Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.01.2017, Blaðsíða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Frá 1990 hefur kúabúum fækkað um eitt þúsund, bara á síðasta ári hættu 40 kúabændur störfum hér á landi og er það í takt við þróun greinarinnar síðustu áratugi. Virk kúabú eru nú 596, en þessi þróun eða öðru nafni hagræðing er vegna tæknibyltingar og ytri krafna um stöðugt hagstæð­ ara verð á mjólkurvörum. En er staðan betri en hún var? Hefur tilganginum verið náð? Hvert viljum við stefna? Gríðarlegar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi í mjólkurframleiðslu á umliðnum árum. Bændur hafa með markvissum hætti hagrætt með samstarfi og samvinnu. Framleiðslustöðvum fyrir mjólk hefur verið fækkað úr 19 í 5 og þær verið sérhæfðar, allt til að ná niður kostnaði. Það er óumdeilt að neytendur hafa notið meginpartsins af þessum aðgerðum eða 2/3 af hagræðingunni, meðan bændur hafa fengið 1/3. Meðalmjólkurkýrin framleiðir 60% meira en fyrir þrjátíu árum. Meðalkúabú á Íslandi framleiðir um 250 þúsund lítra af mjólk á ári, það hefði þótt risabú fyrir 30 árum. Starfsfólki við mjólkurvinnslu hefur fækkað um rúm 30% á sama tíma, en hefur aldrei áður unnið úr meiri mjólk en gert var á síðasta ári. Þá hefur orðið ótrúleg framleiðniaukning bæði á meðal mjólkurframleiðenda og í afurðavinnslum þeirra. Bændur eru tilbúnir í samtal um sitt starfs­ umhverfi hvar og hvenær sem er, þeir vilja vinna í sátt við samfélagið og umhverfið. Mjólkurfram­ leiðslu á Íslandi er sniðinn ákveðinn rammi sem er að mörgu leyti sérstakur en með honum var lagt í ákveðna vegferð sem hefur í meginatriðum gengið eftir eins og til var ætlast, hagræðingu var náð og neytendur njóta hennar. En viljum við fara í róttækar breytingar án þess að vita hver endanleg niðurstaða verður? Land­ búnaður á Íslandi er hluti af okkar þjóðarvitund og samofinn okkar menningu – hann er hluti af stærri heild. Hvernig samfélagi viljum við stefna að? Hvað viljum við sjá í sveitum landsins og hvernig viljum við byggja landið? Að kollvarpa núverandi fyrir­ komulagi gæti kostað okkur meira en virðist við fyrstu sýn. Hvert viljum við stefna? Birna Þorsteinsdóttir bóndi og stjórnarkona í Auðhumlu svf. Hvernig samfélagi viljum við stefna að? Hvað viljum við sjá í sveitum landsins og hvernig viljum við byggja landið? En að starfa í sátt við slíkan feluleik og sérhagsmuna- gæslu er auðvitað í hrópandi ósamræmi við slíkar yfirlýsingar og lofar ekki góðu. Það hlýtur að vera erfitt að taka við nýju starfi án þess að njóta til þess trausts eða ánægju viðkomandi vinnuveitenda nema að litlu leyti. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar virðist einmitt hefja starfsferilinn við slíkar aðstæður, en tvær kannanir sem birtust í liðinni viku sýna að bæði ánægja kjósenda með nýja ríkisstjórn og stuðningur þeirra við hana er í sögulegu lágmarki. En hvað veldur? Líkast til er svarið einfaldlega í fyrsta lagi að forsendur ráðningarinnar virðast ekki vera í samræmi við það sem kjósendur voru að kalla eftir. Þar er nærtækast að horfa til kjósenda Bjartrar framtíðar sem virðast hafa talsvert aðra hugmynd um flokkinn, stefnumál hans og starfshætti en raun hefur enn orðið á. Og í öðru lagi að ríkisstjórnin virðist ekki vera að vinna að þeim verkum sem hún var ráðin til eins og til að mynda kröfu kjósenda um uppbyggingu á heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Einnig eykur enn á vandræðagang nýrrar ríkis­ stjórnar Bjarna Benediktssonar að hún hefur starfsferilinn með drauga í farangrinum. Nú hefur nefnilega komið á daginn að bæði skýrsla um hina margfrægu leiðréttingu var sett á ís vel fram yfir kosn­ ingar rétt eins og skýrsla um aflandseignir Íslendinga og tap þjóðarinnar af þeim. Engar haldbærar skýr­ ingar hafa verið gefnar á þessum töfum og því erfitt annað en að horfa til þess að Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármála­ og efnahagsráðherra, hafi síður viljað fá málin til umfjöllunar í aðdraganda kosninga. Slíkt getur auðvitað ekki talist eðlilegir starfshættir í samfélagi þar sem kjósendur treysta á upplýsingar ákvörðunum sínum til grundvallar. Báðar eru þessar skýrslur því draugar sem sam­ starfsflokkarnir virðast hafa ákveðið að sætta sig við. Slíkt getur ekki verið kjósendum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar til ánægju, enda lögðu báðir þessir flokkar mikið upp úr því í aðdraganda kosninga að brýn þörf væri á breyttum og bættum vinnubrögðum í íslenskum stjórnmálum. Að starfa í sátt við slíkan feluleik og sérhagsmunagæslu er auðvitað í hrópandi ósamræmi við slíkar yfirlýsingar og lofar ekki góðu. Ríkisstjórnin er enn aðeins á sínum fyrstu starfs­ dögum og hún hefur því tækifæri til þess að snúa þessari þróun við og öðlast traust kjósenda. Það er nefnilega mikilvægt í lýðræðisríki að ríkisstjórnir starfi í sátt við kjósendur en ekki í óþökk þeirra og óánægju ef samfélagið á að ganga vel fyrir sig. En það þarf að gerast með því að fyrst og fremst ríkis­ stjórnin og meðlimir meirihlutans bæti vinnubrögð sín fremur en að þau kalli eftir slíku úr ranni stjórnar­ andstöðunnar vegna þess að þeirra er meirihluta­ valdið og þar af leiðandi ábyrgðin. Ábyrgðin á því að endurreisa heilbrigðiskerfið eins og kallað var eftir. Ábyrgðin á því að bæta húsnæðiskerfið. Ábyrgðin á því að bæta samfélagið efnahagslega og félagslega og þannig mætti lengi telja. Og síðast en ekki síst ábyrgðin á því að byggja hér upp opið, upplýst og sanngjarnt samfélag. Ábyrgðarstörf Þingflokkurinn hverfandi Hinn þrjátíu og tveggja þing­ manna meirihluti á þingi hefur sett sitt fólk í formannsstöður allra átta fastanefnda þingsins. Sex formenn eru úr Sjálf­ stæðisflokki en Viðreisn og Björt framtíð hafa einn formann hvor. Má segja að þingflokkur Bjartrar framtíðar þurrkist út. Fjögurra manna þingflokkur skiptist þannig að tveir eru ráðherrar, sá þriðji formaður velferðarnefnd­ ar, með allri þeirri vinnu sem því fylgir. Þá er aðeins einn eftir, sem er formaður hins meinta þingflokks. Sá þingmaður er jafnframt formaður bæjarráðs Kópavogs. Þingflokksfundirnir verða því líkast til hnitmiðaðir. Víglínur í stað lausna Jón Gunnarsson samgönguráð­ herra hefur á stuttum embættis­ tíma gert skoðun sína á veru flugvallar í Vatnsmýri skýra. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um lausnamiðaða nálgun í stjórnar­ sáttmála er engan bilbug að finna á Jóni. Talar hann um víglínu í þeim efnum. Einn forsvars­ maður „hjartans í Vatnsmýri“ er nú kominn á þing og var fljótur að taka málið upp í síðustu viku og hamraði á mikilvægi sjúkra­ flugs. Greinilegt er að hart verður tekist á innan stjórnarmeirihlut­ ans um málið. Á meðan hverfist umræða um íslenskt heilbrigðis­ kerfi um nokkur hundruð metra af malbiki í miðbæ Reykjavíkur. sveinn@frettabladid.is 3 0 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r12 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 3 0 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 1 8 -1 4 C 4 1 C 1 8 -1 3 8 8 1 C 1 8 -1 2 4 C 1 C 1 8 -1 1 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.