Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.2016, Qupperneq 27

Ægir - 01.03.2016, Qupperneq 27
27 flæðir í gegnum og afstaða þeirra ræður því hvernig hler- inn liggur í sjónum þegar hann er dreginn. Þrír vængir eru á efri hluta hlerans og þrír á neðri hlutanum. Búnaðurinn gerir ráð fyrir að hægt sé að breyta hverj- um væng sjálfstætt og þannig færast hlerarnir fjær hvorir öðr- um þegar bilið er minnkað milli vængjanna en færast saman ef sjóflæðið er aukið í gegnum vængina. Með því að breyta efri hluta hlerans óháð neðri hluta hans, þá er hægt að bregðast við miklum hliðarstraumi, hægt er að stýra hlerunum í mismun- andi hæð í sjónum og svo mætti áfram telja,“ segir Atli. Lausn fundin á þráðlausu tækninni Prófanir hafa verið gerðar með hlerum í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, þ.e. hlerum þar sem fyrirfram var búið að forrita breytingar á vængjum hleranna og þær gengu vel. Atli Már segir að aðal áherslan síð- ustu misseri hafi verið á að finna búnað og samstarfsaðila sem flytur þráðlausar skipanir milli skips og toghlera. Þessum áfanga náði kanadískt sam- starfsfyrirtæki fyrir skömmu og þar með er ekkert að vanbún- aði að hefja prófanir við raun- verulegar aðstæður um borð í fiskiskipi. Togarinn Vestmanna- ey VE verður fyrsta skipið sem reynir þessa tækni á togveiðar- færum nú í lok mánaðarins. „Við höfum að undanförnu unnið að því að finna lausn á samskiptum milli skips og tog- hleranna og ég tel okkur nú hafa lokið þeim áfanga. Gangi prófanir á hlerunum á næstu vikum að óskum geri ég ráð fyr- ir að við smíðum stærri hlera og reynum þá á uppsjávarveiðum í sumar og haust. Í framhaldinu vænti ég þess að við bjóðum þessa lausn í öllum stærðum toghlera frá okkur,“ segir Atli Már. Veiðarfærinu stýrt í fiskitorfurnar Atli Már segir víða fylgst með þróun fyrirtækisins á þessum búnaði, ekki aðeins hér á landi heldur um allan heim. „Ekki hvað síst er mikill áhugi fyrir þessu í uppsjávar- veiðunum en einnig hjá þeim sem stunda botnfiskveiðar. Sú tækni sem er í fiskiskipum nú- tímans gerir skipstjórnendum kleift að sjá fisktorfur langt fyrir framan skipin og jafnvel greina stærð á fiskinum. Með því að geta stýrt toghlerunum á upp- sjávarveiðum geta þeir þannig staðsett veiðarfærið á nákvæm- lega þann stað í sjónum þar sem fiskitorfan er. Það er útaf fyrir sig nokkuð byltingarkennt en augljóslega tækni sem stuðl- ar að betri veiðiárangri, sparn- aði í orkunotkun og margt ann- að mætti nefna. Fyrir botnvörpuveiðarnar er tæknin ekki síður áhugaverð því hægt er að stýra hlerunum þannig að veiðarfærið dragist rétt yfir botninum, valdi þannig minni áhrifum á botninn auk þess sem slit á veiðarfærum verður minna, léttara verður að draga veiðarfærið og svo fram- vegis. Ég er ekki í vafa um að ávinningur af þessari tækni- lausn verður verulegur fyrir út- gerðirnar,“ segir Atli Már. FÆRAVINDUR TRAUST HAGKVÆMNI AFKÖST ENDING Prófun á stýranlegum hlera um borð í hafrannasóknaskipinu Árna Frið- rikssyni. Nú verða hlerarnir prófaðir í fiskiskipi í fyrsta sinn.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.