Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.2016, Side 48

Ægir - 01.12.2016, Side 48
48 Átta nemendur útskrifast úr Marel fisktækni hjá Fisktækniskóla Íslands Hagnýtt og spennandi nám fyrir starfsmenn í sjávarútvegi Margar fiskvinnslur eru í dag með fullkomnar skurðar- og vinnslulínur, tæki og hugbúnað til framleiðslustýringar. Marel og Fisktækniskóli Ísland bjóða upp á hagnýtt eins árs nám, Marel fisktækni og var námið unnið í nánu samstarfi við fisk- vinnslufyrirtæki. Því er skipt upp í fagbóklegar greinar og verknám sem fer fram bæði á vinnustað og hjá Marel Ísland. Ásdís V. Pálsdóttir, verkefna- stjóri hjá Fisktækniskólanum segir námið ganga út á að nem- endur læri um sem flesta þætti er snúa að tækjabúnaði frá Mar- el. Farið sé í grunnundirstöðuat- riði í tækjum og búnaði, mikil- vægi eftirlits og umsjónar og læra nemendur einnig hvaða eftirlit þurfi með tækjabúnaði og öllum þeim kerfum innan Innova sem stýri tækjabúnaðin- um. Nemendur fræðast jafn- framt um þær kröfur sem fisk- vinnslufyrirtæki gera til að ná hámarks afköstum og nýtingu út úr hverju tæki fyrir sig. Beinn ávinningur fyrir vinnslufyrirtækin Ásdís segir á ávinningnum megi lýsa á þann hátt að Marel vinnslutæknirinn geti afgreitt mörg viðfangsefni á staðnum og þannig þurfi ekki að kalla Marel-sérfræðing á vettvang. Vinnsluhlé sem kunni að koma upp vari því styttra og afköst verði sem þessu nemur meiri. Sem skili minni kostnaði fyrir vinnsluna. „Þekking Marel fisktækna auðveldar einnig samskipti milli starfsmanna í þjónustu Marels og vinnslunnar og síðast en ekki síst er gott fyrirbyggjandi viðhald sem dregur úr stoppum í vinnslunni og bætir afkomu fyrirtækja,“ segir Ásdís en átta nemendur útskrifuðust á dög- unum hjá skólanum úr Marel fisktækni. Nemendur úr öllum áttum „Nemendur koma úr öllum átt- um í námið, t.d. beint úr fisk- vinnslunámi frá okkur eða eru starfandi í fiskvinnslum, þá ann- aðhvort sem verkstjórar eða vélstjórar. Fyrirtæki sjá sér hag í að senda starfsmenn sína í nám á sinn kostað. Við erum fullviss um að fiskvinnslur hafi ávinning af því að hafa slíka starfsmenn innan sinna raða og að þeir nemendur sem ljúka náminu verði eftirsóttir starfsmenn hjá fiskvinnslufyrirtækjum. Námið hentar vel vinnandi fólki í grein- inni,“ segir Ásdís en hjá Fisk- tækniskólanum eru veittar frek- ari upplýsingar um námið. Nemendahópurinn sem úrskrifaðist á dögunum úr Marel fisktækni, ásamt starfsmönnum Fisktækniskóla Íslands og Marel hf. F réttir

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.