Morgunblaðið - 21.07.2016, Side 29

Morgunblaðið - 21.07.2016, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016 „Vinnan er lífið – iðjuleysi dauði“ var kjarninn í þeirri lífsspeki sem hann afi reyndi að boða manni allt frá því ég man fyrst eftir mér. Hversu oft var hann ekki búinn að láta þessi orð falla við hin ýmsu tækifæri, líklega vegna þess að þetta hefur verið hans veganesti út í lífið líka á sínum tíma. Það hafði verið að duga eða drepast að alast upp á þeim krepputíma og hernáms- árum sem einkenndu fyrri hluta síðustu aldar. Hann bar mikla virðingu fyrir minningu forfeðra sinna og þeirra lífsbaráttu, og vildi miðla því áfram til sinna afkomenda að lífið er eitthvað sem þarf að hafa fyrir. Hann hafði frá upphafi gert sér grein fyrir því að lífsbjörgin synti í sjónum og þangað þurfti að sækja hana og draga á land. Það varð hans ævistarf. Sjómennskan og fiskveiðar var þó fyrir afa ekki bara vinn- an hans heldur líka aðaláhuga- mál og þó mann rámi í bíltúra í hendingskasti um Þingvalla- hringinn með afa og ömmu, þá voru þeir ansi mikið fleiri og lengri bíltúrarnir á bryggjurnar með tilheyrandi spjalli við hina ýmsu sjóara. Löngum stundum var líka búið að verja á Kleifum við að hagræða bátnum, lagfæra veiðarfæri; bæta net; hnýta slóða og svo snúast í að gera að fiskinum sem dreginn var á land og verka hann á ýmsan hátt. Svo miklum tíma og natni var oft varið í þessi verk að nóg þótti um, og ýmislegt annað sem fékk að sitja á hakanum í staðinn. Minnisstæðar eru fjölmargar sjóferðir á árabátnum út á Ólafsfjörð, með færi eða til að vitja um net þegar afi var í fríi á Kleifum og svo seinna eftir að hann hætti á sjónum. Þá skipti engu máli hvaða tími sólar- hringsins var, því ef aðstæður á firðinum voru fiskilegar að sjá, þá var ekki nokkur leið fyrir Edda fisk að sitja kyrr í landi. Til dæmis ef fuglinn hegðaði sér á þennan veginn en ekki hinn, þá vissi það á fisk, og um netin skyldi vitjað þegar stóð rétt á sjávarföllum en ekki klukkan þetta eða hitt. Strákurinn, svona kannski rétt um tíu ára aldur, hafði bara gott af að dinglast þetta með þó hann hefði kannski stundum frekar viljað sofa heima. Hitt áhugamál afa tengdist mikið aðaláhugamálinu, en það var að gefa afkomendum sínum að borða, barnabörnunum og seinna barnabarnabörnunum. Helst auðvitað fisk, en svo bara allan annan mat líka, því þau áttu að borða allan mat og helst vel af honum. Ýmsu sinnti afi öðru sem hann hafði minni áhuga á og innan fjölskyldunnar eru þekkt tilþrif hans við viðhaldsvinnu eins og smíðar, málningarvinnu og garðslátt svo nokkuð sé nefnt. Þetta voru verk sem hon- um þótti rétt að eyða sem allra minnstum tíma í en leysa á sem einfaldastan hátt. Þarna, eins og svo víða, birtist þó skipstjórinn í honum. Hann gaf ekkert mikið fyrir tilsögn en vildi vinna svona verk á sinn hátt og allra helst á einhvern hátt öðruvísi en al- mennt var gert. Teipviðgerðir með einangrunarlímbandi og reddingar með grænu snæri eru eitthvað sem barnabörnin kann- ast öll við og líklega einhverjir fleiri. Eftir lifir minning um indæl- Eggert Gíslason ✝ Eggert Gísla-son fæddist 12. maí 1927. Hann lést 12. júlí 2016. Útför Eggerts var gerð 20. júlí 2016. an karl sem þótti svo ósköp vænt um allt fólkið sitt. Guð geymi þig, afi minn. Ólafur Ármann. Eddi afi er látinn og mig langar að minnast hans í nokkrum orðum. Afi var afburða skipstjóri og aflakló. Reyndar svo mikil að mig grunar að flestar greinar um hann fjalli mikið til um þann hluta af lífi hans sem gerði hann að ein- hvers konar rokkstjörnu á sín- um tíma. Ég vil hins vegar minnast hans sem afa. Hann var afi sem kenndi okkur margt um lífið og gaf okkur stóran hluta af sínu. Hann kenndi okkur að vera þakklát og framsýn og gera okkur sem mestan mat úr þeim tækifærum sem lífið færir okkur. Hann kenndi okkur líka að marhnúturinn er ekki góður matfiskur, þó það megi alltaf prófa, og að það eru bara afar á jeppum sem mega keyra hratt á hæðóttum malarvegum til að skemmta barnabörnum í sum- arfríi. Ég hef í það minnsta ekki tekið þetta upp eftir honum enn, enda ekki orðinn afi sjálf- ur. Afi var af gamla skólanum varðandi margt, enda fæddur 1927, en hann tók þó umsvifa- laust forystu í innleiðingu tækninýjunga sem færðu sjáv- arútveginn í landinu inn í nú- tímann. En hann átti líka stóran þátt í að ala upp fjöldann allan af barnabörnum og síðar barna- barnabörnum með Ínu ömmu sem kvaddi okkur í vor. Það er lýsandi fyrir þeirra samband að hann fylgi fast á hæla henni í þessa ferð líkt og aðrar. Þrátt fyrir ákveðni Eggerts Gísla- sonar skipstjóra og sterkar skoðanir þeirra beggja, hvort sem var á pólitík eða eldunar- tíma lambakjöts, voru þau sam- herjar í lífinu. Hann hélt um stýrið á sjónum, en hún á heim- ilinu. Þannig mynduðu þau sterka heild sem gaf sig aldrei. Afi var réttsýnn, þoldi ekki hræsni og mátti ekki vita af svöngum manni nálægt sér án þess að reyna að koma í hann einhverjum bita. Það var stund- um erfitt fyrir barnabörn sem vildu passa línurnar að láta sjá sig í eldhúsinu á Kleppsveginum þar sem stöðugt voru bornar fram kræsingar fyrir alla sem ráku inn nefið. Þannig var afi bara: vildi allt fyrir alla gera og best fannst honum að geta hlaupið undir bagga með þeim sem sýndu tilburði til þess að hjálpa sér sjálfir. Þau Ína amma hafa gefið mér margt í gegnum tíðina, áþreifanlegt sem og and- legt, sem ég verð alltaf þakk- látur fyrir. Afi minn, takk fyrir öll góðu árin, fjöruferðirnar á Kleifun- um, stuðninginn á námsárunum og allt hitt. Sigurbjörn Reginn. Eddi afi hefur kvatt þennan heim. Hann gerði það sáttur og var tilbúinn að fara. Hann kvaddi með reisn og af æðruleysi, þakklátur fyrir líf sitt og allt sitt fólk. Hann talaði oft um það ríkidæmi sem fólst í börnum hans, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarna- börnum og hann sagði það oftar en einu sinni hve þakklátur hann væri fyrir að eiga allt þetta fólk. Hann vissi nefnilega hvað skipti máli í lífinu. Afi var sannkallaður klettur. Hann vissi hvar hann stóð og hann vissi hvaða gildi hann hafði í heiðri. Hann gerði aldrei mannamun og allir voru vel- komnir í kaffi á Kleppsveginn og í sumarbústaðinn á Kleif- unum. Dag einn bankaði maður upp á hjá honum og ömmu á Kleppsveginum og bauðst til að vinna í garðinum þeirra fyrir smáaura. Afi tók það ekki í mál að hann færi að vinna í garð- inum hans en í kaffi og með því skyldi hann koma og var mann- inum boðið samstundis inn í eld- hús. Þessi maður kom eftir það oft í kaffi til þeirra og lagði sig stundum í sófanum í stofunni hjá þeim. Svona var afi, mátti ekkert aumt sjá. Afi gaf sér tíma til að spjalla í eldhúsinu, segja frá gömlu tímunum og gefa manni heil- ræði. Ég hef oftar en einu sinni lent í aðstöðu þar sem ráð hans hafa komið upp í huga mér og ég hef farið eftir þeim. Hann skipti sér af manni og sagði sína skoðun. Hann gaf af sér í anda og efni og var gjafmildi hans með eindæmum. Ég er þakklát afa fyrir margt en það sem stendur upp úr er hve góður hann var stelpunum mínum. Hlýjan sem hann sýndi þeim og velviljinn, stundirnar á Kleifunum, bakhurðin alltaf op- in alla nóttina svo þær gætu komið inn og fengið sér morg- unmat og vakið hann og ömmu. Alltaf heilsað og kvatt með kossi og hlýju faðmlagi og síðan staðið við gluggann og vinkað þar til horfið var úr augsýn. Þannig kveð ég afa minn með hlýju faðmlagi og kossi. Hvíldu í friði, elsku afi. Þín Þórunn Inga. Það eru margar góðar minn- ingar sem leita á hugann þegar ætlunin er að skrifa stutta grein um þig, elsku afi. Flestar eru þær úr barnæsku og tengjast samverunni við ykkur ömmu á Kleifunum í Ólafsfirði. Þar nut- um við barnabörnin þeirrar gæfu að dvelja hjá ykkur dög- um og vikum saman á sumrin. Þú kenndir mér margt sem ég hef búið að alla ævi. Flesta daga var farið á bryggjuna, veitt á stöng eða vitjað um netin á árabátnum Litla Rauð. Gert að aflanum í gamla sjóhúsinu sem sjórinn hafði brotið stórt skarð í. Oft þurfti að hafa aðeins fyrir hlut- unum, t.d. þegar draga þurfti bátinn á land eða bera fisk heim í bústað. Aldrei datt manni þó í hug að kvarta og reyndi alltaf sitt besta til að standast vænt- ingar. Þú varst óspar á hrósið og skammaðir aldrei, heldur veittir tilsögn. Við fórum fram á dal til að stinga upp mó, sem við þurrkuðum í sólinni og þú not- aðir til að reykja fisk og kjöt. Oft var Sigurfinnur mágur þinn og vinur með í þessum verkum. Þú varst mikill áhugamaður um knattspyrnu og við fórum á marga leiki saman, bæði í Ólafs- firði og í Reykjavík. Þín lið voru Leiftur í Ólafsfirði og Þróttur í Reykjavík. Þú fylgdist vel með úrslitum og vissir mjög margt bæði um íslenska og enska knattspyrnu. Þú stundaðir borð- tennis lengi vel og það var mjög gaman að fara með þér í Þrótt- arheimilið og fá kennslu í þess- um skemmtilega leik. Þetta eru aðeins nokkrar af þeim góðu minningum sem þú skildir eftir þig, afi minn, og ég vil þakka þér fyrir þær allar og hafðu það sem allra best á nýj- um slóðum með Ínu ömmu. Eggert Þór Óskarsson. Elsku Eddi afi. Okkar uppáhaldsminningar um þig eru af Kleifunum. Þú tókst á móti okkur í Árbænum þegar við komum hlaupandi yfir veginn á morgnana, glorhungr- aðar, og sast svo með okkur á meðan við borðuðum skál eftir skál af kókópöffs. Það var alltaf til og alltaf jafn gómsætt. Þú sagðir við okkur að þó þið amma væruð sofandi þá kæm- umst við inn að aftan svo aldrei þyrftum við að verða svangar. Þér fannst það það mikilvæg- asta í heiminum – við yrðum að fá kókópöffs. Þú þvertókst alltaf fyrir að þiggja gjafir en heimili þitt og hlutir voru opnir öllum þeim sem bönkuðu upp á. Gestir fengu úrval af kræsingum og stigu aldrei svangir frá borðum, ekki einu sinni aumingja hund- arnir sem fengu ekki að sitja til borðs með fólkinu. „Guð grætur ef einn er skilinn útundan,“ sagðir þú og hentir í þá afgöng- um og kjötbitum þegar þú hélst að enginn sæi til. Takk fyrir öll árin, kókópöffs- ið og óþrjótandi gjafmildi þína. Þú kenndir okkur að skilja eng- an útundan, hvorki loðdýr né aðra einstaklinga. Þínar langafadætur, María og Ingibjörg (Imba). Mig langar til að minnast í örfáum orðum þessa magnaða aflamanns sem að öðrum ólöst- uðum er eftirminnilegasti skip- stjórinn sem ég sigldi með á mínum sjómannsferli. Þessi þrjú sumur í Norðursjónum og tvær loðnuvertíðir sem ég starf- aði undir hans stjórn á Gísla Árna RE 375 voru einstaklega eftirminnileg og lærdómsrík. Að upplifa karlinn í veiðiham var ógleymanlegt. Einbeitingin og stemningin var eitthvað sem maður hafði ekki upplifað áður. Eggert hafði yfirnáttúrulega sjón sem án efa gaf honum ein og sér forskot á aðra, ekki síst framan af einstökum ferli, með- an lítið var um fiskleitartæki. Ég mun aldrei botna í hvern- ig hann sá vaðandi síld eða fuglager löngu á undan öllum öðrum úr þvílíkri fjarlægð að það hálfa væri nóg og morg- unljóst í mínum huga að mörk sjóndeildarhrings hans voru á allt öðrum stað en hjá öðrum. Margs er að minnast frá ár- unum með Eggerti sem ekki rúmast í stuttri minningargrein. Ég vil þó rifja upp sumarið 1974 en það ár fór fram í Vestur- Þýskalandi HM í knattspyrnu. Í þá daga var ekki burðugur bún- aður í skipum til að ná svart- hvítum þeirra tíma sjónvarps- útsendingum, en grilla mátti í mynd á stöku stað á Shetlands- eyjamiðum. Eggert hafði gríð- arlegan áhuga á knattspyrnu, mér eru í fersku minni þeir dag- ar sem stærstu leikir keppn- innar fóru fram. Þá fór dag- urinn í að leita að geisla, einhverjum bletti þar sem örlaði fyrir mynd og enginn var glað- ari en „kallinn“ þegar það tókst. Síldin fékk frið á meðan, en það kom ekki að sök því minn mað- ur var yfirleitt fljótur að finna hana að leik loknum. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa verið svo heppinn að hafa átt þessi stórkostlegu ár með Eggerti og frábærri áhöfn hans. Hans verður um alla framtíð minnst sem mesta afla- skipstjóra síldaráranna og framlag hans til þjóðfélagsins er einfaldlega ómetanlegt. Gísla Árna, Ólafi, Soffíu, Hrefnu og fjölskyldum þeirra votta ég mína innlegustu samúð. Árni Bjarnason. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Eggert Gíslason var gull af manni og reyndist hann okkur hjónum vel alla tíð og við þökk- um honum samstarfið og sam- fylgdina í gegnum árin. Við vottum fjölskyldu Egg- erts samúð okkar og hlýhug. Kveðja, Hjörtur og Ester. Eggert Gíslason skipstjóri úr Garðinum er fallinn í valinn 89 ára gamall. Hann var einn mesti aflakóngur þessarar þjóðar, jafnvígur á vetrarvertíðum og síldveiðum. Skip hans voru lengst af Víðir II og Gísli Árni. Á vetrarvertíðum reri hann frá Sandgerði á Víði II og þar kynntist ég honum fyrst, er ég var háseti á bát með Atla föður mínum, sem einnig var skip- stjóri úr Garðinum og góður vinur Eggerts. Ekki hafði ég grun um þá, að hann væri mjög íþróttasinnaður maður, en það átti eftir að breytast þegar við Þorbergur bróðir urðum úrvalsdeildarleik- menn með knattspyrnuliði Fram. Gerðist Eggert þá mikill Framáhangandi og sótti leiki með Fram grimmt og jafnvel elti liðið til Akureyrar og Vest- mannaeyja. Ekki minnkaði áhuginn þegar við bræður vor- um valdir til að leika fyrir Ís- lands hönd. Sótti hann alla leiki og kallaði okkur fyrstu lands- liðsmenn Garðsins, þrátt fyrir að við værum aðeins ættaðir úr Garðinum. Þegar ferli okkar bræðra lauk vildi svo vel til að knattspyrnufélagið Víðir Garði byrjaði sitt gullaldartímabil. Gerðist hann þá heitur aðdáandi þeirra Garðbúa, sem var vel við hæfi. Nokkrar sögur sagði karl fað- ir minn mér af veiðiklókindum Eggerts. Ein var af línuvertíð í Sandgerði. Mokfiskirí hafði ver- ið í fjóra daga og var mikil kappsigling á hverjum morgni til að ná þessum veiðibletti. Á fimmta degi slökkti Eggert sigl- ingaljósin og tók aðra stefnu og var hann sá eini sem kom með fullfermi þann daginn. Hann hafði greinilega eitthvað sem aðrir höfðu ekki. Einnig var karlinn berdreym- inn, það reyndi ég af eigin raun. Við Framarar vorum að fara í deildarleik gegn Val. Ég hitti Eggert rétt fyrir leik og var ekkert sérlega upprifinn eftir frekar erfiða byrjun móts. Markamaskína okkar, Kiddi Jör, hafði ekki skorað mark í fyrstu þremur leikjum okkar og við ekki unnið leik. Eggert hnippti í mig og sagðist hafa dreymt skrýtinn draum þá um nóttina: „Við Kiddi vorum í lax- veiði saman og hann nældi í tvo laxa.“ Að sjálfsögðu skoraði Kiddi tvö mörk og við unnum leikinn og áttum frábært tíma- bil. Ég heimsótti Eggert nokkr- um sinnum, sérstaklega til að tala um gamla tíma og hæfileika hans í aflabrögðum. Þar var lít- ið að hafa enda karlinn hógvær mjög og vildi miklu frekar ræða um knattspyrnu. Ég vil þakka Eggert fyrir áhuga og tryggð við okkur bræður. Við erum ávallt stoltir yfir því að vera ættaðir úr Garðinum. Blessuð sé minning hans. Jóhannes Atlason. Að vera samferða góðu fólki á lífsleiðinni er nokkuð sem mað- ur fær ekki fullþakkað. Ég átti því láni að fagna að kynnast þeim sómahjónum Reg- ínu Ólafsdóttur og Eggerti Gíslasyni um leið og ég kynntist syni þeirra, honum Óla, og varð heimagangur á fallegu heimili þeirra í mörg ár. Regína sá um heimilið á meðan Eggert var á sjónum, hún var blíð og góð kona og var alltaf með eitthvað gott með kaffinu fyrir okkur strákana. Ég sá minna til Egg- erts enda var hann oftast úti á sjó. Þegar ég var 16 ára var ég að koma labbandi eftir Norður- brúninni úr vinnu á Hrafnistu og heyrði þá kallað á mig en áttaði mig ekki í fyrstu hvaðan kallið kom en sá svo þá feðga úti í glugga. Þeir báðu mig að tala aðeins við sig og Eggert bauð mér, þarna út um gluggann, pláss á Gísla Árna RE 375 sem var að fara á loðnu- veiðar þetta sama kvöld. Ég taldi mig ekki geta þegið boðið þar sem ég var í annarri vinnu, en þegar ég sagði pabba frá þessu við kvöldverðarborðið þá sagði hann mér að fara og þiggja boðið og þannig var það að ég var kominn út á miðjan Faxaflóa þá um kvöldið á leið norður fyrir land á sumarloðnu- veiðar. Ég var ekki að hugsa um það þá en þarna var ég kominn um borð í frægasta afla- skip Íslands með aflahæsta skipstjóra landsins við stjórn- völinn. Maður varð vitni að því af hverju Eggert var svona feng- sæll, hann var útsjónarsamur og var ekki með neitt hálfkák, það var ekki hætt fyrr en búið var að fylla bátinn. Þetta sumar, 1976, var loðnan yfirleitt dreifð og stóð djúpt og fékkst lítið í hverju kasti og t.d. í einum túrnum var kastað nánast stanslaust í 36 tíma þar til skip- ið var fullt og hægt að halda til lands. Það var eins og Eggert væri með tvær stillingar, eina þegar hann var á sjónum þar sem þurfti auðvitað að sýna ákveðni, árvekni og útsjónarsemi og svo var önnur stilling þegar hann var í landi og gat slappað af og þá var sérstaklega gaman að sjá hversu mikil barnagæla hann var þegar hann hitti barnabörn- in sín. Ég hitti Eggert síðastliðinn sjómannadag á Hrafnistu og það var heldur farið að draga af skipstjóranum og núna rúmum mánuði síðar er hann kominn í örugga höfn hjá Regínu sinni sem lést fyrir þremur mánuð- um. Ég bið góðan guð að blessa minningu Eggerts og Regínu og sendi Óla, Sigrúnu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Oddur Kr. Finnbjarnarson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, dóttur og ömmu, KRISTÍNAR ÞORBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Ferjunesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fossheima fyrir góða umönnun. . Ingjaldur Ásmundsson, Margrét Ósk Ingjaldsdóttir, Guðjón Birgir Þórisson, Ólafur Ingjaldsson, Oddný Ása Ingjaldsdóttir, Jakob Nielsen, Ásmundur Ingjaldsson, Ólafur Halldór Torfason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.