Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2016, Page 11

Ægir - 01.03.2016, Page 11
11 www.matis.is Hugsaðu inn í boxið ... Flest nýsköpun felst í að koma auga á nýja möguleika í því sem fyrir er. Finna not fyrir það sem áður var hent. Sjá tengingar sem aðrir sjá ekki. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem þetta geta að pakka hugmyndunum sínum inn og koma þeim í framkvæmd, okkur öllum til hagsbóta. Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir ölbreyttu rannsóknar-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5- 20 76 útgerðar. Það verð er miðað við hausaðan fisk. Menn taka það ekki alltaf með í reikninginn hér heima á Íslandi og eru því ekki með réttan samanburð. Norski þorskurinn er hausaður fyrir framan klumbu og er hausinn þá reiknaður 21,3% af slægðum fiski. Til að fá réttan verðsaman- burð verður að setja hausinn „aftur“ á norska fiskinn. Það sem mig langar líka til að benda á er hvernig Norð- menn veiða fiskinn. Fyrstu fjóra mánuði árið 2015 og reyndar fram í maí veiddu þeir 280.000 tonn af þorski. Núna fyrstu 12 vikurnar að meðtalinni páska- vikunni voru þeir búnir að veiða 195.000 eða nærri jafnmikið og okkar úthlutun er. Í mars í fyrra veiddu þeir 90.000 tonn og í febrúar á þessu ári er aflinn 94.000 tonn. Þetta er að miklu leyti fiskur sem er hausaður og slægður, frystur eða ferskur fiskur,“ sagði Þorsteinn Már. Fiskverð hærra á Íslandi Hann sýndi svo línurit sem sýndi hver verðmunurinn er á lönduðum þorski á Íslandi og Noregi. „Á síðasta ári liggjum við langt fyrir ofan það sem Norðmenn keyptu fiskinn á til vinnslu í landi. Þarna er ég bú- inn að setja verðið upp þannig að það sé sambærilegt. Á þessu ári er heldur meira af frystum þorski inni í norsku tölunum, en hann er á hærra verði en sá ferski. Þrátt fyrir það er fiskverð- ið heldur hærra nú en í Noregi, nema í mars, en verð á Íslandi lækkaði í mars samkvæmt ákvörðun Verðlagsstofu skipta- verðs. Veiðimynstrið á Íslandi er allt annað en í Noregi. Við eru mest að veiða um 30.000 tonn í mars, en annars er aflinn að meðaltali um 20.000 tonn á mánuði. Við erum að deila aflanum vel yfir allt árið. Það tengist líka því að við erum með allt öðruvísi vinnslu en Norðmenn. Þeir byggja móttöku og úrvinnslu á þessum mikla afla sem kemur á tiltölulega fáum mánuðum með starfsfólki sem kemur í gegnum starfsmannaleigur yfir stuttan tíma“. Þá er það spurningin hvaða áhrif þetta mikla framboð frá Noregi á veturna hefur á mark- aðinn fyrir afurðirnar. Þorsteinn Már birti tölur frá Samherja sem sýndu að í mars á hverju ári ger- ist það sama. Verðið fellur. „Við getum ekki hlaupið út af mark- aðnum á þessum tíma en við getum reynt að draga úr skað- anum með því að draga saman í vinnslunni. Það er bein sam- svörun milli veiðanna í Noregi og markaðsverðsins.“ Norðmenn hafa lagt mikla vinnu í það á síðustu árum að greina hvað við erum að gera á Íslandi. Þeir taka saman skýrslur um afla, vinnslu, markaðsverð og nánast alla þætti í íslenskum sjávarútvegi. Þannig ná þeir samanburði við sjálfa sig og sjá hvað betur megi fara hjá þeim og hvort sé hægt að fara að for- dæmi Íslendinga. Svimandi há gjöld Þorsteinn Már fór svo yfir mun- inn á þeim kostnaði og gjöld- um sem lagður er á útgerðir í Noregi og á Íslandi: „Þegar við berum saman launakostnað í fiskvinnslu hér og í Noregi og tökum inn í dæmið allar breytur er launa- kostnaður á Dalvík 3.750 krónur á klukkustund, en 3.250 krónur í Noregi. Í Noregi er auðveldara að fá hráefnislausa daga greidda og þegar um lengri stopp vegna hráefnisskorts er að ræða greiðir ríkið fyrir það. Ef ég skoða síðan til dæmis launa- kostnað á frystiskipi þá er hann 39% hér á landi, en í Noregi 28%. Í Rússlandi er hann í kring- um 15%. Þar eru veiðigjöld, þar

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.