Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.2015, Qupperneq 15

Ægir - 01.08.2015, Qupperneq 15
15 Matís ohf. er í mörgum skilningi mikilvæg auðlind fyrir Íslendinga. Fyrirtækið er lykilaðili í matvælarannsóknum og matvælaöryggi og hefur að baki sér þekkingu 100 starfsmanna sem eru sérfræðingar og vísindamenn á ólíkum sviðum. Rannsóknir eru íslenskum sjávarútvegi mikilvægar því þæ styðja framþróun, nýsköpun og markaðsstarf greinarinnar. Hjá Matís er stöðugt unnið að fjölda rannsóknarverkefna sem tengjast sjávarútvegi með ýmsum hætti. Þannig leitum við sífellt svara og vitum alltaf meira í dag en í gær. Rannsóknir í þágu sjávarútvegs Gildi Matís  Frumkvæði  Sköpunarkraftur  Metnaður  Heilindi www.matis.is Stefna Matís er að  ... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins  ... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi  ... hafa hæft og ánægt starfsfólk Hlutverk Matís er að  ... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs  ... tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu  ... bæta lýðheilsu og hún komi frá Vestmannaeyj- um,“ segir Halldór. Hann segir að á þessum markaði gildi það eins og á mörgum öðrum mörkuðum með sjávarafurðir að lykilatriðið séu gæði og jöfn og trygg afhending vörunnar árið um kring. Þess vegna skipti öllu máli gott aðgengi fyrirtæk- isins að fersku hráefni. Aðeins lítið brot af fram- leiðslunni fer til neyslu hér á landi. „Við seljum aðeins af síld og „Masago“ til heildsala sem hefur síðan dreift vörunum inn á veitingastaði, t.d. sushiveit- ingastaði.“ Marhólmar hafa að sögn Halldórs í stórum dráttum byggst upp eins og upp var lagt með en hann segir það ekkert launungarmál að horft sé til þess að stækka fyrirtækið hægt og bítandi. „Sígandi lukka er best í þessu eins og mörgu öðru,“ segir Halldór Þórarins- son. Á nýafstaðinni sjávarútvegssýningu í Quingdao í Kína var Ísland með þjóðarbás en Íslendingar hafa tekið þátt í þessari sýningu frá upphafi, þ.e. í 20 ár. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Asíu og tóku 1300 fyrirtæki frá 46 löndum þátt í henni. Sýninguna sóttu í ár um 25.000 gestir og lagði mikill fjöldi fólks leið í íslenska básinn alla þrjá sýningardagana. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráð- herra, var sérstakur heiðursgestur á sýningunni en auk Íslandsstofu stóðu Iceland Pelagic, HB Grandi, Tríton, Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Icelandic að baki Íslandsbásnum. Á vef Íslandsstofu segir að millistéttin í Kína hafi meira fjárráð en áður og hafi komið fram í neyslukönnunum að Kínverjar eyða nú stærri upphæðum í matvæli og þá sérstaklega í sjávaraf- urðir. Þetta skapi aukin tækifæri fyrir útflutning á íslensku sjávarfangi til Kína. Sjávarútvegssýningin í Kína í 20. sinn Fjöldi gesta á sýningunni í Quingdao lagði leið sína í íslenska básinn.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.