Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 43
sjötti titillinn á 22 árum
enginn ræður við frakka
handbolti Frakkar vörðu heims-
meistaratitil sinn eftir sjö marka
sigur, 33-26, á Norðmönnum í
Accorhotels Arena í París í gær.
Þetta var annar heimsmeistara-
titill Frakklands í röð og sá sjötti í
heildina.
Þessi ótrúlega sigurganga franska
liðsins hófst á Íslandi 1995 en síðan
hafa fimm heimsmeistaratitlar
bæst í safnið. Ekkert lið hefur orðið
heimsmeistari jafn oft og Frakkar.
Heimamenn lentu í miklum
vandræðum með spræka Norð-
menn í fyrri hálfleiknum í gær.
Norska liðið keyrði upp hraðann og
keyrði miskunnarlaust í bakið á því
franska. Úr varð gríðarlega hraður
leikur en til marks um það voru 35
mörk skoruð í fyrri hálfleik.
Norðmenn voru með yfirhönd-
ina lengst af fyrri hálfleiks og náðu
mest þriggja marka forskoti. Undir
lok fyrri hálfleiks misstu þeir hins
vegar tökin, Frakkar skoruðu fimm
mörk gegn einu og fóru með eins
marks forystu, 18-17, til búnings-
herbergja.
Í byrjun seinni hálfleiks sýndu
Frakkar svo mátt sinn og megin.
Vincent Gerard varði eins og óður
maður í markinu og norska vörnin
réð lítið við hraðan og beinskeyttan
sóknarleik franska liðsins.
Frakkar skoruðu fimm af fyrstu sex
mörkum seinni hálfleiks og náðu
heljartaki á Norðmönnum sem
þeir slepptu ekki það sem eftir
lifði leiks. Á endanum munaði sjö
mörkum á liðunum, 33-26.
Frakkar unnu alla níu leiki sína á
HM, sem var fyrsta stórmótið undir
stjórn Didiers Dinart. Sannarlega
frábær árangur hjá Dinart sem tók
við af Claude Onesta sem þjálfaði
franska liðið um 15 ára skeið.
Vondu fréttirnar fyrir andstæð-
inga Frakka eru að það bendir ekk-
ert til að þessi sigurganga taki enda
á næstunni. Frakkar framleiða mikið
af frábærum handboltamönnum
og þeir koma nánast á færibandi.
Á þessu móti skinu ungstirnin
Lud ovic Fabregas og Nedim Remili
t.a.m. skært og fleiri efnilegir leik-
menn bíða eftir sínu tækifæri.
handbolti „Fyrri hálfleikur var
geggjaður. Það var hrikalega gaman
að sjá uppleggið hjá Norðmönnum,
þeir keyrðu í bakið á Frökkum og
stjórnuðu hraðanum í leiknum,“
sagði Einar Andri Einarsson, sérfræð-
ingur íþróttadeildar 365 um HM 2017
og þjálfari karlaliðs Aftureldingar, um
úrslitaleik Frakklands og Noregs.
Hann segir að Norðmenn hafi farið
illa að ráði sínu undir lok fyrri hálf-
leiks og þeir hefðu átt að fara með
betri stöðu til búningsherbergja.
„Frakkar voru í basli. Norðmenn
komust mest þremur mörkum yfir
og hefðu með smá heppni getað
náð meiri forystu. En endirinn á fyrri
hálfleik var hræðilegur hjá Noregi,
þeir áttu að vera yfir eða með jafna
stöðu. Markið undir lokin kveikti svo
í höllinni,“ sagði Einar Andri og vísaði
til marksins sem Valentin Porte
skoraði í þann mund sem hálfleiks-
flautið gall. Hann kom Frökkum þá í
18-17.
Markvarslan var engin hjá Frökkum
í fyrri hálfleik en reynsluboltinn
Thierry Omeyer náði sér ekki á strik.
Markvarslan snarbatnaði í upphafi
seinni hálfleiks. Vincent Gerard varði
frábærlega, alls 11 skot (41%), og
lagði grunninn að sigri Frakklands.
„Gerard ver eins og skepna, þeir
gengu á lagið og kunna þetta. Það
ræður enginn við Frakka í þessum
ham. Menn eins og Nicola Karabatic
og Daniel Narcisse kunna þetta,“
sagði Einar Andri sem hreifst af
frammistöðu norska liðsins sem
vann sér ekki sæti á HM í gegnum
umspil, heldur fékk úthlutað sæti frá
Alþjóðahandknattleikssambandinu.
„Þetta er stórkostlegt. Maður sá
það ekki alveg gerast að Norðmenn
færu í úrslit, en ekki Þjóðverjar, Danir
eða Spánverjar. Þeir eiga hrós skilið,
liðsheildin er sterk og skipulagið frá-
bært. Það er magnað að koma þessu
liði í úrslit því það eru ekki margir
heimsklassaleikmenn í því,“ sagði
Einar Andri. Honum fannst mótið í
Frakklandi heilt yfir gott.
„Það er frábært fyrir handboltann
hvað þessi íþrótt er orðin stór í
Frakklandi. Umgjörðin og mætingin
var frábær og þetta var virkilega flott
mót. Það var talsverð endurnýjun hjá
nokkrum liðum sem hafa verið lengi
saman og handboltinn var nokkuð
góður,“ sagði Einar Andri að lokum.
Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield
Aðra helgina í röð hljómaði víkingaklappið á Anfield eftir ósigur heimaliðsins fyrir Íslendingaliði. Jón Daði Böðvarsson fékk mikið hrós fyrir innkomu sína gegn Liver-
pool og var mjög óheppinn að skora ekki. Hjólin hafa losnað undan Liverpool-vagninum í janúar en liðið er án sigurs í deildinni og fallið úr báðum bikarkeppnunum.
Klopp hefur reynt að halda
mönnum ferskum með því að hvíla
lykilmenn. Það hefur ekki gengið
upp og er Liverpool nú tíu stigum
á eftir toppliði Chelsea og dottið út
úr báðum bikarkeppnunum með
aðeins 78 klukkustunda millibili.
Ákveðin krísa virðist hafa mynd-
ast á Anfield þar sem setja má stórt
spurningarmerki við breiddina sem
Liverpool býr yfir.
Liðið virðist ekki þola álagið sem
felst í því að leika á 3-5 daga fresti
viku eftir viku, eitthvað sem öll
topplið verða að geta ráðið við ætli
þau sér stóra hluti.
Til þess að bæta gráu ofan á svart
virðast stjórar Swansea og Wolves
hafa fundið hina fullkomnu leið til
þess að núlla út leikskipulag Liver-
pool undir stjórn Jürgens Klopp.
Liðin hafa einbeitt sér að því að
beina öllu spili Liverpool inn á
miðju vallarins þar sem þau hafa
komið fyrir þéttum pakka og þannig
náð að stífla allan sóknarleik liðsins.
Missir að Mané
Ljóst er að liðið hefur mjög saknað
Senegalans Sadio Mané sem verið
hefur fjarverandi í janúar vegna
Afríkukeppninnar. Mané sá sjálfur
um að skjóta Senegal út úr keppn-
inni um helgina og gæti komið inn í
liðið fyrir stórleikinn gegn Chelsea í
vikunni . Mané er ólíkur samherjum
sínum að því leyti að hann vill halda
sig á kantinum og gæti því breytt
flötum sóknarleik Liverpool.
Hvort endurkoma Mané dugi
Liverpool, sem aðeins hefur sigrað
í einum af síðustu átta leikjum liðs-
ins, til að snúa genginu við verður að
koma í ljós. Erfitt getur reynst fyrir
lið að komast upp úr slíku hjólfari
og ljóst að mikil pressa er á hinum
snjalla Þjóðverja, Jürgen Klopp, að
sýna hvað í honum býr, þannig að
enn eitt tímabilið fari ekki í vaskinn
á Anfield. tryggvipall@365.is
HÚH!
Stuðningsmenn Wolves á Anfield á
laugardaginn.
Liverpool hefur tapað
öllum þremur leikjum sínum
eftir að tilkynnt var um að
Steven Gerrard myndi ganga
til liðs við félagið á ný sem
þjálfari í unglingaakademí-
unni.
Jón Daði Böðvarsson stýrði víkingaklappinu fræga eftir frækinn sigur Wolves á Liverpool í ensku bikarkeppninni um helgina. Jón Daði spilaði síðustu 19 mínútur leiksins, lét vel að sér kveða og var í tvígang nálægt því að skora. norDicphotos/getty
Frakkar fagna eftir að hafa fengið bikarinn afhentan. FréttaBLaðið/epa
einar andri
einarsson, þjálfari
aftureldingar
Fram - Valur 24-21
Markahæstar: Ragnheiður Júlíusdóttir 8,
Steinunn Björnsdóttir 5, Guðrún Hálfdáns-
dóttir 3 - Vigdís Þorsteinsdóttir 4, Íris Ásta
Pétursdóttir 4, Kristín Guðmundsdóttir 4.
stjarnan - selfoss 31-23
Markahæstar: Rakel Dögg Bragadóttir 9,
Helena Rut Örvarsdóttir 5, Solveig Lára
Kjærnested 3 - Hrafnhildur Hanna Þrastar-
dóttir 12, Perla Ruth Albertsdóttir 3.
haukar - ÍBV 28-25
Markahæstar: Ramune Pekarskyte 9, Sigrún
Jóhannsdóttir 5, Karen Helga Díönudóttir
4, Maria Ines Pereira 4 - Greta Kavaliuskaite
8, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 7.
Fylkir - grótta 24-24
Markahæstar: Thea Imani Sturludóttir 8,
Christine Rishaug 6, Ólöf Kristín Þorsteins-
dóttir 4 - Lovísa Thompson 11, Þórey Anna
Ásgeirsdóttir 7, Laufey Ásta Guðmundsd. 3 .
efri
Fram 25
Stjarnan 21
Valur 14
Haukar 14
neðri
ÍBV 10
Grótta 9
Selfoss 8
Fylkir 5
Um helgina
olís-deild kvenna
skallagr. - Keflavík 71-69
stigahæstar: Tavelyn Tillman 25/8 stoðs.,
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 17, Ragnheiður
Benónísdóttir 14 - Ariana Moorer 19/16 frá-
köst/6 stoðs., Thelma Dís Ágústsdóttir 16.
snæfell - haukar 73-49
stigahæstar: Aaryn Ellenberg-Wiley 26/8
fráköst/6 stoðs., Berglind Gunnarsdóttir
16 - Nashika Williams 21/18 fráköst, Rósa
Björk Pétursdóttir 10.
Valur - stjarnan 72-63
stigahæstar: Mia Loyd 32/16 fráköst, Hall-
veig Jónsdóttir 12 - Danielle Rodríguez
25/11 fráköst/10 stoðs., Ragna Margrét
Brynjarsdóttir 13/9 fráköst.
efri
Skallagrím. 28
Snæfell 26
Keflavík 26
Stjarnan 20
neðri
Valur 14
Njarðvík 14
Haukar 10
Grindavík 6
Domino’s-deild kvenna
Nýr KANi í vESTurbæiNN
íslands- og bikarmeistarar Kr hafa
samið við bandaríkjamanninn P.J.
Alawoya um að leika með liðinu
út tímabilið. Alawoya, sem er 203
sentímetrar á hæð, leysir Cedrick
bowen af hólmi en hann þótti
ekki standa undir
væntingum í
vesturbæn-
um. Alawoya
hefur
undanfarin
ár leikið í
Þýska-
landi,
Japan og
nú síðast í
Slóvakíu.
Frakkland - noregur 33-26
Markahæstir: Nikola Karabatic 6, Valentin
Porte 5, Michael Guigou 5, Nedim Remili 4
- Kent Robin Tönnesen 5, Espen Lie Hansen
4, Kristian Björnsen 4, Bjarte Myrhol 4.
slóvenía - Króatía 31-30
Markahæstir: Gasper Marguc 4, Darko Cin-
gesar 4, Marko Bezjak 4, Matej Gaber 3, Jan
Grebenc 3 - Luka Cindric 7, Manuel Strlek 6,
Domagoj Duvnjak 4, Zlatko Horvat 4.
hM í handbolta
LAzArov MArKAKóNgur
Makedóníumaðurinn Kiril Laz-
arov skoraði flest mörk allra á HM
í Frakklandi. Hann gerði 50 mörk
í aðeins sex leikjum. Sergio Lopes
frá Angóla var í 2. sæti með 47
mörk og Túnisinn Amine bannour
og Norðmaðurinn Kristian
björnsen komu næstir með 45
mörk hvor. Þótt Frakkar hafi orðið
heimsmeistarar skoruðu þeirra
markahæstu menn ekki nema 37
mörk á HM.
s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð 15m á n u d a g u r 3 0 . j a n ú a r 2 0 1 7
3
0
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
1
8
-0
1
0
4
1
C
1
7
-F
F
C
8
1
C
1
7
-F
E
8
C
1
C
1
7
-F
D
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K