Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2015, Page 25

Ægir - 01.08.2015, Page 25
25 um vert að atvinna í sveitar- félögunum sé fjölbreytt, að allir finni eitthvað við sitt hæfi, bæði konur og karlar, þeir sem hafa litla menntun og þeir sem hafa aflað sér meiri menntun- ar.“ Útgerð og fiskvinnsla standa traustum fótum Auk fiskeldis stendur hefð- bundin útgerð og fiskvinnsla þar einnig traustum fótum. Sjávarútvegsfyrirtækið Oddi, út- gerð og vinnsla er með öfluga starfsemi á Patreksfirði, gerir út tvo báta, Brimnes og Núp, sem sjá fiskvinnslu í landi fyrir hrá- efni en að auki er Vestri BA mik- ilvægur hlekkur í hráefnisöflun Odda. Fleiri bátar koma einnig að hráefnisöflun fyrir vinnsluna. Oddi vinnur úr tæplega 4000 tonnum af hráefni á ári og hefur hin síðari ár eflt vinnslu á ferskum flökum og flakahlut- um. Afurðirnar eru að stórum hluta fluttar með flugi á erlenda markaði. Þá er Oddi einn stærsti framleiðandi steinbítsafurða hér á landi og er sá hluti fram- leiðslunnar mikilvægur fyrir frystihús félagsins. Einnig hefur félagið starfrækt saltfiskvinnslu og er eitt hið stærsta hér á landi á því sviði. Gjöful fiskimið innan seilingar „Bolfiskkvótinn hér í byggðar- laginu hefur verið í svipuðu horfi undanfarin 5 ár, það hafa litlar breytingar orðið þar á. Við horfum auðvitað til þess að kvótinn aukist hér enda er til mikils að vinna að hinn hefð- bundi sjávarútvegur gangi vel. Útgerð og fiskvinnsla hefur ver- ið kjölfestan í atvinnulífi sveitar- félagsins í áraraðir og skiptir miklu að svo verði áfram. Hér er rekið öflugt og framsækið fyrir- tæki á því sviði sem á sér langa sögu að baki. Við búum svo vel að hér innan seilingar eru gjöful fiskimið, það er auðvitað alveg út í hött að nýta þau ekki sem best af heimamönnum. Það hlýtur að vera hagstæðast fyrir alla,“ segir Ásthildur. Ekki hafa öll eggin í sömu körfunni Hún telur farsælast að samhliða aukinni uppbyggingu fiskeldis í sveitarfélaginu starfi einnig traust félag í hinni hefðbundnu vinnslu. „Þetta styður hvort annað. Og það er líka gott að hafa ekki öll eggin í sömu körf- unni og geta boðið upp á fjöl- breytta möguleika í atvinnulíf- inu,“ segir Ásthildur. „Það er mjög gott hljóð í okkur í Vestur- byggð, veðrið hefur leikið við okkur í haust og aflabrögð hafa verið góð. Þá eru allir ánægðir.“ Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð telur farsælast að samhliða aukinni uppbyggingu fiskeldis í sveitarfélaginu starfi einnig traust félag í hinni hefðbundnu vinnslu. „Þetta styður hvort annað og það er líka gott að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni og að geta boðið upp á fjölbreytta möguleika í atvinnulífinu.“

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.