Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.2016, Qupperneq 45

Ægir - 01.12.2016, Qupperneq 45
45 eða stofnunum nátengdum greininni. En það kemur heldur ekki á óvart að þessi þekking sé eftirsótt hjá fjármálafyrirtækj- um því að fjármál og rekstur eru snar þáttur í náminu,“ segir Hreiðar Þór og bætir við að rök- rétt sé að draga þá ályktun að vel hafi tekist til í uppbyggingu námsins út frá þörfum í grein- inni þegar svo hátt hlutfall út- skrifaðra nemenda finni sér störf í greininni. „Við gerðum einnig fyrir nokkrum árum könnun meðal atvinnuveitenda í sjávarútvegi með það að markmiði að skoða hvers konar þekkingarsamsetn- ing væri eftirsóknarverð í sjáv- arútvegsfyrirtækjunum. Niður- staðan undirstrikaði þá áherslu sem við höfum frá upphafi fylgt, þ.e. að útskrifa héðan fólk með víða þekkingu á sjávarút- vegi og út frá því hversu víða í greininni við sjáum okkar nem- endur í störfum þá hljótum við að draga þá ályktun að við sé- um að gera rétta hluti hér í kennslunni. Og eftir því sem „okkar“ fólki fjölgar í greininni, þeim mun meiri verða tengslin milli greinarinnar og skólans. Sem er dýrmætt fyrir hann og uppbyggingu sjávarútvegs- námsins,“ segir Hreiðar Þór. Víða horft íslensks sjávarútvegs Á alþjóðavettvangi, bæði innan háskólasamfélagsins og fyrir- tækja í sjávarútvegi, segist Hreiðar Þór skynja vaxandi áhuga á Íslandi og því sem hér er verið að gera í sjávarútvegi. Háskólinn á Akureyri tók þátt í tilraunasamstarfi í kennslu yfir netið sl. vor með skólum í Nor- egi og Nýfundnalandi. Á þenn- an hátt geta nemendur í þess- um löndum fengið fræðslu um sjávarútveg hinna landanna frá kennurum í viðkomandi lönd- um. Hreiðar segir að á allan hátt sé jákvætt ef hægt yrði að auka samstarf enn frekar milli há- skóla í sjávarútvegsfræðum og nærtækast sé að horfa til ná- grannalandanna, þar sem mest líkindi séu með atvinnugrein- inni. Hreiðar segir augljóst að víða sé horft með jákvæðni til þess sem Íslendingar hafa verið að gera í sjávarútvegi síðustu áratugi. „Þetta finnum við víða, t.d. í nágrannalöndunum, s.s. á Grænlandi. Við erum líka í góðu samstarfi við Nýfundlendinga og þeir horfa mjög til okkar sem fyrirmyndar en þar er aftur að byggjast upp þorskstofn og vinnsla þar með að aukast á þorski. Þeir þurfa því að byggja þekkingu sína í þorskveiðum og -vinnslu upp að nýju. Vissu- lega höfum við Íslendingar ekki alltaf verið til fyrirmyndar í sjó- sókn og vinnslu en breytingin sem orðið hefur á síðustu ára- tugum er mikil og góð. Við höf- Hreiðar Þór Valtýsson segir ánægjulegt að sjá hversu víða í greininni útskrifaða sjávarútvegsfræðinga frá Háskólanum á Akureyri sé að finna.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.