Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 26

Ægir - 01.03.2016, Blaðsíða 26
26 Fjarstýranlegir toghlerar sem fyrirtækið Pólar toghlerar kynnti á Ís- lensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi árið 2014 fengu verð- skuldaða athygli og sérstaka viðurkenningu sem besta nýjung sýn- ingarinnar. Síðan þá hefur fyrirtækið haldið áfram þróun búnaðar- ins og er nú komið að prófunum á fjarstýranlegu hlerapari um borð í togaranum Vestmannaey VE en áætlað er að reynslutúrinn verði nú um mánaðamótin apríl-maí. Atli Már Jósafatsson, framkvæmda- stjóri Póla toghlera, segir toghlera með þessum búnaði einstaka á heimsvísu og er bjartsýnn á að nú séu að baki allir stærstu hjallarn- ir í þróunarferlinu sem þarf að yfirvinna áður en lokaprófanir fara fram. Vængjum hleranna fjarstýrt Veiðihæfni togveiðarfæra á mikið undir því að toghlerarnir vinni rétt og algengt er að taka þurfi þá inn á þilfar togskip- anna til að breyta stillingum. Á síðari árum hefur nemabúnað- ur á veiðarfærum gert skip- stjórnarmönnum auðveldara að fylgjast með hvernig veiðarfær- in vinna í sjónum og hvort allt er eins og það á að vera. Það er hins vegar nýlunda að skip- stjórnarmenn geti með einföld- um hætti fjarstýrt hreyfingum toghleranna en að tæknilegri lausn á því hafa Atli Már og starfsmenn Póla toghlera unnið um nokkurra ára skeið. „Þessi búnaður er í stuttu máli þannig að á hverjum hlera eru sex vængir sem sjórinn Atli Már Jósafatsson, framkvæmdastjóri Póla toghlera, segir að í sjávarútvegi bæði hér á landi og erlendis sé fylgst grannt með þróun fjarstýranlegu toghleranna. Mynd; Þormar Gunnarsson Fjarstýranlegir tog- hlerar prófaðir í fiski- skipi á næstu vikum T æ k n i

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.