Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 20
1 Stjaki eftir hjón-in Hafstein
Júlíusson
og Karitas
Sveinsdóttur.
„Ég þennan
stjaka heima
og hann er í
algjöru uppá-
haldi. Mér dett-
ur ekki í hug að
taka hann niður þótt
jólin séu að baki. Hann verður
uppi hjá mér allan ársins hring.“
Stjakinn er úr stáli, pólýhúðaður
og hægt að nota hann bæði undir
sprittkerti og venjuleg.“
2 Kría skart. „Ég held mikið upp á Jóhönnu Metúsalems-
dóttur og skartgripamerkið henn-
ar, Kríu. Ég fékk einmitt fallegt
men eftir hana í jólagjöf.“
3 Staflanlegt kaffistell eftir Ingegerd Råman. „Mér finnst
hún stórkostlegur hönnuður. Inge-
gerd hefur verið að frá 1968 og er
stórt nafn í hönnunarheiminum
í Svíþjóð. Ég á ekkert eftir hana
enn þá en mig langar mikið í kaffi-
stell eftir hana , svart og hvítt með
loki. Ég væri líka til í handrennda
hluti eftir hana.“
4 Loftljós eftir Sergei Mouille. „Hann gerir afar falleg ljós
og ég er sérstaklega hrifin af
þriggja arma loftljósi sem er eins
og kónguló. Það væri ég til í að
eiga.“
5 Halo eftir Kjartan Óskarsson. „Ef ekki ljós eftir Sergei þá
væri ég líka mjög til í að eignast
ljós eftir Kjartan.“
Dreymir um stell Ingegerd Råman
Guðbjörg Káradóttir, keramiker og hönnuður Postulínu, er mikil smekkmanneskja. Nokkrir hlutir eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni og
einhverja á hún heima en aðrir eru enn á óskalistanum. Stjaki frá HAF stúdío sem hún eignaðist um jólin mun ekki fara ofan í skúffu í bráð.
Egill Arnar Birgisson, framkvæmdastjóri Birgisson ehf., segir flesta vilja hafa gólf í hlutlausum litum svo einfalt sé að breyta
um stíl á heimilinu.
Hér má sjá sýnishorn af harðparketgólfefnum í gráum tónum sem eru vinsæl
þessa dagana.
Birgisson er fjölskyldufyrirtæki
sem byggir á rúmlega þrjátíu ára
gömlum grunni og er nú í flokki
framúrskarandi fyrirtækja að mati
CreditInfo. Það eru feðgar sem
reka fyrirtækið og þeir byggja sín
viðskiptasambönd á mjög sterkum
grunni og hafa verslað við sömu
birgjana nánast frá stofnun fyrir-
tækisins.
Egill Arnar Birgisson fram-
kvæmdastjóri er nýkominn heim
af gólfefnasýningu erlendis. „Fók-
usinn þar er á gráan og hlýjan grá-
brúnan lit og svo er hvíttuð eik líka
vinsæl. Harðparket eða „laminate“
eins og það heitir á ensku er mest
tekið í dag enda stærðirnar fjöl-
breyttar og mikið úrval af litum.
Harðparket er í grunninn endur-
unninn viður með tilbúinni filmu.
Þetta er þó ótrúlega líkt alvöru
viðargólfi og sterkara en venjulegt
parket. Gamla góða parketið fer
samt aldrei úr tísku.“
Hver er kosturinn við gráu lit-
ina? „Kosturinn er náttúrlega sá að
þú býrð til ramma inni á heimilinu
þínu og þú vilt að hann endist og
standist tímans tönn þótt þú skipt-
ir um húsgögn eða málir veggi.
Ramminn þarf að vera einfaldur
svo hægt sé að leika sér með liti og
form í húsgögnum og húsmunum.“
Hurðir fást líka í þessum gráu
litbrigðum en að sögn Egils eru
hvítar hurðir vinsælastar hjá
Birgis son. „Það er hægt að fá
hurðirnar í ýmsum útgáfum og
sem dæmi má nefna gereftislaus-
ar hurðir þar sem gereftin eru
spörsluð inn í vegginn og hurðirn-
ar eru þá í sama lit og veggirnir og
falla inn í þá. Yfirfelldu hurðirnar
eru þó mest teknar hjá okkur.“
Hann segir flísar fara stækk-
andi. „60x60 cm eru algengastar
en svo eru til stærri flísar allt upp
í 120x240 cm. Svo er verið að brjóta
upp veggina með mynstruðum flís-
um eða í sterkari litum, það er allur
gangur á því.“
Egill segir konur yfir 25 ára
aldri vera markhóp fyrirtækis-
ins. „Það eru yfirleitt konur sem
taka ákvarðanir um þessa hluti.
Þær eru þó ekki að velja það sama,
yngri kynslóðin er kannski djarf-
ari og þær eldri íhaldssamari,
meira að taka klassíkina, venju-
lega ólitaða eik, sem er auðvitað
ekkert verra.“
Hann segir að enginn einn stíll
sé ráðandi í dag. „Stundum hefur
verið hjarðhegðun í Íslendingum og
allir að kaupa það sama en núna er
fólk að velja meira eftir eigin stíl.
Við erum svo heppnir að vera með
vel þjálfað starfsfólk sem getur að-
stoðað kúnnann og gefið ráðlegg-
ingar. Það höfum við kannski fram
yfir stærri verslanir sem við erum
í samkeppni við. Við erum með
meira úrval á sama verði og gott
og vel þjálfað starfsfólk sem getur
veitt persónulega ráðgjöf.“
Útsala stendur nú yfir í Birgisson en
henni lýkur á miðvikudaginn.
Ramminn þarf að vera einfaldur
Egill Arnar Birgisson, framkvæmdastjóri hjá Birgisson, er nýkominn af gólfefnasýningu þar sem gráir tónar voru allsráðandi. Hann
segir að Íslendingar velji sér oftast gólfefni eftir eigin smekk og stíl þrátt fyrir að tískustrauma gæti vissulega þar eins og annars staðar.
1
4
5
3
2
Allt fyRIR HEImIlIð Kynningarblað
30. janúar 20174
3
0
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
1
8
-2
3
9
4
1
C
1
8
-2
2
5
8
1
C
1
8
-2
1
1
C
1
C
1
8
-1
F
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
2
9
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K