Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2016, Síða 20

Ægir - 01.03.2016, Síða 20
20 Breiðafirði eða austur á Vopna- firði. Samkvæmt þessu fari grá- sleppan vítt um en haldi sig ekki lengi á sömu slóðinni, eins og menn hafi talið. „Hér í Skagafirði er helsta veiðislóðin í grásleppunni frá Reykjum á Reykjaströnd og norður undir Hraun á Skaga. Við erum því fyrst og fremst í vestanverðum Skagafirðinum og reyndar kemur grásleppan einnig upp að Málmey en ég veit ekki til þess að hún hafi veiðst mikið innarlega austan megin í firðinum. Í gamla daga veiddist grásleppan hins vegar innundir Krók. Hér áður fyrr mátti veiða grásleppu á þessu svæði frá 10. mars og fram í júní. Núna lögðum við netin 26. mars og það má segja að þá hafi netin hreinlega stíflast, svo mikið var komið af gráslepp- unni. Við förum yfirleitt út snemma á morgnana og reyn- um að miða við að vera komnir í höfn fyrir kvöldmat. Þetta er auðvitað mikil vinna en maður leggur þetta að sjálfsögðu á sig enda er maður að taka stóran hluta árslaunanna á grásleppu- vertíðinni. Án hennar væri mað- ur ekkert að standa í þessari út- gerð. Það er ekki hægt að byggja útgerð á leigukvótakerf- inu. Það kemur oft fyrir að mað- ur fær minna fyrir fiskinn en sem nemur leiguverðinu á fisk- inum. Það segir sig því sjálft að slíkt kerfi gengur ekki upp. Ég er með um 120 grásleppunet í sjó og þau liggja frá einum og upp í þrjá daga. Þessi mikla veiði á þessu vori vegur senni- lega upp lægra verð en í fyrra en á móti kemur að við getum lent í offramboði á hrognum sem kann að koma í bakið á okkur á næsta ári.“ Byggðakvótinn farinn Steindór segir að fyrst og fremst hafi hann haft afkomu af grásleppuvertíðinni á vorin og strandveiðunum á sumrin, en til viðbótar hafi hann leigt til sín heimildir og róið fram á haust- ið. Síðustu ár hafi trillukarlar í Skagafirði einnig veitt byggða- kvóta en nú sé búið að taka hann af og það geti breytt ansi miklu og í einhverjum tilfellum kippt fótunum undan þessum rekstri. Steindór segist vera í hópi þeirra trillukarla sem þurfi að gera það upp við sig í haust, að loknum strandveiðunum, hvort dæmið gangi hreinlega upp eftir að byggðakvótinn var tekinn af. Stór hluti teknanna komi af grásleppuveiðunum og ef um sé að ræða offramboð á hrognum geti það haft alvarleg áhrif til hins verra á næstu grá- sleppuvertíð með tilheyrandi verðfalli.Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð K 2.21 110 bör max 360 ltr/klst K 4.200 130 bör max 450 ltr/klst K 7.700/K 7.710 160 bör max 600 ltr/klst K 5.700 140 bör max 460 ltr/klst Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur T 400 Snúningsdiskur Fyrir pallinn, stéttina o.fl. „Þetta er auðvitað mikil vinna en maður leggur þetta að sjálfsögðu á sig enda er maður að taka stóran hluta árslaunanna á grásleppuvertíðinni,“ segir Steindór. „Það eru ekki margar grásleppu- vertíðir sem ég hef misst af síðan ég var strákur og í fjöldamörg ár hefur ekki dottið út ein einasta vertíð.“

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.