Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 24

Ægir - 01.12.2016, Blaðsíða 24
24 Um síðustu mánaðamót höfðu Norðmenn flutt utan sjávaraf- urðir að verðmæti 83,2 millj- arða norskra króna. Það svarar til 1.098 milljarða íslenskra króna, sem er aukning mæld í verðmætum upp á 211 millj- arða íslenskra króna miðað við sama tíma í fyrra. Árið 2016 verður að öllum líkindum enn eitt metárið í útflutningi sjáv- arafurða frá Noregi. Miðað við venjulegan gang í desember mun útflutningurinn fara vel yfir 90 milljarða norskra króna, sem svarar til um 1.200 millj- arða íslenskra króna. Í nóvember skilaði útflutn- ingur sjávarafurða Norðmönn- um 119 milljörðum króna og jókst verðmætið um 22% mið- að við sama mánuð í fyrra. Magnið dróst engu að síður saman um 16% og varð alls 219.000 tonn. Fram til síðustu mánaðamóta höfðu Norðmenn flutt utan 2,3 milljónir tonna af sjávarafurðum, sem er sam- dráttur um 7% miðað við sama tíma í fyrra. Eftirspurnin er orðin meiri en framleiðendur ná að sinna til fulls. Eldisfiskurinn með himinskautum Verð á eldislaxi og silungi hefur verið í hæstu hæðum á þessu ári. Í nóvember fluttu norskir fiskeldismenn út 94.000 tonn af laxi að verðmæti 81 milljarður íslenskra króna. Það er aukning í magni um 2% en verðmætið jókst um 38%. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem útflutnings- verðmæti lax fer yfir 80 millj- arða á einum mánuði. Meðal- verð á ferskum heilum laxi var í mánuðinum 818 krónur og annan mánuðinn í röð var hærra verð á urriða en laxi. Meðalverð á honum nú var 861 íslensk króna á kíló. Fyrstu 11 mánuði ársins nemur útflutningur á laxi frá Noregi 890.000 tonnum að verðmæti 727 milljarðar ís- lenskra króna. Það er lækkun í magni um 5,1% en verðmætið hefur vaxið um 30%. Hátt verð á laxinum hefur leitt til minni útflutnings inn á mikilvægustu markaðina í Evrópu. Verðmætið jókst í nóvember þrátt fyrir samdrátt í sölu inn á mikilvæga neyslumarkaði eins og til Spánar og Svíþjóðar. Á sama tíma jókst útflutningur til markaða, þar sem laxinn er unninn og fluttur þannig áfram inn á aðra markaði. Þar skipta mestu Pólland og Danmörk. Til viðbótar þessari þróun var meira flutt utan til Bandaríkj- anna, mælt í magni. Útflutn- ingsverðmætið fyrir unnar af- urðir féll í nóvember í magni, en sala á heilum óunnum laxi jókst. Tæplega 80% verðmætisaukning í urriðaútflutningi Í síðasta mánuði fóru utan 4.208 tonn af norskum urriða að verðmæti 3,9 milljarðar ís- lenskra króna. Það er samdrátt- ur í magni um 32%, en verð- mætið jókst engu að síður um 8%. Fyrstu 11 mánuði ársins fluttu Norðmenn utan 64.100 tonn af urriða að verðmæti 48 milljarðar íslenskra króna. Það er magnaukning um 38% og verðmætaaukning um 77% miðað við sama tíma í fyrra. Mest af urriðanum fer til Japans og Hvíta-Rússlands. Samdráttur var í sölu á síld og makríl í nóvember. Af síld fóru utan 31.000 tonn, sem er samdráttur um 28%. Þá fóru ut- an 41.000 tonn af makríl sem var samdráttur um 29%. Í báð- um tilfellum dróst útflutnings- verðmætið mun minna saman og bendir það til verðhækkana. Það sem af er þessu ári hefur útflutningsverðmæti síldar auk- ist um 32% og verðmæti makríls hefur hækkað um 8%. Hvítfiskurinn stöðugur Stöðugleiki ríkti í útflutningi á hvítfiski í nóvember, einkum þorski. Þá fóru utan 3.486 tonn af ferskum þorski, bæði heilum fiski og flökum. Verðmætið var 1,6 milljarðar íslenskra króma. Magnið jókst um 41% en verð- mætið um 28%. Fyrstu 11 mán- uði ársins hafa norskir verkend- ur flutt utan um 60.000 tonn af ferskum þorski að verðmæti 26,4 milljarðar króna. Magnið er á svipuðu róli og í fyrra en verð- mætið er 13% meira nú en í fyrra. Í síðasta mánuði fóru utan 8.564 tonn af frystum þorski að verðmæti 3,5 milljarðar króna. Það er samdráttur í magni um 8% og um 2% í verðmæti. Fyrstu 11 mánuðina hafa Norð- Ljóst er að árið 2016 verður metár í útflutningi sjávarafurða frá Noregi. Met á met ofan hjá Norðmönnum N oreg u r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.