Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 46
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Elskuleg eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, Vigdís Helgadóttir lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 19. janúar. Útför fer fram miðvikudaginn 1. febrúar kl. 13 í Fossvogskirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á björgunarsveitir. Guðbrandur Haraldsson Soffía Pétursdóttir Haraldur Guðbrandsson Tina Henriksen Helgi Guðbrandsson Sigrún Ósk Guðbrandsdóttir Baldur Kristjánsson barnabörn Vigdísar og barnabarnabarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hólmfríður Svanholt Björgvinsdóttir frá Krossavík, andaðist miðvikudaginn 18. janúar 2017. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju. Rúnar S. Gíslason Halla Sigurgeirsdóttir Þóra E. Gísladóttir Gunnar Björnsson Gísli Gíslason Vigdís Hreinsdóttir Björgvin Ó. Gíslason ömmubörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir Gautlandi 17, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 27. janúar. Útförin verður frá Fossvogskirkju kl. 15.00 miðvikudaginn 1. febrúar. Vilhjálmur Georgsson Ágústa S. Jóhannesdóttir Kristján Georgsson J. Guðrún Gunnarsdóttir Birgir Georgsson María Hreinsdóttir barnabörn og langömmubörn. Kvenréttindafélag Íslands var stofnað hinn 27. janúar 1907 á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og varð því 110 ára á föstudaginn. Gert er ráð fyrir að haldið verið upp á afmælið síðar á árinu. Markmið félagsins við stofnun var að starfa að því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn, kosningarétt, kjörgengi og embættis- gengi og rétt til atvinnu með sömu skil- yrðum og karlmenn. Það verður ekki annað sagt en að mikilvæg skref hafi verið stigin í rétta átt en félagið vinnur þó enn að brýnum hagsmunamálum. Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélagsins, segir að helstu baráttumál þess í dag séu annars vegar að vinna gegn hrelliklámi, „þeirri risa- stóru og hættulegu vá sem steðjar að konum núna,“ segir segi Fríða Rós sem kveður hugtakið hrelliklám vera vítt. „En við erum að tala um þetta kyn- bundna stafræna ofbeldi,“ segir Fríða Rós máli sínu til stuðnings. Í mars mun Kvenréttindafélagið birta niðurstöður rannsóknar á hrelliklámi sem gerð var í norrænu samstarfi. Hitt stóra málið sem Kvenréttinda- félagið vinnur að er að gera kynjafræðslu að skyldu í grunn- og menntaskóla. „Við höfum verið að vinna þetta í sam- starfi við þá kennara sem sinna þessari fræðslu og það er á döfinni að halda áfram að þrýsta á stjórnvöld að gera þessu hærra undir höfði,“ segir Fríða Rós. Slík fræðsla sé mikilvægur grunnur að því að minnka ofbeldi gegn konum. „Að kenna mikilvægi samþykkis í kyn- lífi, kenna meira um mörk og um sjálfs- virðingu. Það er svo margt sem er kennt í kynjafræði.“ Fríða Rós segir að Kvenréttindafélagið búi að ýmsu til að styrkja námið. „Það er til námsefni. Við framleiddum námsefni með öllum Norðurlöndunum sem er til á heimasíðunni okkar. Og svo hýsum við líka námsefni fyrir grunnskóla. Og það er ókeypis aðgangur að því fyrir kennara og aðra áhugasama,“ segir hún. Fríða Rós segir að það þurfi að taka fyrrgreind verkefni föstum tökum á næstunni. jonhakon@frettabladid.is Mikilvægt að berjast gegn hrelliklámi af meiri krafti Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli um þessar mundir. Formaðurinn segir mikla áherslu lagða á að stöðva hrelliklám og stuðla að kennslu í kynjafræði í skólum. Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, segir að kenna þurfi mikilvægi samþykkis í kynlífi. FRéttablaðið/ERniR 1930 Gene Hackman leikari fæðist. 1933 adolf Hitler er settur í embætti kanslara Þýskalands. 1937 Boris Spasskí skákmaður fæðist. 1941 Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, fæðist. 1951 Phil Collins tónlistarmaður fæðist. 1969 Bítlarnir spila opinberlega í síðasta sinn. 1971 Frost mælist 19,7 gráður í Reykjavík og hafði ekki verið meira síðan 1918. 1974 Christian Bale leikari fæðist. 1988 Listasafn Íslands er opnað. Merkisatburðir Sven Olof Joachim Palme, fyrrverandi for- sætisráðherra Svíþjóðar, fæddist þennan dag árið 1927. Hann var formaður sænskra Sósíaldemókrata frá árinu 1969 þar til hann lést árið 1986. Palme gegndi tvisvar sinnum embætti forsætisráð- herra. Í fyrra skiptið á árunum 1969 til 1976 og síðan 1982 til ársins 1986. Palme hóf afskipti af stjórnmálum á þrítugsaldri. Þegar hann var 26 ára var hann ráðinn aðstoðarmaður Tage Er- lander forsætisráðherra. Tveimur árum síðar var hann kominn í stjórn ungliða- hreyfingar sænska Sósíaldemókrata- flokksins. Hann var síðan kosinn á sænska þingið þrítugur að aldri. Palme var myrtur að kvöldi föstudaginn 28. febrúar 1986. Hann var á gangi heim úr kvikmyndahúsi með eiginkonu sinni Lisbet Palme á Sveavagen í Stokkhólmi. Hann var hæfður einu skoti. Eiginkona hans, Lisbet, var skotin öðru skoti og særðist hún lítillega. Nú, þrjátíu árum síðar, er málið ennþá óleyst. Hefur morðið orðið tilefni fjöl- margra samsæriskenninga sem enn í dag lifa góðu lífi. 3 0 . jA N úA R 1 9 2 7 Olof Palme fæddist Olof Palme árið 1973. nORdicPHOtOs/GEtty Hrelliklám er risastór og hættuleg vá sem steðjar að konum núna. Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélagsins Olof Palme var skotinn til bana í Stokkhólmi í febrúar 1986. Morðið er mest rannsakaða sakamál Sví- þjóðar en er enn óupplýst. 3 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r18 t í M a M ó t ∙ F r É t t a B L a ð i ð tíMaMót 3 0 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 1 8 -1 9 B 4 1 C 1 8 -1 8 7 8 1 C 1 8 -1 7 3 C 1 C 1 8 -1 6 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.