Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2017, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 30.01.2017, Qupperneq 6
Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! Vetrarþjónusta mokstur, salt & sandur 554 1989 gardlist.is Tunguhálsi 7, 110 Reykjavík gardlist@gardlist.is Það þarf líka að huga að garðinum á veturna og erum við hjá Garðlist ávallt til þjónustu reiðubúin. Við leggjum áherslu á að svara öllum fyrirspurnum og pöntunum samdægurs og höfum samband eftir að fagmenn okkar hafa lokið verki til að tryggja að allt sé eins og það á að vera. Söltun, söndun og snjómokstur á bílastæðum, gangstéttum ofl. Náttúra Allt að 270 vinnudögum sjálfboðaliða Umhverfisstofnunar var varið í fyrra til þess að fjarlægja lúpínu. „Þetta kann að hljóma sem há tala en oft eru um tíu manns í einu sem vinna að því að fjarlægja lúpínu eins og í Skaftafelli (Vatnajökulsþjóð- garði) og því eru vinnudagarnir fljótir að safnast saman,“ segir í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Lúpína er að líkindum umdeild- asta planta í íslenskri plöntuflóru en miklum tíma er varið í það árlega að hefta útbreiðslu hennar eða fjar- lægja úr íslensku landslagi. Umhverfisstofnun hafði á að skipa 104 sjálfboðaliðum í fyrra sem unnu samtals í 1.756 daga. Allt að fimmtán prósent þessa daga fóru í að útrýma lúpínu af svæðum þar sem lúpína er talin ekki eiga heima. „Samkvæmt reglugerð er öll ræktun útlendra tegunda óheimil á friðlýstum svæðum, landslags- gerðum er njóta sérstakrar verndar og alls staðar ofan 500 metra hæðar yfir sjó,“ segir í svari Umhverfis- stofnunar. „Mörg friðlýst svæði njóta einn- ig verndar vegna sérstæðs lands- lags eða gróðurfars og því kann dreifing framandi ágengra planta að hafa áhrif á verndargildi við- komandi svæða. Af þeim sökum hefur Umhverfisstofnun, sem umsjónaraðili friðlýstra svæða, séð um að fjarlægja lúpínu.“ Pétur Halldórsson, upplýsinga- fulltrúi Skógræktar ríkisins, segir þetta skjóta skökku við á tímum loftslagsbreytinga og hægt væri að nýta sjálfboðaliða til að safna birki- fræjum til að breiða út birkiskóga inni í lúpínubreiðum. „Lúpína bætir næringarástand jarðvegs og því er upplagt að rækta íslenskt birki í lúpínubreiðum og nýta þannig þjónustu hennar. Á tímum loftslagsbreytinga er mikil- vægt að efla gróðurþekju landsins. Almennur stuðningur er við það meðal landsmanna að breiða birki- skógana út á ný. Þörf er á vinnandi höndum til að safna fræi af birki, dreifa fræi og gróðursetja birki- plöntur.“ sveinn@frettabladid.is Ársverk sjálfboðaliða í að vinna gegn lúpínum Allt að tvö þúsund stundir sjálfboðaliða Umhverfisstofnunar eru nýttar til að eyða og fjarlægja lúpínu. Upplýsingafulltrúi Skógræktar ríkisins telur heppilegra að nýta sjálfboðaliða í annað en að eyða gróðri á tímum loftslagsbreytinga. Birki og víðir vaxa upp úr lúpínubreiðum eftir því sem jarðvegurinn batnar FréttaBlaðið/GVa Þörf er á vinnandi höndum til að safna fræi af birki, dreifa fræi og gróðursetja birkiplöntur. Pétur Halldórsson, upplýsingafulltrúi Skógræktar ríkisins Snjósveppurinn mikli Lögreglumaður í Tangmarg hringir úr síma í varðturni sem fennt hefur í kaf. Tangmarg er í indverska hluta Kasmírs um fjörutíu kílómetra norður af Srinagar, sem er sumarhöfuðborg héraðsins. Gífurleg ofankoma hefur verið á svæðinu enda hefur snjóað þar nær stanslaust síðustu fimm daga. Snjóruðningsmenn ruddu leið til svæðisins í gær til að koma þangað vistum en engum var hleypt á brott. FréttaBlaðið/EPa FraKKLaND Benoit Hamon verður frambjóðandi Sósíalistaflokksins í frönsku forsetakosningunum sem fram fara í apríl. Þetta varð ljóst í gær. Hamon, sem er fyrrverandi menntamálaráðherra, hafði betur í síðari umferð forvals flokksins nokkuð örugglega gegn Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Í upphafi voru sjö í fram- boði. FranÇois Hollande, núverandi forseti, er úr Sósíalistaflokknum en ólíklegt þykir að flokknum muni vegna vel í kosningunum. Nokk- urrar óánægju hefur gætt með störf forsetans að undanförnu. Sem stendur eru Repúblikaninn Francois Fillon, þjóðernissinn- inn Marine Le Pen og Emmanuel Macron, fyrrverandi efnahagsmála- ráðherra landsins, líklegust til að ná kjöri í kosningunum og verða næsti forseti landsins. – jóe Hamon verður á kjörseðlinum Benoit Hamon er ekki talinn líklegur til afreka í kosningunum sjálfum. FréttaBlaðið/EPa 3 0 . j a N ú a r 2 0 1 7 M á N U D a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 3 0 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 1 8 -1 9 B 4 1 C 1 8 -1 8 7 8 1 C 1 8 -1 7 3 C 1 C 1 8 -1 6 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.