Ægir - 01.12.2016, Page 24
24
Um síðustu mánaðamót höfðu
Norðmenn flutt utan sjávaraf-
urðir að verðmæti 83,2 millj-
arða norskra króna. Það svarar
til 1.098 milljarða íslenskra
króna, sem er aukning mæld í
verðmætum upp á 211 millj-
arða íslenskra króna miðað við
sama tíma í fyrra. Árið 2016
verður að öllum líkindum enn
eitt metárið í útflutningi sjáv-
arafurða frá Noregi. Miðað við
venjulegan gang í desember
mun útflutningurinn fara vel
yfir 90 milljarða norskra króna,
sem svarar til um 1.200 millj-
arða íslenskra króna.
Í nóvember skilaði útflutn-
ingur sjávarafurða Norðmönn-
um 119 milljörðum króna og
jókst verðmætið um 22% mið-
að við sama mánuð í fyrra.
Magnið dróst engu að síður
saman um 16% og varð alls
219.000 tonn. Fram til síðustu
mánaðamóta höfðu Norðmenn
flutt utan 2,3 milljónir tonna af
sjávarafurðum, sem er sam-
dráttur um 7% miðað við sama
tíma í fyrra. Eftirspurnin er orðin
meiri en framleiðendur ná að
sinna til fulls.
Eldisfiskurinn með
himinskautum
Verð á eldislaxi og silungi hefur
verið í hæstu hæðum á þessu
ári. Í nóvember fluttu norskir
fiskeldismenn út 94.000 tonn af
laxi að verðmæti 81 milljarður
íslenskra króna. Það er aukning
í magni um 2% en verðmætið
jókst um 38%. Þetta er í fyrsta
sinn í sögunni sem útflutnings-
verðmæti lax fer yfir 80 millj-
arða á einum mánuði. Meðal-
verð á ferskum heilum laxi var í
mánuðinum 818 krónur og
annan mánuðinn í röð var
hærra verð á urriða en laxi.
Meðalverð á honum nú var 861
íslensk króna á kíló.
Fyrstu 11 mánuði ársins
nemur útflutningur á laxi frá
Noregi 890.000 tonnum að
verðmæti 727 milljarðar ís-
lenskra króna. Það er lækkun í
magni um 5,1% en verðmætið
hefur vaxið um 30%. Hátt verð
á laxinum hefur leitt til minni
útflutnings inn á mikilvægustu
markaðina í Evrópu.
Verðmætið jókst í nóvember
þrátt fyrir samdrátt í sölu inn á
mikilvæga neyslumarkaði eins
og til Spánar og Svíþjóðar. Á
sama tíma jókst útflutningur til
markaða, þar sem laxinn er
unninn og fluttur þannig áfram
inn á aðra markaði. Þar skipta
mestu Pólland og Danmörk. Til
viðbótar þessari þróun var
meira flutt utan til Bandaríkj-
anna, mælt í magni. Útflutn-
ingsverðmætið fyrir unnar af-
urðir féll í nóvember í magni, en
sala á heilum óunnum laxi
jókst.
Tæplega 80% verðmætisaukning
í urriðaútflutningi
Í síðasta mánuði fóru utan
4.208 tonn af norskum urriða
að verðmæti 3,9 milljarðar ís-
lenskra króna. Það er samdrátt-
ur í magni um 32%, en verð-
mætið jókst engu að síður um
8%. Fyrstu 11 mánuði ársins
fluttu Norðmenn utan 64.100
tonn af urriða að verðmæti 48
milljarðar íslenskra króna. Það
er magnaukning um 38% og
verðmætaaukning um 77%
miðað við sama tíma í fyrra.
Mest af urriðanum fer til Japans
og Hvíta-Rússlands.
Samdráttur var í sölu á síld
og makríl í nóvember. Af síld
fóru utan 31.000 tonn, sem er
samdráttur um 28%. Þá fóru ut-
an 41.000 tonn af makríl sem
var samdráttur um 29%. Í báð-
um tilfellum dróst útflutnings-
verðmætið mun minna saman
og bendir það til verðhækkana.
Það sem af er þessu ári hefur
útflutningsverðmæti síldar auk-
ist um 32% og verðmæti
makríls hefur hækkað um 8%.
Hvítfiskurinn stöðugur
Stöðugleiki ríkti í útflutningi á
hvítfiski í nóvember, einkum
þorski. Þá fóru utan 3.486 tonn
af ferskum þorski, bæði heilum
fiski og flökum. Verðmætið var
1,6 milljarðar íslenskra króma.
Magnið jókst um 41% en verð-
mætið um 28%. Fyrstu 11 mán-
uði ársins hafa norskir verkend-
ur flutt utan um 60.000 tonn af
ferskum þorski að verðmæti
26,4 milljarðar króna. Magnið er
á svipuðu róli og í fyrra en verð-
mætið er 13% meira nú en í
fyrra.
Í síðasta mánuði fóru utan
8.564 tonn af frystum þorski að
verðmæti 3,5 milljarðar króna.
Það er samdráttur í magni um
8% og um 2% í verðmæti.
Fyrstu 11 mánuðina hafa Norð-
Ljóst er að árið 2016 verður metár í útflutningi sjávarafurða frá Noregi.
Met á met ofan
hjá Norðmönnum
N
oreg
u
r