Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.2015, Qupperneq 12

Ægir - 01.08.2015, Qupperneq 12
12 „Við höfum unnið eftir þeim áætlunum sem við lögðum upp með, gert þær breytingar sem við ætluðum okkur þegar við tókum við og það hefur allt gengið vel upp,“ segir Rúnar Björgvinsson framkvæmda- stjóri Íslensks sjávarfangs. Fé- lagið keypti fyrr á árinu fast- eignir Útgerðarfélagsins Vísis á Þingeyri, sem og tæki og búnað til fiskvinnslu. Stefnt var að því við gerð kaupsamn- inga að fjölga störfum við fisk- vinnslu á staðnum og vinna og frysta þar að lágmarki 2.000 tonn af fiski á ári. Markmið samninga var einnig að við- halda og efla atvinnulíf á Þing- eyri og fékk Íslenskt sjávar- fang 400 tonna byggðakvóta Byggðastofnunar sem ætlaður var til uppbyggingar atvinnu- lífs þar. Íslenskt sjávarfang er ein af öflugri fiskvinnslum landsins með ríflega 140 manns í vinnu. Gríðarleg verðlækkun á makríl Rúnar segir að í sumar hafi makrílvinnslan verið alls ráð- andi hjá fyrirtækinu á Þingeyri. Verðlækkun á makríl, um 30% miðað við það verð sem fékkst í fyrrasumar hefur sett strik í reikninginn. Hún kom m.a. til vegna viðskiptabanns sem Rússland setti á Ísland og fleiri lönd og felur í sér bann við flutningi matvæla frá þessum löndum til Rússlands. Miklir erf- iðleikar í efnahagslífi Nígeríu með tilheyrandi gjaldeyrisskorti skipta þar einnig máli. „Það munar auðvitað veru- lega um það þegar tveir af stærstu mörkuðum okkar lokast. Við þurfum að finna markað fyrir okkar afurðir, það tekur tíma að finna nýjan mark- að fyrir svo mikið magn sem við Íslendingar erum að framleiða, það er ekki hlaupið að því. Markaðurinn í Rússlandi lokað- ist nokkuð skyndilega þannig að það gafst ekki tóm til að finna annan í hans stað á sam- bærilegum verðum,“ segir Rún- ar. Í bolfiskvinnslu Síðustu mánuði, eða frá því í lok sumars hefur bolfiskur verið unninn á Þingeyri; þorskur, ýsa og ufsi og gengið vel að sögn Rúnars. Félagið hefur tryggan afla, veiði hefur verið góð það sem af er vetri og ekki fallið úr Áætlanir Íslensks sjávarfangs á Þingeyri hafa gengið eftir Starfsfólki hefur fjölgað og atvinna er stöðug „Hér er vinna hvern einasta dag og við höfum fjölgað starfsfólki talsvert frá því sem var, nú starfa hjá okkur 32 á Þingeyri, líkt og við stefndum að þegar við tókum við rekstrinum,“ segir Rúnar. Á myndinni má sjá úr- vinnslu aukaafurða, þ.e. þeirra afurða sem eftir verða þegar hnakkastykkið hefur verið skorið úr flakinu. Eigendur Íslensks sjávarfangs, frá vinstri: Hannes Þór Jónsson, Ólafur Þröstur Ólafsson, Rúnar Björgvinsson og Johanna Maria Marzec. V estfirðir V estfirðir

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.