Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 10

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 10
10 p r e n t u n .is Suðurhrauni 4 • 210 Garðabæ • Furuvöllum 3 • 600 Akureyri Sími: 575 8000 • Fax: 575 8001 • www.samhentir.is Óskum viðskiptavinum til sjávar og sveita Gleðilegra Jóla Maschinenbau ® ATM Machinery ® LÍM MI ÐA PR EN TU N Þökkum viðskiptin á árinu Svifaldan, sem er verðlauna- gripur fyrir framúrstefnuhug- mynd Sjávarútvegsráðstefn- unnar var veitt í sjötta sinn á ráðstefnunni nú í nóvember- mánuði. Fyrstu verðlaun komu í hlut Gunnars Þórðarsonar, Mat- ís og Alberts Högnasonar og 3X Technology fyrir hugmynd að ofurkælingu á botnfiski niður í -0,7 °C og laxi niður í -1,5 °C. Markmiðið með þessari samke- popni er að efla umræður og hvetja til nýrrar hugsunar með framsæknum og frumlegum hugmyndum og hafa verkefni í þessari samkeppni nú þegar orðið að framleiðsluvörum eða lausnum fyrir greinina. Svifald- an er gefin af TM, en jafnframt var veitt verðlaunafé og viður- kenningar til þeirra sem standa að þremur bestu hugmyndun- um. Verðlaunahugmyndin í ár snýst um að færa kæliorku inn í fiskvöðvann strax eftir veiðar/ slátrun, þar sem innan við 20% af vatnsinnihaldi er fryst. Engar skemmdir verða á frumum vegna ískristallamyndunar og geymsluþol afurðar lengist í samanburði við hefðbundnar leiðir við kælingu á fiski. Mikil tækifæri geta legið í flutningi á ofurkældum ferskum fiski þar sem mikið sparast við að losna við ís í flutningskeðju, sérstak- lega með flugi. Þó svo að ofur- kæling sé í sjálfu sér ekki ný af nálinni, þá er tæknin og búnað- urinn sem þróaður hefur verið í kringum þessa „framúrstefnu- hugmynd“ ný nálgun sem hefur þegar orðið grundvöllur að nýrri hugsun við veiðar og vinnslu innan lands sem utan. Vistvænt íslensk skip Í öðru til þriðja sæti í sam- keppninni varð framúrstefnu- hugmyndin Vistvænt íslenskt skip. Að henni koma Sigríður Ragna Sverrisdóttir, Hafið – Öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins í samstarfi við Skipasýn, RENSEA, Klappir ehf. og Viðskiptahús- ið.  Hugmyndin  snýr að því að hanna og smíða 48 metra vist- vænt línuskip þar sem öll um- hverfisáhrif af starfsemi skipsins eru lágmörkuð. Í öðru til þriðja sæti var einn- ig framúrstefnuhugmyndin Strandveiðiþjarkur með fjarstýr- ingu en að henni stendur Árni Thoroddsen. Hugmyndin felst í því að strandveiðibátþjarka er fjarstýrt frá landi eða móður- skipi á sjó til að stunda króka- veiðar á grunnmiðum. Nánari upplýsingar um Framúrstefnuhugmyndir Sjáv- arútvegsráðstefnunnar 2016 er að finna í ráðstefnuhefti Sjávar- útvegsráðstefnunnar. Svifaldan veitt í sjötta sinn Albert Högnason tók við Sviföldunni á Sjávarútvegsráðstefnunni í nóvember fyrir hönd þeirra aðila sem standa að fyrstu verðlauna framúrstefnuhugmyndinni. S já v a rú tv eg srá ðstefn a n ÁSAFLHjallahrauni 2 - 220 HafnarfjörðurSími 562 3833 - asafl@asafl.is - www.asafl.is Góð eldsneytisnýting Nútímatækni Mikið afl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.