í kjölfar
tilskipunarinnar þar sem fólki var til
að mynda ekki hleypt um borð í flug
vélar á leið til Bandaríkjanna sökum
þess hvar það fæddist. Þá var fólk,
sem þegar var komið í loftið, stöðvað
við lendingu.
Meðal þeirra sem fordæmdu til
skipunina má nefna Angelu Merkel,
kanslara Þýskalands. Í yfirlýsingu
frá henni útskýrir hún meðal ann
ars innihald Genfarsáttmálans fyrir
forsetanum og nauðsyn þess að ríki
heimsins taki við flóttamönnum
frá stríðshrjáðum ríkjum. Justin
Trudeau, forsætisráðherra Kanada,
bauð flóttamenn velkomna til lands
síns í tísti sem hann sendi frá sér.
Tilskipunin hefur þegar lent á
borðum dómstóla en alríkisdómari
í New York komst meðal annars að
þeirri niðurstöðu að bannið stæðist
ekki stjórnarskrá landsins. Talsmað
ur Hvíta hússins sagði að sú niður
staða hefði lítil áhrif á framkvæmd
bannsins.
Þrátt fyrir afstöðu alþjóðasam
félagsins og aðila innanlands mun
Trump ekki bakka. Það kom fram
í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í gær
kvöldi. – jóe
Trump bakkar ekki þrátt
fyrir gríðarleg mótmæli
Guðlaugur Þór
Tilskipanir Bandaríkjaforseta þykja
oft nokkuð umdeildar þar sem að
með þeim sneiðir forsetinn hjá
þingsinu. Barack Obama var gagn-
rýndur fyrir tilskipanir sem fólu
í sér aukin réttindi LBGT-fólks og
breytingar á heilbrigðiskerfinu.
Forsetar hafa verið misgjarnir á
slíkar tilskipanir. Franklin D. Roose-
velt átti flestar slíkar, 3.522 alls,
enda sat hann lengst Bandaríkjafor-
seta og á stríðstímum. Frá lokum
síðara stríðs er Barack Obama sá
forseti, sem setið hefur tvö kjör-
tímabil, sem sett hefur fæstar
tilskipanir eða 276 talsins.
Donald Trump hefur sett fjórar
tilskipanir á fyrstu viku sinni sem
forseti Bandaríkjanna. Haldi hann
áfram á sama hraða mun hann
setja 832 slíkar á kjörtímabilinu og
vera sá forseti sem helst brúkar til-
skipanir til að koma málum sínum
áfram.
Þetta er
niðurlægjandi
fyrir alla aðila og ekki
síst hann sjálfan. Á
meðan munum við taka á
móti sýrlensku flóttafólki
sem hreint andsvar við
stefnu Bandaríkjaforseta.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi
forsætisráðherra.
forseti sem og Theresa May, for
sætisráðherra Breta, gagnrýndu
Trump í gær.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrr
verandi forsætisráðherra, segir til
skipun Trumps hreina og beina
mannvonsku.
„Þetta er niðurlægjandi fyrir alla
aðila og ekki síst hann sjálfan. Á
meðan munum við taka á móti sýr
lensku flóttafólki sem hreint and
svar við stefnu Bandaríkjaforseta,“
segir Sigurður Ingi.
sveinn@frettabladid.is
Hvað eru tilskipanir?
Það er að teiknast
upp mun ógeðslegri
mynd, strax á fyrstu dögum
hans í embætti, en maður gat
í raun ímyndað
sér í fyrstu.
Logi Einarsson,
formaður Sam-
fylkingarinnar
3 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U d a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
3
0
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
1
8
-2
D
7
4
1
C
1
8
-2
C
3
8
1
C
1
8
-2
A
F
C
1
C
1
8
-2
9
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K