Morgunblaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 33
Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Fundarboð Aðal hluthafafundur Seljalax hf. fyrir árin 2014 og 2015 verður haldinn Í Skúlagarði föstu- daginn 29.júlí 2016 kl. 15.00 Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórn Seljalax hf. Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Vestmannabraut 62, 218-5037 , þingl. eig. Vestmannabraut 62 ehf., gerðarbeiðendur HS Veitur hf. og Vestmannaeyjabær og Vátrygginga- félag Íslands hf., miðvikudaginn 27. júlí nk. kl. 15:00. Kirkjuvegur 17, Vestmannaeyjar, fnr. 218-4379 , þingl. eig. Jón Helgi Sveinsson og Hrund Scheving Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur Sjóvá- Almennar tryggingar hf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 27. júlí nk. kl. 14:00. Sólhlíð 3, Vestmannaeyjar, fnr. 218-4681 , þingl. eig. Elva Ósk Matcke og Þorbjörg Rósa Jónsdóttir, gerðarbeiðendur Vestmannaeyjabær og Tryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 27. júlí nk. kl. 14:30. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 20. júlí 2016 Tilkynningar Auglýsing um Ljósleiðaravæðingu í Kjósarhreppi Lagning ljósleiðara í Kjósarhreppi 2016, 2017 og 2018 . Unnið er að lagningu á ljósleiðara um Kjósarhrepp sem á að veita öruggt netsamband í sveitarfélaginu. Gert er ráð fyrir að tengja öll lögheimili, fyrirtæki og frístundahús sem þess óska. Auglýst er eftir: A - Aðila eða aðilum sem sannanlega ætla að koma á ljósleiðaratengingum í Kjósarhreppi á þessum árum á markaðslegum forsendum. B - Hæfum aðila eða aðilum til að taka að sér að byggja upp og reka til framtíðar ljósleiðarakerfi með stuðningi frá Kjósarhreppi, komi til þess að enginn aðili svari lið A hér að ofan. Aðilar sem óska eftir stuðningi frá sveitarfélaginu skulu uppfylla tilteknar kröfur um fjarskiptaleyfi, fjárhagslegan styrk, reynslu af uppbyggingu og rekstri sambærilegra kerfa. Leggja skal fram raunhæfa verkáætlun. Auglýsing um ljósleiðaravæðingu í Kjósarhreppi (liður A) var áður birt opinberlega í september 2015. Áhugasamir aðilar skulu senda tilkynningu til Kjósarhrepps á netfangið gudny@kjos.is fyrir kl.12:00 föstudaginn 19. ágúst 2016. Guðný G Ívarsdóttir sveitarstjóri Kjósarhrepps. Kjósarhreppur Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Garðabær Handavinnuhorn og vöfflukaffi kl. 13 í Jónshúsi. Gjábakki Handavinna kl. 9. Gullsmári Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, handavinna kl. 13. Hár- greiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum. Allir velkomnir! Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, spilað botsía kl. 10, matur kl. 11.30. Spiluð félagsvist kl. 13.15, kaffisala í hléi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, bóka- bíllinn kl. 10-10.30, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14. Upplýsingar í s. 411-2760. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlaug Seltjarnarness kl. 7.15.Tölvu- námskeið í Valhúsaskóla kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Félags- vist á Skólabraut kl. 13.30. Smáauglýsingar Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, ✝ Ingibjörg Jóns-dóttir fæddist á Ísafirði hinn 24. desember 1950. Hún var bráðkvödd á heimili sínu 19. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru Kristján Jón Kristjánsson bakari og Þorbjörg Ásta Björnsdóttir Blöndal húsmóðir. Þau er bæði látin. Ingibjörg var næstyngst átta systkina. Systk- ini hennar eru: Rósbjörg (Rósa), Sigríður (Sigga), Þórdís (Bíbí), Karín Kristín (Kæja), Ásta (Systa), Jón (Nonni) og Örn Jónsbörn. Þær Þór- dís og Karín Kristín eru látnar. Ingibjörg giftist Kristni Erlingi Jónssyni skipstjóra, f. 1.6. 1951, hinn 30. desember 1973. Þau slitu samvistum 2002. Börn þeirra eru: 1) Reynir Örn Krist- insson, f. 16.2. 1971, d. 16.5. 2002. Eftirlifandi sonur hans er Kristinn Ingi Reynisson, f. 7.12. 1992. 2) Unnur Ásta Krist- insdóttir, f. 12.10. 1974, sam- býlismaður hennar er Guð- mundur Hannesson, f. 9.3. 1971. Börn þeirra eru Viktor Ingi, f. 13.7. 1995, Sandra Rún, f. 9.7. 2000 og Mikael Natan, f. 7.11. 2010. 3) Kristín Kristinsdóttir, f. 12.10. 1981, sambýlismaður hennar er Sigurður Rúnar Ás- mundsson, f. 7.3. 1979. Börn þeirra eru Heiðdís Inga, f. 11.7. 2011 og Emilía Rós, f. 29.9. 2012. Börn Sigurðar úr fyrra hjóna- bandi eru Viðar Kristófer, f. 28.2. 1997 og Erla, f. 16.6. 1998. Útför Ingibjargar hefur farið fram í kyrrþey. Elsku, elsku mamma mín. Aldrei nokkurn tímann hefði mig grunað að ég þyrfti að kveðja þig svona ung og svona snöggt. Sál mín grætur af söknuði til þín, því missirinn er svo mikill. Tárin eru mörg en orðin fá. Þú varst einhver sú besta og hlýjasta móðir sem Guð gat okkur gefið og stelpurnar mínar og barnabörnin þín voru svo lánsöm að eiga þig sem ömmu. Ég veit að við hittumst aftur á ævinnar enda, en þangað til býr sál þín í hjarta mínu og huga og ég veit að þú yfir okkur vakir. Blessuð sé minning þín, elsku mamma, og megir þú njóta hins eilífa friðar og dásemd- ar sem þú nú býrð við hjá Guði okkar á himnum. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson) Kristín Kristinsdóttir. Elskuleg vinkona mín til rúm- lega 40 ára er farin frá okkur. Hún fór svo allt of fljótt. Ég er enn að átta mig á þessari staðreynd. Einum og hálfum mánuði fyrr hafði ég misst einkabróður minn, jafnaldra hennar. Við Ingibjörg eða Lilla, eins og hún var jafnan kölluð, kynntumst árið 1975 í gegnum sameiginlega vinkonu í Sandgerði þar sem við bjuggum allar á þeim tíma. Hún treysti mér til að gæta dóttur sinnar, Unnar Ástu, sem var sex mánaða þá. Eftir það slitnaði ekki taug vináttunnar. Við stofnuðum saumaklúbb ásamt nokkrum öðrum ungum konum og hann heldur enn velli. Lilla flutti til Keflavíkur nokkrum árum síðar en það voru í raun alltaf bara nokkur skref milli okkar vin- kvennanna. Fljótar að skreppa yfir Miðnesheiðina. Börnin okkar urðu félagar. Dætur mínar vinkonur dætra hennar og Eiríkur sonur minn vinur Reynis sonar hennar. Reyni son sinn missti hún árið 2002. Þá var hann aðeins 31 árs gamall. Mikil harmur var það henni ásamt öðrum erfiðleikum sem hún gekk í gegnum á svipuð- um tíma. En hún brotnaði ekki þótt hún bognaði. Lilla og maður hennar Kristinn slitu samvistum 2002 og var hún eftir það ein. Hún bjó hjá mér í fjóra mánuði árið 2004 þegar hún var að velja sér og kaupa íbúðina sína sem hún síðan bjó í til dauða- dags. Síðar, eftir að ég flutti úr þéttbýlinu, fannst henni fátt betra en koma hingað í sveitina til mín í Stafneshverfið og þá sérstaklega þegar sólin skein. Þá sátum við úti með kaffibollana og röbbuðum saman eða fórum í gönguferðir. Iðulega gisti hún og dvaldi tvo daga eftir að hún hætti að vinna. Eitt sinn var hún hjá mér í þrjár vikur. Og oft þegar ég fór til Keflavíkur kíkti ég við hjá henni í kaffi. Þetta var orðinn fastur punktur í tilveru okkar. Það er því með miklum trega sem ég skrifa þessar örfáu línur. Hún hefði sjálf ekki viljað hafa þær margar. Hún einfaldlega var þannig. Lítið fyrir að láta á sér bera þó glæsileg væri. Ég kveð góða konu með þessum fátæklegu orðum. Kveð ég þig, Lillan mín ljúfa, sem lokaðir augum svo skjótt. Vináttu okkar ekkert mun rjúfa, hjá syninum sefur þú rótt. Sigurbjörg Eiríksdóttir (Silla). Ingibjörg Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Lilla mín Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is VAÐNES - sumarbústaðalóð Til sölu fallegar sumarhúsalóðir m. aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu sumarhúsahverfi í landi Vaðness í Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Vaxtalaus lán í allt að eitt ár. Allar nánari upplýsingar gefur Jón í síma 896-1864 og á facebook síðu okkar vaðnes-lóðir til sölu. Iðnaðarmenn Ýmislegt Útsala - Útsala - Útsala Tékkneskar og slóvakískar kristals- ljósakrónur. Slóvak Kristall, Dalvegur 16 b, 201 Kópavogur s. 5444333 og 8201071 Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólbarðar Vörubíladekk útsala 4 stk 275/70 R 22.5 DR 1 Matador 3 stk 1200 R 20 DR 2 4 stk 245/70 R 19.5 Fulda sumardekk 8 stk 215/75 R 17.5 MP 460 Stök dekk Matador, Sava Fulda: 1 stk 275/70 R 22.5 MP 460, 1 stk 305/70 R 19.5 4 stk 13 R 22.5, 4 stk 12 R 22.5, 2 stk 385/65 R 22.5 1 stk 295/80 R 22.5, 3 stk 315/70 R 22.5, 1 stk 11 R 22.5 1 stk 315/80 R 22.5, 1 stk 1000 20 MP 600 Traktorsdekk 1 stk til í þessum stærðum: 16.9 -30, 13.6 -24 , 11.2 - 28, 14.9-24, 12.4 R 24 og 1 stk Super Swamper TSL 38x15.5x16.5 Kaldasel ehf ., Dalvegur 16 b, Kópavogur s. 5444333 Húsviðhald Smáauglýsingar Þegar kær vinur er kvaddur er ekki skrítið að fólk velti fyrir sér tilverunni. Fjölmargar flóknar spurningar vakna. Dauðinn, sem er hluti til- verunnar, kennir okkur einlægni, var haft eftir danska rithöfundin- um og heimspekingnum Sören Kierkegaard. Frammi fyrir mætti hans getum við ekki annað en ver- ið einlæg, viðurkennt vanmátt okkar og trega, ekki síst þegar við mætum söknuðinum sem er óum- flýjanlegur hluti hans. En dauðinn fær okkur jafnframt til að staldra við, líta yfir farinn veg, rifja upp góðar stundir, rifja upp dýrmætar stundir með þeim sem við unnum en verðum nú að kveðja. Ástráður Karl eða Kalli eins og hann var alltaf kallaður var hress og hláturmildur en jafnframt yf- irvegaður. Þegar þau Hrefna kynntust gaf hann sig ekki þótt Hrefna væri tvístígandi. Hann vann hug hennar og hjarta með þolinmæði og þrjósku. Hann reyndist síðan kletturinn í lífi hennar og Jóhannesar. Kalli var hjartahlýr, glaðvær og fór mikinn þegar hann sagði sögur. Hann hafði ákveðnar skoðanir en virti álit annarra, var ráðagóður og vin- Ástráður Karl Guðmundsson ✝ Ástráður KarlGuðmundsson fæddist 19. október 1959. Hann lést 9. júlí 2016. Útför Ástráðs Karls fór fram 20. júlí 2016. ur í raun. Mikill höfð- ingi heim að sækja, góður kokkur og opnaði heimili sitt fyrir okkur vinunum. Hann bar hag Hrefnu og Jóhannes- ar ætíð fyrir brjósti og þau hjónin vógu hvort annað upp á svo skemmtilegan og lifandi hátt; Kalli dró Hrefnu hæfilega nið- ur á jörðina þegar hún fór hátt á flug og Hrefna dró Kalla upp úr værðinni og tók hann með sér á flug. Kalli reyndist Jóhannesi ein- stakur. Tók hann að sér og gekk honum í föðurstað. Jóhannes er ekki bara að missa föður heldur besta vin sinn líka. Sambandið sem þau mynduðu saman; Kalli, Hrefna og Jóhannes, var einstakt. Það leyndi sér ekki á fermingardegi Jó- hannesar í vor hvað Kalli var stolt- ur faðir og eiginmaður. Núna verða þær fallegu minningar enn dýrmætari. Eitt sinn var spurt í hverju ham- ingjan fælist. Einn svaraði á þá leið að hamingjan fælist í góðum minn- ingum. Minningarnar eru margar og dýrmætar sem við geymum og munum geyma um ókomin ár. Við erum þakklát fyrir samfylgdina og allar góðu stundirnar. Elín Lára, Snorri Páll, Margrét, Jóhann, Margrét Elsa, Sveinn og Jóhanna.  Fleiri minningargreinar um Ástráð Karl Guðmunds- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.