Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.2016, Qupperneq 28

Ægir - 01.03.2016, Qupperneq 28
28 „Meirihluti þess afla sem fer um markaðinn hjá okkur hér í Reykjavík kemur af togurum og stærri bátum. Við höfum einnig fjóra litla línubáta í föstum við- skiptum, nokkrir grásleppubát- ar leggja upp hjá okkur þessar vikurnar og síðan handfæra- bátar á strandveiðinni yfir sum- artímann,“ segir Örn Smárason, útibússtjóri Fiskmarkaðs Ís- lands við Reykjavíkurhöfn. Fiskmarkaður Íslands við Reykjavíkurhöfn selur þann afla ísfisktogara HB Granda sem ekki fer til vinnslu hjá fyrirtæk- inu og er það talsverður hluti magnsins sem um markaðinn fer árlega. Um er að ræða svo- kallaðar aukategundir; ýsu, steinbít, löngu, flatfisktegundir, hrogn og lifur - svo dæmi séu nefnd. „Síðan er talsvert um tilfall- andi landanir skipa sem koma hér til hafnar af einhverjum ástæðum. Þar getur verið um að ræða einhverja þjónustu sem þau þurfa að sækja hingað eða að útgerðunum hentar best að taka þau hingað inn til löndunar út frá veiðisvæðunum sem þau eru á hér fyrir vestan landið. Gjarnan fer þá hluti aflans hér á markað en annað er flutt beint til vinnslu,“ segir Örn. Aukning milli ára Það sem af er ári hefur orðið um 14% aukning á magni í sölu hjá Fiskmarkaði Íslands í Reykja- vík. Fyrstu þrjá mánuðina seldi markaðurinn um 1600 tonn. Örn segir misjafnt milli markaða hver samsetning aflans er sem um þá fer en eins og áður segir er talsverð blöndun hjá mark- aðnum í Reykjavík og þorskur þar af leiðandi ekki í meirihluta, líkt og á mörgum öðrum fisk- mörkuðum. „Þessar svokölluðu aukateg- undir eru stærri hluti magnsins sem fer í gegn hjá okkur. Kaup- endurnir eru þá gjarnan líka mjög sérhæfðar fiskvinnslur fyr- ir þessar tegundur sem bæði eru þá að vinna fiskinn í ferskar og frosnar afurðir. Það eru til fyrirtæki sem eru mjög sérhæfð í vinnslu einstakra tegunda og jafnvel sérhæfa sig í ákveðnum stærðum líka. Stærðarsérhæf- ingin á reyndar meira við um fyrirtæki í framleiðslu á þorskaf- urðum,“ segir Örn sem segir að í dag selji fiskmarkaðirnir að stærstum hluta til fiskvinnslna sem vinna ferskar afurðir til út- flutnings. „Það varð auðvitað sam- dráttur á saltfiskmörkuðum um tíma og hlutfall frystra afurða minnkaði samhliða aukning- unni í fersku afurðavinnslunni. Bæði saltaðar og frystar afurðir eru samt sem áður til staðar og verða, þrátt fyrir þá sókn sem hefur verið í fersku afurðunum.“ Beint úr skipi til kaupenda Örn segir að alla jafna hafi mars verið stærsti mánuður ársins hjá Fiskmarkaði Íslands í Reykja- vík. „Aðrir mánuðir ársins eru tiltölulega jafnir. Hér erum við ekki með flokkun á aflanum, líkt og er á mörgum fiskmörkuðum, heldur seljum við aflann beint upp úr skipi. Við tökum vigtar- og stærðarprufur en að öðru leyti meðhöndlum við aflann ekkert á leið hans frá skipi til kaupanda,“ segir Örn en fyrir- tæki í löndunarþjónustu í Reykjavík sjá alla jafna um að landa úr stærri skipunum. Starfsmenn FMÍS í Reykjavík sjá hins vegar um löndun úr minni bátum sem geta notast við bryggjukranana. Örn segir að yfir vetrarmánuðina sé markað- urinn opinn alla daga vikunnar en virka daga á sumrin. Verðlækkun skýrist af aukaafurðunum Af þróun fiskverðs á fiskmörk- uðum má lesa hvað er að gerast á afurðamörkuðum hverju sinni. Þrátt fyrir að verð hafi haldist nokkuð stöðugt í út- flutningi á hefðbundnum flaka- afurðum að undanförnu þá hef- ur engu að síður orðið verð- Örn Smárason, útibússtjóri Fiskmarkaðs Íslands við Reykjavíkurhöfn. Myndir: Þormar Gunnarsson Fiskmarkaður Íslands við Reykjavíkurhöfn Meiri afli seldur í ár en í fyrra F réttir

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.