Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 6
Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! Vetrarþjónusta mokstur, salt & sandur 554 1989 gardlist.is Tunguhálsi 7, 110 Reykjavík gardlist@gardlist.is Það þarf líka að huga að garðinum á veturna og erum við hjá Garðlist ávallt til þjónustu reiðubúin. Við leggjum áherslu á að svara öllum fyrirspurnum og pöntunum samdægurs og höfum samband eftir að fagmenn okkar hafa lokið verki til að tryggja að allt sé eins og það á að vera. Söltun, söndun og snjómokstur á bílastæðum, gangstéttum ofl. Náttúra Allt að 270 vinnudögum sjálfboðaliða Umhverfisstofnunar var varið í fyrra til þess að fjarlægja lúpínu. „Þetta kann að hljóma sem há tala en oft eru um tíu manns í einu sem vinna að því að fjarlægja lúpínu eins og í Skaftafelli (Vatnajökulsþjóð- garði) og því eru vinnudagarnir fljótir að safnast saman,“ segir í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Lúpína er að líkindum umdeild- asta planta í íslenskri plöntuflóru en miklum tíma er varið í það árlega að hefta útbreiðslu hennar eða fjar- lægja úr íslensku landslagi. Umhverfisstofnun hafði á að skipa 104 sjálfboðaliðum í fyrra sem unnu samtals í 1.756 daga. Allt að fimmtán prósent þessa daga fóru í að útrýma lúpínu af svæðum þar sem lúpína er talin ekki eiga heima. „Samkvæmt reglugerð er öll ræktun útlendra tegunda óheimil á friðlýstum svæðum, landslags- gerðum er njóta sérstakrar verndar og alls staðar ofan 500 metra hæðar yfir sjó,“ segir í svari Umhverfis- stofnunar. „Mörg friðlýst svæði njóta einn- ig verndar vegna sérstæðs lands- lags eða gróðurfars og því kann dreifing framandi ágengra planta að hafa áhrif á verndargildi við- komandi svæða. Af þeim sökum hefur Umhverfisstofnun, sem umsjónaraðili friðlýstra svæða, séð um að fjarlægja lúpínu.“ Pétur Halldórsson, upplýsinga- fulltrúi Skógræktar ríkisins, segir þetta skjóta skökku við á tímum loftslagsbreytinga og hægt væri að nýta sjálfboðaliða til að safna birki- fræjum til að breiða út birkiskóga inni í lúpínubreiðum. „Lúpína bætir næringarástand jarðvegs og því er upplagt að rækta íslenskt birki í lúpínubreiðum og nýta þannig þjónustu hennar. Á tímum loftslagsbreytinga er mikil- vægt að efla gróðurþekju landsins. Almennur stuðningur er við það meðal landsmanna að breiða birki- skógana út á ný. Þörf er á vinnandi höndum til að safna fræi af birki, dreifa fræi og gróðursetja birki- plöntur.“ sveinn@frettabladid.is Ársverk sjálfboðaliða í að vinna gegn lúpínum Allt að tvö þúsund stundir sjálfboðaliða Umhverfisstofnunar eru nýttar til að eyða og fjarlægja lúpínu. Upplýsingafulltrúi Skógræktar ríkisins telur heppilegra að nýta sjálfboðaliða í annað en að eyða gróðri á tímum loftslagsbreytinga. Birki og víðir vaxa upp úr lúpínubreiðum eftir því sem jarðvegurinn batnar FréttaBlaðið/GVa Þörf er á vinnandi höndum til að safna fræi af birki, dreifa fræi og gróðursetja birkiplöntur. Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktar ríkisins Snjósveppurinn mikli Lögreglumaður í Tangmarg hringir úr síma í varðturni sem fennt hefur í kaf. Tangmarg er í indverska hluta Kasmírs um fjörutíu kílómetra norður af Srinagar, sem er sumarhöfuðborg héraðsins. Gífurleg ofankoma hefur verið á svæðinu enda hefur snjóað þar nær stanslaust síðustu fimm daga. Snjóruðningsmenn ruddu leið til svæðisins í gær til að koma þangað vistum en engum var hleypt á brott. FréttaBlaðið/EPa FraKKLaND Benoit Hamon verður frambjóðandi Sósíalistaflokksins í frönsku forsetakosningunum sem fram fara í apríl. Þetta varð ljóst í gær. Hamon, sem er fyrrverandi menntamálaráðherra, hafði betur í síðari umferð forvals flokksins nokkuð örugglega gegn Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Í upphafi voru sjö í fram- boði. FranÇois Hollande, núverandi forseti, er úr Sósíalistaflokknum en ólíklegt þykir að flokknum muni vegna vel í kosningunum. Nokk- urrar óánægju hefur gætt með störf forsetans að undanförnu. Sem stendur eru Repúblikaninn Francois Fillon, þjóðernissinn- inn Marine Le Pen og Emmanuel Macron, fyrrverandi efnahagsmála- ráðherra landsins, líklegust til að ná kjöri í kosningunum og verða næsti forseti landsins. – jóe Hamon verður á kjörseðlinum Benoit Hamon er ekki talinn líklegur til afreka í kosningunum sjálfum. FréttaBlaðið/EPa 3 0 . j a N ú a r 2 0 1 7 M á N U D a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 3 0 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 1 8 -1 9 B 4 1 C 1 8 -1 8 7 8 1 C 1 8 -1 7 3 C 1 C 1 8 -1 6 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.