Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 16
Á mánudagskvöldi er gott að
gæða sér á heitri súpu. Og enn
betra þegar henni fylgja ljúffeng-
ar heimabakaðar brauðstangir.
Þessi veglega og hressilega súpa
er innblásin af mexíkóskri mat-
arhefð en hana er einfalt að gera
þó að hún taki tímann sinn því
best er hún hægelduð. Gott er að
dýfa brauðstöngunum í súpuna
en einnig má nota þær sem for-
rétt og hafa þá hummus, guaca-
mole eða aðrar góðar ídýfur með.
Hægelduð kjúklingasúpa
500 g skinnlaus
kjúklingalæri með beini
1 lítill laukur, saxaður
½ rauð paprika, söxuð
1 hvítlauksgeiri, saxaður
60 ml kjúklingasoð
1 dós (um 430 ml)
niðurskornir tómatar,
safanum hellt af
1 dós (um 250 ml) tómatsósa
100 g grænn chili-pipar
1 tsk. chili-duft
1 tsk. oreganó
¾ tsk. malað kúmen
Salt
Pipar
2 grasker, skorin í tvennt og
í sneiðar
1 tsk. ferskur límónusafi
2 ½ tsk. saxaður kóríander,
meira til skrauts
Setjið kjúkling, lauk, papriku, hvít
lauk, kjúklingasoð, niðurskorna
tómata, tómatsósu, chiliduft, oreg
anó og kúmen í stóran pott og
kryddið með salti og pipar.
Hægeldið í lokuðum pottinum á
mjög lágum hita í nokkra klukku
tíma.
Þegar kjúklingurinn er orðinn
nokkuð meyr og eldaður í gegn
bætið þá graskerinu við og haldið
áfram að láta allt malla í lokuðum
potti í um þrjátíu mínútur í viðbót.
Takið þá kjúklinginn af beinunum
og rífið kjötið, setjið það svo aftur í
pottinn. Hrærið límónusafanum og
kóríander saman við.
Berið fram með jalapeño, sýrðum
rjóma og tortillaflögum.
Brauðstangir
450 g hveiti
7 g poki instant
þurrger
1 ½ tsk. salt
250-275 ml. heitt
vatn
2 tsk. extra
virgin ólífuolía
2 tsk. salt
2 tsk. svartur pipar
Stráið hveiti á tvær ofnskúffur.
Blandið saman hveiti, geri og salti
í stóra skál og hellið nógu miklu
vatni saman við til þess að hægt sé
að búa til mjúkt og óklístrað deig.
Hnoðið vel í höndunum í tíu mín
útur eða í fimm mínútur í hræri
vél. Skiptið deiginu í tólf jafnstóra
hluta. Rúllið hlutunum í bolta og
svo út í jafnar lengjur. Einnig er
hægt að gera fléttur úr deiginu en
þá er hver lengja skorin í tvennt
eftir miðjunni og minni lengjurnar
tvær snúnar saman.
Leggið brauðlengjurnar með jöfnu
millibili í ofnskúffurnar og setj
ið plastfilmu þétt yfir skúffurnar.
Geymið þær á hlýjum stað í hálf
tíma eða þangað til brauðstangirn
ar hafa nánast tvöfaldast að stærð.
Hitið ofninn í 200°C.
Fjarlægið plastfilmuna og
penslið hverja brauðstöng
með ólífuolíunni. Stráið
salti yfir helming brauð
stanganna og pipar yfir
hinn helminginn. Bakið
í efri hluta ofnsins í um
tuttugu mínútur eða þar
til stangirnar eru gullin
brúnar og þéttar viðkomu.
Takið brauðstangirnar úr ofnin
um og leyfið þeim að kólna. Berið
svo fram og njótið.
Fólk er kynningarBlað
sem býður auglýsendum að
kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana. Í blaðinu er
einnig hefðbundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is,
s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351
Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439
| Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433
MatarMikill
MánudagsMatur
Mexíkósk kjúklingasúpa er löngu orðinn klassískur matur hér á landi.
Þessi er hins vegar hægelduð og sérstaklega ljúffeng.
Hægeldað
nautabrjóst
Texas BBQ Style
1.690 kr. fyrir tvo
til og með 28. feb.
Klipptu flipann út
og taktu með þér.
2
FYRIR
1
Grandagarði 11
texasborgarar.is
Hægeldað nautabrjóst
Texas BBQ Style
Borið fram í hamborgara
brauði með, ristuðum lauk,
sætkartöflustráum og
amerísku hrásalati
„coleslaw“,
ásamt krullufrönskum
Aðeins 1.690 kr.
HÆGELDAÐ NAUTABRJÓST
hollur kostur á 5 mín.
Gríms fiskibollur
Allt of margir kvarta undan tímaleysi
og streitu, því að hafa aldrei tíma
til að vera með ástvinum eða sinna
sjálfum sér. Hér eru nokkur ráð til að
minnka álagið og njóta lífsins betur.
Hugsaðu um hvort það er eitt
hvað sem tekur allt of mikinn tíma
og peninga. Er bíllinn kannski alltaf á
verkstæði? Ertu í áskrift að líkams
ræktar stöð en ferð aldrei og ert alltaf
að drepast úr samviskubiti? Losaðu
þig við alla slíka streituvalda.
Taktu eftir því sem fyllir þig kvíða.?
Geturðu komið þér úr aðstæðum
sem valda þessari líðan? Er kannski
málið að klára þau verkefni strax sem
láta þér líða svona?
Hættu með eitruðu fólki. Rann
sóknir sýna að tíu prósent af þeim
sem við umgöngumst eru ábyrg
ir fyrir níutíu prósentum af ósætti,
ójafnvægi og vanlíðan í lífi okkar.
Finndu út hvaða fólk þetta er í þínu
lífi og hættu að svara þegar það
hringir!
Einfaldaðu starfið þitt. Hver eru
mikilvægustu verkefnin og hvernig
ætlarðu að sinna þeim? Þegar þú ert
komin með þetta á hreint verður allt
einfaldara og álagið mun minna en ef
þú þarft að finna upp hjólið á hverj
um degi.
Veldu að fjárfesta í fötum sem eru
vönduð og passa vel saman. Þá get
urðu dregið úr morgunstreitunni yfir
því í hverju þú átt að vera.
Minnkaðu áreitið í símanum
þínum. Þú þarft ekki nauðsynlega
að vita þegar allir vinir þínir setja inn
mynd á Instagram eða segja eitthvað
á Facebook.
Kláraðu verkefni. Og bækur. Og
sjónvarpsþáttaraðir. Það tekur allt of
mikla orku að vera með marga bolta á
lofti í einu.
Æfðu þig í að segja: „Þetta snertir
mig ekki.“ Þú þarft ekki að hafa skoð
un á öllu .
Minnkaðu draslið í kringum þig.
Gefðu það sem er nothæft og hentu
hinu. Þú ert ekki ruslafata og heimilið
þitt ekki risastór geymsla fyrir drasl.
Fjárfestu í reynslu frekar en hlutum
og ekki farast úr áhyggjum yfir því að
þú þurfir að eiga myndir af öllu sem þú
gerir svo þú munir örugglega eftir því.
Leyfðu þér bara að slaka á og njóta.
Einfaldara Er
alltaf bEtra
Þú þarft ekki að vita hvað alli frændi
ætlar að hafa í matinn eða að einhver
sem var einu sinni með þér á dansnám-
skeiði var að setja inn mynd á insta gram.
fækkaðu tilkynningunum í símann!
3 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ H e i M i l i
3
0
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
1
7
-F
C
1
4
1
C
1
7
-F
A
D
8
1
C
1
7
-F
9
9
C
1
C
1
7
-F
8
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K