Morgunblaðið - 21.07.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is
Moules Frites
Bière
Bláskel með frönskum
og bjór
3490,-
alla fimmtudaga
lýst áður en af henni verður. Með-
an á því stendur megi vegfarendur
eiga von á einhverjum töfum á um-
ferð.
Aldrei lokað fyrir að fullu
„Önnur akreinin í einu verður
tekin og umferðinni vísað yfir á
hina á meðan. Svo það verður aldr-
ei lokað að fullu en það gætu orðið
einhverjar tafir,“ segir Ólöf í sam-
tali við Morgunblaðið.
Á síðasta ári voru samtals 850
metrar af vatnslögninni, sem liggur
frá lokahúsi við Laugaveg meðfram
Kringlumýrarbraut, endurnýjaðir
en halda á áfram með það verk og
tengja lögnina við nýja lokahúsið í
Stigahlíð.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Orkuveita Reykjavíkur hefur hafið
framkvæmdir við nýtt lokahús
vatnsveitu við Stigahlíð og lagnir
að því. Samkvæmt upplýsingum frá
Orkuveitunni mun það koma í stað
núverandi lokahúss sem er í gatna-
mótum Miklubrautar og
Kringlumýrarbrautar.
Að því er fram kemur á vef
Orkuveitunnar var hafist handa við
framkvæmdirnar fyrr í júlímánuði
en fyrirhugað er að grafa þvert yfir
Miklubraut dagana 5.-11. ágúst.
Að sögn Ólafar Snæhólm
Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa
Veitna, verður sú þverun vel aug-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skurður Framkvæmdir hafnar við Miklubraut/Kringlumýrarbraut.
Þvera Miklu-
brautina í ágúst
Orkuveitan endurnýjar lagnir
Jón Atli Bene-
diktsson, rektor
Háskóla Íslands,
fordæmir að-
gerðir Erdogans
Tyrklandsfor-
seta gagnvart
menntasamfé-
laginu í Tyrk-
landi. Að sögn
Jóns Atla liggur
ekki ljóst fyrir
hverjar afleiðingar pólitískra
hreinsana Erdogans verða fyrir HÍ.
Á vefsíðu skólans er einn tyrk-
neskur háskóli skráður sem sam-
starfsskóli Háskóla Íslands.
„Þetta eru mjög alvarlegir at-
burðir. Ég held að hjá okkur séu fá-
ir nemendur frá Tyrklandi, en þeir
eru þó nokkrir,“ segir hann.
Að sögn Jóns Atla á HÍ ekki í
miklu rannsóknasamstarfi við
Tyrki, en þó hafa einstakir prófess-
orar unnið að stökum verkefnum í
samvinnu við tyrkneska háskóla.
Erfitt er að meta stöðuna heildrænt
er svo skammt er liðið frá atburð-
unum.
Evrópusamtök háskóla (EUA)
hafa sent frá sér yfirlýsingu þar
sem aðgerðirnar í Tyrklandi eru
fordæmdar, en Jón Atli situr sem
formaður samstarfsnefndar há-
skólastigsins á Íslandi í EUA.
„Ég tek undir yfirlýsinguna.
Akademískt frelsi, lýðræði og sjálf-
stæði háskólastofnana eru mikil-
væg í Tyrklandi sem og annars
staðar,“ segir hann.
Rektor Háskóla Íslands fordæmir aðgerðir
Erdogans gegn háskólasamfélagi Tyrkja
Jón Atli
Benediktsson
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Mosfellsbær hefur nú bæst í hóp
sveitarfélaga sem félagið MCPB ehf.
hefur formlega til skoðunar sem
staðsetningu fyrir nýtt einkasjúkra-
hús og hótel. MCPB ehf. er í eigu hol-
lenska félagsins Burbanks Capital.
Kostnaður við verkefnið er áætl-
aður um 400 milljónir evra, eða um 54
milljarðar íslenskra króna.
Að sögn Gunnars Ármannssonar,
læknis og stjórnarmanns í MCPB,
standa viðræður yfir við nokkur
sveitarfélög en formlegt erindi hafði
áður verið sent Kópavogi og Garða-
bæ og verið samþykkt að hefja við-
ræður. Gunnar gerir ráð fyrir að
málið verði tekið upp á fundi bæjar-
ráðs Mosfellsbæjar í dag.
Að baki verkefninu er spænski
hjartalæknirinn Pedro Brugada, sem
mun hefja starfsemi í Klíníkinni í Ár-
múla 1. október nk., en hann hyggst
síðar koma upp skurðstofu á spítal-
anum, sérhæfðri í lækningu hjarta-
sjúkdóma og annarra tengdra sjúk-
dóma á borð við sykursýki, offitu og
mögulega stoðkerfissjúkdóma.
Einnig stendur til að reisa hótel
þar sem sjúklingarnir geta dvalist
ásamt aðstandendum sínum að lok-
inni aðgerð. Er aðstaðan ætluð út-
lendingum eingöngu.
Lóð við Reykjalund
Lóðin sem til skoðunar er í Mos-
fellsbæ heitir Sólvellir og er skáhallt
á móti Reykjalundi. Hún er sú sama
og hugsuð var undir einkasjúkrahús
félagsins PrimaCare á árunum 2010
til 2012, en þar stóð til að fram-
kvæma hnjáliða- og mjaðmaskipta-
aðgerðir. Þau áform runnu á hinn
bóginn út í sandinn. Að sögn Gunn-
ars er þó um eðlislík verkefni að
ræða.
„Þetta er sambærilegt konsept og
er til á mörgum stöðum í veröldinni,
þótt það hafi ekki orðið til hér á Ís-
landi,“ segir hann, en hugmyndin um
sjúkrahús og hótel fyrir útlendinga
er ekki ný af nálinni hér á landi.
Á spítalanum verða um það bil 150
herbergi og á hótelinu um 250. Búist
er við því að það gæti tekið um tvö til
þrjú ár að ljúka byggingar-
framkvæmdum og er verkefnið full-
fjármagnað.
Í Kópavogi er til skoðunar lóðin
Glaðheimar og í Garðabæ Vetrar-
mýrarlóðin, en hún er sú sama og
bent hefur verið á í umræðu um
byggingu nýs Landspítala.
Óformlegar viðræður um lóðar-
kaup eru uppi við fleiri sveitarfélög,
en margir hafa sýnt verkefninu
áhuga, þ.á m. einkaaðilar.
Einkasjúkrahús og
hótel fyrir 54 milljarða
Óska einnig eftir viðræðum við Mosfellsbæ um lóð
Morgunblaðið/Eggert
Sjúkrahús Pedro Brugada og Burbanks Capital hafa nú lóðina Sólvelli í
Mosfellsbæ í sigtinu sem mögulega staðsetningu sérhæfðs einkasjúkrahúss.
Deborah Lee James, ráðherra
bandaríska flughersins, yfirgaf Ís-
land í gær eftir að hafa heimsótt loft-
rýmisgæsluna á Keflavíkurflugvelli
og fundað með íslenskum stjórn-
völdum um áframhaldandi hlutverk
Bandaríkjanna í loftvarnaeftirliti
NATO og stuðning Íslands við starf-
semi bandalagsins.
„Heimsókn mín var mjög dýrmæt.
Bandaríski flugherinn tekur skuld-
bindingar sínar varðandi loftvarna-
eftirlit mjög alvarlega og við erum
mjög þakklát fyrir samstarfið milli
Íslands og hinna NATO-þjóðanna.
Við áttum okkur á landfræðilegu
mikilvægi Íslands og hlökkum til
áframhaldandi samstarfs okkar við
að tryggja öryggi gagnvart
sameiginlegri ógn,“ sagði James.
Styðja rekstur loftrýmisgæslu
Ráðherrann átti fund með skrif-
stofustjóra öryggis- og varnarmála í
utanríkisráðuneyti Íslands, Arnóri
Sigurjónssyni, á þriðjudag. Eftir
fundinn segist James vera þess full-
viss að NATO muni styðja fjárhags-
lega við rekstur loftrýmisgæslunnar
á flugvellinum í Keflavík.
Heidi H. Grant, annar vara-
ráðherra flughersins í alþjóða-
málum, fylgdi ráðherranum í heim-
sókn hans til landsins. Ferðin er
hluti af svæðisheimsókn þeirra til að
stuðla að öryggissamstarfi milli
Bandaríkjanna og annarra aðildar-
ríkja NATO.
Deborah Lee James tók við stöðu
ráðherra bandaríska flughersins ár-
ið 2013. Hún er 23. ráðherra flug-
hersins og ber ábyrgð á málefnum
ráðuneytis flughersins, þ.m.t. þjálf-
un og skipulagsmálum rúmlega 660
þúsund hermanna. agf@mbl.is
Bandaríski flugherinn
ræðir framtíðarsamstarf
Fullviss um fjárhagsstuðning NATO til gæslunnar
Ljósmynd/Bandaríska sendiráðið
Ráðherra Deborah Lee James, í dökkum jakka, stígur úr flugvél sinni við komuna til landsins í vikunni.