Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 14
Víkingaklappið boðar bara vandræði á Anfield Aðra helgina í röð hljómaði víkingaklappið á Anfield eftir ósigur heimaliðsins fyrir Íslendingaliði. Jón Daði Böðvarsson fékk mikið hrós fyrir innkomu sína gegn Liver- pool og var mjög óheppinn að skora ekki. Hjólin hafa losnað undan Liverpool-vagninum í janúar en liðið er án sigurs í deildinni og fallið úr báðum bikarkeppnunum. fótbolti Fastlega má reikna með að stuðningsmenn Liverpool vilji aldr- ei heyra víkingaklappið fræga aftur eftir tvo ósigra í röð fyrir Íslend- ingaliðum. Stuðningsmenn Wolves fetuðu í fótspor stuðningsmanna Swansea og fögnuðu vel og innilega í leikslok undir styrkri stjórn Jóns Daða Böðvarssonar eftir frækinn sigur liðsins á Liverpool í fjórðu umferð FA-bikarsins um helgina. Líkt og gegn Swansea bjuggust fáir við ósigri Liverpool um helgina en heimaliðið átti fá svör við öguðu og gríðarlega vel skipulögðu liði gest- anna. Paul Lambert, stjóri Wolves, stýrði liði sínu af mikilli festu og átti keppinautur hans, Jürgen Klopp, fá svör við varnarleik Wolves. Það tók Liverpool um klukkustund að hitta rammann og fyrir utan uppbótar- mark Divock Origi undir lok leiks- ins átti Liverpool engin teljandi færi. Öflug innkoma Jóns Daða Það voru liðnar 70 mínútur þegar Jón Daði fékk að spreyta sig. Hann fór beint í fremstu víglínu og fékk það hlutverk að létta á þrýstingn- um sem lá á vörn Wolves undir lok leiksins. Óhætt er að segja að Jón Daði hafi unnið fyrir kaupi sínu en varnar menn Liverpool fengu enga hvíld með Selfyssinginn á hælum sér. Litlu munaði að Jón Daði fetaði í fótspor Gylfa Sigurðssonar og klár- aði leikinn fyrir gestina á Anfield en hann fékk tvö góð færi til að skora þriðja mark Wolves. Það síðara bjó hann til upp úr þurru með ekkert nema áræðið að vopni. Djöflaðist hann inn í teiginn án aðstoðar frá liðsfélögum sínum og aðeins löppin á Lucas Leiva kom í veg fyrir að Jón Daði ætti minningu sem hefði enst honum út ævina. Vinsæll þrátt fyrir markaþurrð Það er augljóst að Jón Daði, eða Bod líkt og stuðningsmenn Wolves kalla hann, er mjög vinsæll meðal þeirra. Um sex þúsund stuðningsmenn gestanna yfirgnæfðu Anfield með söngvum um Jón Daða er hann kom inn á og í hvert skipti sem hann létti á þungri pressu heimamanna með því að halda boltanum í fremstu víg- línu fékk hið fræga „húh“ að hljóma. Mörkin hafa þó látið á sér standa í vetur eftir frábæra byrjun hjá Jóni Daða sem skoraði tvö mörk í ágúst. Síðan hefur Jón Daði tekið þátt í 25 leikjum án þess að skora mark. Framherjar sem ekki skora mörk eiga sjaldnast upp á pallborðið hjá stuðningsmönnum en það and- stæða virðist eiga við um Jón Daða og stuðningsmenn Wolves. Ástæðan er einföld líkt og stuðn- ingsmenn íslenska landsliðsins þekkja enda gefur Jón Daði allt sitt inn á vellinum. Það er eitthvað sem stuðningsmenn elska, sérstaklega þeir ensku, og það er hægt að fyrir- gefa framherjum ýmislegt ef þeir vinna fyrir liðið sitt á öðrum víg- stöðvum, líkt og Jón Daði gerir svo vel. „Sýndi nákvæmlega hvernig á að leiða framlínuna og átti skilið að skora. Ef hann væri markamaskína spilaði hann hvern einasta leik en í augnablikinu er hann samt besti Rómantíkin lifir Utandeildarliðin Lincoln City og Sutton er á allra vörum eftir að slegið Championship-liðin Brighton og Leeds út úr ensku bikarkeppninni um helgina. Lincoln leiðir efstu deild utandeildarinnar en Sutton er í 16. sæti sömu deildar. Á milli Lincoln og Brighton eru 72 sæti en 83 sæti skilja að Sutton og Leeds. Saga Lincoln er afar fátækleg og féll félagið nýverið í utandeildina eftir langa veru í kjallara ensku deildakeppninnar. Félagið á það vafasama met að vera það lið sem lengst hefur verið í ensku deildakeppn- inni án þess að komast upp í efstu deild. Þjálfari liðsins er hinn 38 ára gamli Danny Cowley en þangað til í sumar starfaði hann sem íþróttakennari samhliða stjórastarfinu. Hann trúði vart sínum eigin augum eftir leikinn. „Ég sagði fyrir leikinn gegn Ipswich að það væri eins og að klífa fjall,“ sagði Cowley fyrir leikinn. „Að sigra Brighton jafngildir því að fljúga til tungls- ins.“ Cowley er kannski ekki á leiðinni til tunglsins en hann getur látið sig dreyma um að mæta stóru strákunum í úr- valsdeildinni í næstu umferð, líkt og kollegi hans hjá Sutton. Rómantík bikarsins lifir. kosturinn í framlínunni,“ skrifaði einn stuðningsmanna Wolves um Jón Daða á spjallborði þeirra eftir sigurinn á Anfield. Ráða ekki við leikjaálagið Tapið fyrir Wolves kórónaði afleitan janúar hjá Liverpool sem hefur aðeins unnið einn leik af átta, gegn Plymouth í þriðju umferð FA-bik- arsins. Ólíkt undanförnum mán- uðum hefur Liverpool mátt þola það að spila leiki á 3-5 daga fresti allan janúar. Enska bikarkeppnin Úrslit 32-liða úrslita 2016-17 Liverpool - Wolves 1-2 0-1 Richard Stearman (1.), 0-2 Andreas Weimann (41.), 1-2 Divock Origi (86.). Tottenham - Wycombe 4-3 0-1 Paul Hayes (23.), 0-2 Hayes, víti (36.), 1-2 Son Heung-Min (60.), 2-2 Vincent Janssen, víti (64.), 2-3 Garry Thompson (83.), 3-3 Dele Alli (89.), 4-3 Son (90+7.). Oxford - Newcastle 3-0 1-0 Kane Hemmings (46.), 2-0 Curtis Nelson (79.), 3-0 Toni Martínez (87.). Lincoln - Brighton 3-1 0-1 Richard Towell (24.), 1-1 Alan Power, víti (57.), 2-1 Fikayo Tomori, sjm. (62.), 3-1 Theo Robinson (85.). Chelsea - Brentford 4-0 1-0 Willian (14.), 2-0 Pedro Rodríguez (21.), 3-0 Branislav Ivanovic (69.), 4-0 Michy Batsh uayi, víti (81.). Rochdale - Huddersfield 0-4 0-1 Collin Quaner (42.), 0-2 Isiah Brown, víti (66.), 0-3 Michael Hefele (72.), 4-0 Hefele (84.). Burnley - Bristol 2-0 1-0 Sam Vokes (45.), 2-0 Steven Defour (68.). Blackburn - Blackpool 2-0 1-0 Sam Gallagher (9.), 2-0 Elliott Bennett (22.). Boro - Accrington St. 1-0 1-0 Stewart Downing (69.). C. Palace - Man. City 0-3 0-1 Raheem Sterling (43.), 0-2 Leroy Sané (71.), 0-3 Yaya Touré (90+3.). S’ton - Arsenal 0-5 0-1 Danny Welbeck (15.), 0-2 Welbeck (22.), 0-3 Theo Walcott (35.), 0-4 Walcott (69.), 0-5 Walcott (84.). Millwall - Watford 1-0 1-0 Steve Morison (85.). Fulham - Hull 4-1 1-0 Sone Aluko (17.), 1-1 Evandro (49.), 2-1 Chris Martin (54.), 3-1 Ryan Sessegnon (66.), 4-1 Stefan Johansen (78.). Sutton - Leeds 1-0 1-0 Jamie Collins, víti (53.). Man. Utd - Wigan 4-0 1-0 Maraoune Fellaini (44.), 2-0 Chris Small- ing (57.), 3-0 Henrikh Mkhitaryan (74.), 4-0 Bastian Schweinsteiger (81.). Okkar menn Íslendingar í bikarkeppninni í Englandi um helgina Wolverhampton Wanderers Jón Daði Böðvarsson Lék síðustu 19 mínúturnar í frábærum sigri Wolves á Liverpool. Átti kröftuga innkomu. Fulham Ragnar Sigurðsson Var ekki í leikmannahópi Fulham sem rúllaði yfir úrvalsdeildarlið Hull City. Bristol City Hörður B. Magnússon Kom ekkert við sögu þegar Bristol City laut í lægra haldi fyrir úrvalsdeildarliði Burnley. Jón Daði Böðvarsson stýrði víkingaklappinu fræga eftir frækinn sigur Wolves á Liverpool í ensku bikarkeppninni um helgina. Jón Daði spilaði síðustu 19 mínútur leiksins, lét vel að sér kveða og var í tvígang nálægt því að skora. NORDiCPHOTOS/gETTy Burnley Jóhann Berg guðm. Var í byrjunarliðinu þegar Burnley vann Bristol City. Lagði upp seinna mark Burnley fyrir Steven Defour. DrEGið Í BiKArnUM Í KvöLD Dregið verður í 5. umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld. Aðeins þarf að endurtaka einn leik úr 4. umferðinni, á milli Derby County og Leicester City. Sjö úrvalsdeildar- lið eru í pottinum auk þess sem Leicester getur bæst í þann hóp. Þá eru tvö utandeildarlið í pottinum, Lincoln City og Sutton United. Leikirnir í 5. umferðinni fara fram 17.-20. febrúar næstkomandi. 3 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r14 s p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð 3 0 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 1 8 -0 1 0 4 1 C 1 7 -F F C 8 1 C 1 7 -F E 8 C 1 C 1 7 -F D 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.