Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 9

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 9
9 Pantað í gegnum heimasíðuna „Ég er alltaf með einhvern mann með mér í bílnum. Við þurfum að vera tveir til að skiptast á við aksturinn og svo að taka við greiðslu, ýmist pen- ingum eða kortum. Svona hefur þetta gengið. Fólk pantar svona í 95% tilfellum í gegnum heimasíðuna okkar, en það er helst eldra fólkið sem vill hringja til að panta og stundum koma pantanir í bréfapósti,“ segir Guðbjörn. Þegar pantanir eru færðar inn fá kaupendur strax staðfest- ingu í gegnum heimasíðuna og síðan bréf í pósti skömmu fyrir ferð og SMS í símanum sama dag og aksturinn hefst. Fólk er því vel upplýst um það hvenær fiskbíllinn er á ferðinni. „Veltan á ári hefur verið í kringum 3 milljónir sænskar, um 50 milljónir íslenskar. Af fiski er ég að selja 7 til 8 tonn á ári. Fólk er að kaupa í stærri pakkningum eins og sjófrystan fisk í 9 kílóa öskjum, en fyrir þremur árum byrjaði ég með 5 kílóa pakkningar af línufiski fyr- ir þá sem eru með litlar fjöl- skyldur eða eru einhleypir.“ Mest keypt af Nesfiski Fiskinn kaupir Guðbjörn að mestu frá Nesfiski. „Þeir eru frá- bærir bæði hvað varðar gæði og á allan hátt mjög gott að eiga við þá viðskipti. Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri fær allar góðar óskir frá mér. Ég kaupi líka frá Grími kokki ýmsar afurðir sem þeir eru ekki með í Garðinum eins og fiskistauta, ferska skötu, plokkfisk og fleira. Þá kaupi ég frá mínum góða vini Elvari Reykjalín í Ektafiski á Hauganesi ýmis konar saltaðar afurðir og reyktan fisk. Frábærar vörur. Kaupendur hjá mér eru almennt mjög ánægðir með af- urðirnar frá þessum aðilum. Svo hef ég líka verið að kaupa lambakjöt frá Norð- lenska á Akureyri og frá Slátur- félaginu. Ég versla svo við allar sælgætisgerðirnar og ölgerðina og kaupi annars staðar ýmsar aðrar vörur. Íslenskar klassískar vörur eins og brauðrasp, van- illudropa, pítusósu, piparost og ýmislegt sem ekki fæst úti.“ Hvað er svo eftirsóttast hjá Guðbirni? „Sjófrysti fiskurinn í 9 kílóa öskjunum var alltaf vin- sælastur, en fimm kílóa öskjurn- ar með línufiskinum hafa sótt mikið á. Fólki líkar vel að fá fiski- stykkin pökkuð hvert fyrir sig í öskjunni. Þeir sem hafa verið í sjófrysta fiskinum halda sig mikið við hann áfram, þar á meðal ég. En þessar tvær pakkningar eru um 68% af allri sölunni. Salan er svolítið árstíða- bundin. Í páskaferðinni eru páskaeggin númer eitt. Fyrir jól- in er það hangikjötið, malt og appelsín, konfekt og kæsta skatan fylgir aðeins með. Ég er svo með mjög góða humarhala af stærstu gerð frá Humarsöl- unni. Ég byrjaði með þá fyrir tveimur árum og er humarinn mjög eftirsóttur, þó hann sé dýr vara. Ég er líka með saltkjöt sem ég salta sjálfur en ég er mat- reiðslumeistari að mennt.“ Selur Svíum morgunkorn og harðfisk Góð viðskipti með góða vöru spyrjast út og ánægður við- skiptavinur er besta auglýsing- in. „Ég fæ viðskiptavini mína að- allega í gegnum aðra viðskipta- vini, þetta gengur svona frá manni til manns. Í dag eru um 30% af viðskiptavinunum Svíar og Danir og það er aðallega fiskurinn sem þeir kaupa. Sumir Svíar hafa líka komist á bragðið með harðfiskinn og kaupa hann villt og galið hjá mér. Ég reyni að vera með það sem er vinsæl- ast og ekki er til hér úti. Allt er íslenskt hjá mér nema Coco- puffs og Lucky Charm og hun- angs seríos, sem ekki fæst hérna,“ segir Guðbjörn Elísson. SÉRHÆFT NÁM Hagnýtt eins árs nám hjá Fisktækniskóla Íslands í samstarfi við Matvælaskóla Sýnis, Marel, Hólaskóla og starfandi fyrirtæki í greininni. Boðið er upp á þrjár námsbrautir: • Fiskeldi • Gæðastjórnun • Marel-vinnslutækni Náminu er skipt upp í tvær annir. Kennt er í dreifinámi og staðarlotum sem hentar starfandi fólki í greininni. Inntökuskilyrði Hafa lokið námi í fisktækni eða sambærilegu námi. Mat á reynslu og þekkingu úr sjávarútvegi getur einnig gilt til að uppfylla inntökuskilyrði. Nánari upplýsingar Fisktækniskóli Íslands • Víkurbraut 56 • 240 Grindavík Sími 412 5966 • info@fiskt.is • www.fiskt.is og á Facebook Vorönn 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.