Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2016, Síða 10

Ægir - 01.12.2016, Síða 10
10 p r e n t u n .is Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvöllum 3 • 600 Akureyri Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is Óskum viðskiptavinum til sjávar og sveita Gleðilegra Jóla Maschinenbau ® ATM Machinery ® LÍM MI ÐA PR EN TU N Þökkum viðskiptin á árinu Svifaldan, sem er verðlauna- gripur fyrir framúrstefnuhug- mynd Sjávarútvegsráðstefn- unnar var veitt í sjötta sinn á ráðstefnunni nú í nóvember- mánuði. Fyrstu verðlaun komu í hlut Gunnars Þórðarsonar, Mat- ís og Alberts Högnasonar og 3X Technology fyrir hugmynd að ofurkælingu á botnfiski niður í -0,7 °C og laxi niður í -1,5 °C. Markmiðið með þessari samke- popni er að efla umræður og hvetja til nýrrar hugsunar með framsæknum og frumlegum hugmyndum og hafa verkefni í þessari samkeppni nú þegar orðið að framleiðsluvörum eða lausnum fyrir greinina. Svifald- an er gefin af TM, en jafnframt var veitt verðlaunafé og viður- kenningar til þeirra sem standa að þremur bestu hugmyndun- um. Verðlaunahugmyndin í ár snýst um að færa kæliorku inn í fiskvöðvann strax eftir veiðar/ slátrun, þar sem innan við 20% af vatnsinnihaldi er fryst. Engar skemmdir verða á frumum vegna ískristallamyndunar og geymsluþol afurðar lengist í samanburði við hefðbundnar leiðir við kælingu á fiski. Mikil tækifæri geta legið í flutningi á ofurkældum ferskum fiski þar sem mikið sparast við að losna við ís í flutningskeðju, sérstak- lega með flugi. Þó svo að ofur- kæling sé í sjálfu sér ekki ný af nálinni, þá er tæknin og búnað- urinn sem þróaður hefur verið í kringum þessa „framúrstefnu- hugmynd“ ný nálgun sem hefur þegar orðið grundvöllur að nýrri hugsun við veiðar og vinnslu innan lands sem utan. Vistvænt íslensk skip Í öðru til þriðja sæti í sam- keppninni varð framúrstefnu- hugmyndin Vistvænt íslenskt skip. Að henni koma Sigríður Ragna Sverrisdóttir, Hafið – Öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins í samstarfi við Skipasýn, RENSEA, Klappir ehf. og Viðskiptahús- ið.  Hugmyndin  snýr að því að hanna og smíða 48 metra vist- vænt línuskip þar sem öll um- hverfisáhrif af starfsemi skipsins eru lágmörkuð. Í öðru til þriðja sæti var einn- ig framúrstefnuhugmyndin Strandveiðiþjarkur með fjarstýr- ingu en að henni stendur Árni Thoroddsen. Hugmyndin felst í því að strandveiðibátþjarka er fjarstýrt frá landi eða móður- skipi á sjó til að stunda króka- veiðar á grunnmiðum. Nánari upplýsingar um Framúrstefnuhugmyndir Sjáv- arútvegsráðstefnunnar 2016 er að finna í ráðstefnuhefti Sjávar- útvegsráðstefnunnar. Svifaldan veitt í sjötta sinn Albert Högnason tók við Sviföldunni á Sjávarútvegsráðstefnunni í nóvember fyrir hönd þeirra aðila sem standa að fyrstu verðlauna framúrstefnuhugmyndinni. S já v a rú tv eg srá ðstefn a n ÁSAFLHjallahrauni 2 - 220 HafnarfjörðurSími 562 3833 - asafl@asafl.is - www.asafl.is Góð eldsneytisnýting Nútímatækni Mikið afl

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.