Morgunblaðið - 21.07.2016, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016
Í huga mér töfra
ég fram minningu,
því að minningin er
eina svarið sem
sorgin tekur gilt. Ég töfra fram
minningu sem þó er svo miklu
meira en minning um einn at-
burð, heldur er hún endurtekið
stef ómetanlegra stunda. Það er
matarboð í Grenilundinum.
Þarna erum við öll: Sverrir og
Soffa, Berglind og Hanna og
fólkið okkar allt. Við borðum
góðan mat og spjöllum um lífið
og listina, við segjum sögur og
syngjum fram á rauðanótt. Og
enginn geislar eða gefur meira
af sér heldur en Soffía. Það er
svo ofboðslega gaman hjá okkur
og gott að vera til.
Þetta minningastef verður
mér ómetanlegt um alla tíð, aldr-
ei eins og nú á þessari ótíma-
bæru kveðjustund. En þó að
sorgin sé sár, þá verður þakk-
lætið henni ævinlega yfir-
sterkara. Elsku, hjartans Soffía,
takk fyrir allt.
Vilhjálmur Bergmann
Bragason.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er
jörðin.
Svo orti Reykjarvíkurskáldið
Tómas Guðmundsson í ljóði sínu
Hótel Jörð.
Já, margt er um manninn á
Hótel Jörð. Samferðafólkið á
lífsleiðinni er eins ólíkt og það er
margt. Sumir eiga með manni
samleið en aðrir síður. Þannig er
lífsins gangur.
Soffía, eða Soffa hans Sverris
eins og hún var oftast kölluð af
okkur, kom inn í líf mitt þegar
minn kæri frændi Sverrir og hún
rugluðu saman reytum. Hún
heillaði mig frá fyrstu kynnum
og eignaðist sess í hjarta mér.
Hún var hrífandi kona. Stór-
glæsileg, geislandi af lífsgleði og
átti sviðið hvar sem hún kom.
Hlý, með fallega útgeislun og
áberandi skemmtileg var hún,
aldrei yfirborðskennd og sýndi
manni ávallt einlægan áhuga.
Sérstaklega var hún áhugasöm
hvað börnin manns varðaði, vildi
alltaf vita hvernig gengi hjá
þeim og hvað þau hefðu fyrir
stafni, alltaf svo jákvæð þannig
að manni leið ósjálfrátt vel eftir
samverustundirnar með henni,
þannig var Soffía.
Hún gerði margar stórar
stundir í lífi okkar enn ógleym-
anlegri með fallegum söng sín-
um og skemmtilegheitum, minn-
isstæð öllum sem upplifðu.
Soffía var mikil fjölskyldu-
kona og var aðdáunarvert að
fylgjast með hvað þau Sverrir
voru náin og samstiga. Þegar
hún talaði um Sverri sinn, Berg-
lindi og Hönnu Soffíu sínar duld-
ist engum ástin til þeirra og hve
stolt hún var af þeim.
Þegar ég kveð Soffíu er mér
efst í huga þakklæti fyrir að hafa
fengið að kynnast þeirri yndis-
legu manneskju sem hún var.
Hún skildi eftir spor sem aldrei
gleymast.
Hennar verður sárt saknað.
Elsku frændi minn Sverrir og
frænkur mínar, Berglind og
Hanna Soffía, missir ykkar er
mikill. Við Ragnar og börnin
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Megi Guð umvefja ykkur í
sorginni og gefa ykkur styrk.
Sveindís Danný.
Soffía
Guðmundsdóttir
✝ Soffía Guð-mundsdóttir
fæddist 28. sept-
ember 1951. Hún
lést 9. júlí 2016.
Útför Soffíu fór
fram 20. júlí 2016.
Kata, Hanna,
Soffa, Fjóla, Guð-
björg, Steinþóra,
Rúnar. Þulan sem
ég lærði til að muna
aldursröðina á
stóra barnahópnum
hennar ömmu Sillu
og afa Guðmundar
– fallegu fjölskyld-
unnar minnar. En
nú er Soffa frænka
farin og það er kom-
ið risastórt gat á tilveruna. Við
grátum og föðmumst og minn-
umst stjörnunnar okkar sem
hafði þann einstaka hæfileika að
umvefja allt gleði og fegurð.
Það eru ekki nema tuttugu og
tveir mánuðir á milli Soffu og
Fjólu, mömmu minnar. Soffa
fékk snemma matarást á
mömmu og gekk upp á lagið með
að nappa pelanum úr vöggu litlu
systur. Þannig grínuðumst við
oft með að það liðu ekki margar
mínútur á milli þess sem mamma
kveikti á bakarofninum og dyra-
bjallan hringdi, Soffa komin í
kaffi sem breyttist yfirleitt í mat
líka. Það var eins og hún fyndi á
sér að síðasta pönnukakan væri
á leið á rjúkandi staflann eða
rautt kirsuberið nýlent á rjóma-
tertunni. Alltaf velkomin. Meðan
á sjúkrahússdvölinni í vor stóð
átti hún það til að hringja og
biðja systur sína um að elda fyrir
sig kjötsúpu eða fiskibollur sem
mamma galdraði fram og færði
Soffu. Báðar svo glaðar að fá að
sitja saman eina máltíðina enn.
Fallega, góða Soffa mín sem
var fyrst til að leyfa mér að prófa
varalit og mér fannst ég svo fín
með knallrauðar varirnar að ég
gat hvorki lokað munninum né
talað. Soffa sem leyfði mér að fá
klassísku plöturnar sínar lánað-
ar og kynnti þannig tólf ára
barnið fyrir undrum Töfraflaut-
unnar og Carmen. Soffa sem
kreisti fyrsta fílapensilinn minn
og leyfði mér að skrýðast svarta
glimmerkjólnum sínum á fyrstu
árshátíðinni minni í Menntaskól-
anum. Undurfagra röddin henn-
ar sem trillaði afmælissönginn í
áður óþekktar hæðir í afmælum
okkar systra og síðar í afmælum
barnanna minna. Mér finnst ég
varla eiga minningar þar sem
Soffa kemur ekki nærri. Fegurst
þeirra er þó líklega þegar hún,
íklædd hárauðum og skósíðum
kjól, söng í brúðkaupinu okkar
Þrastar. Síðar færði hún börn-
unum dásamlegar skírnargjafir,
alltaf svo gjafmild og góð.
En það þurfti ekki tyllidaga til
að eiga góðar stundir með Soffu.
Ótalmörg eru skiptin sem ég rak
inn nefið í Grenilundinn þar sem
við drukkum þúsund kaffibolla
og nutum þess að borða döðlur
og dökkt súkkulaði. Litlu krakk-
arnir mínir fengu að spila á flyg-
ilinn og lærðu að borða brauð
með tómötum og ólífuolíu og
drukku úr agnarsmáum bollum
sem þau kölluðu „sína“. Bestu
sólardagana mátti ganga að því
vísu að verið væri að viðra alla
púðana úti í garði og græjurnar
stilltar á hæsta styrk. Frú Soffía
var að þrífa.
Í ársbyrjun fórum við mamma
einu sinni sem oftar í heimsókn.
Það var snjór yfir öllu og þykkur
klakabunki í innkeyrslunni.
Soffa var búin að vera lasin og
lengi heima. Mömmu fannst
þessi innivera ekki ganga leng-
ur, greip skóflu og braut leið fyr-
ir Soffu út í bíl. Nú skyldi farið á
rúntinn. Soffa hló dátt og dáðist
að dugnaðinum í mömmu. Ég
keyrði svo systurnar um borgina
og hlustaði á þær tala. Ómur
æsku minnar og fullorðinsára
sem nú er þagnaður.
Soffa er komin í sumarlandið.
Situr þar í blómabrekkunni og
syngur.
Jóhanna.
Elsku Soffía, hjartans þakkir
fyrir góð og gengin ár. Á kveðju-
stund fara um huga okkar ljós-
brot af fallegum minningum.
Okkur er minnisstætt þegar
við hittum Soffíu í fyrsta sinn,
hún hafði einstaklega fallega
framkomu, örugg í fasi með góða
nærveru. Þegar við kynntumst
henni betur sáum við að hún var
sannkallaður gleðigjafi, einstak-
lega hlý og góð manneskja með
brosið sitt bjarta. Tónlist, söng-
ur, lífsgleði og kærleikur er það
sem kemur upp í hugann er við
minnumst Soffíu og minning
hennar er björt og falleg.
Sverrir og Soffía bjuggu bæði
í Kópavoginum á þeim tíma sem
þau kynntust og fljótlega festu
þau kaup á framtíðarheimilinu í
Grenilundi í Garðabæ. Um svip-
að leyti bauðst Sverri kaup-
félagsstjórastaða á Ísafirði og
unga parið fór á vit ævintýranna.
Frá Ísafirði bárust okkur mikil
gleðitíðindi, þau áttu von á tví-
burum en að sama skapi var það
erfið lífsreynsla og djúp sorg
þegar tvíburarnir fæddust fyrir
tímann og varð ekki lífs auðið.
Eftir þessa sáru reynslu fluttu
þau frá Ísafirði í Grenilundinn
þar sem þau hafa búið alla tíð og
átt einstaklega fallegt heimili.
Um það bil þremur árum síðar
fæddist þeim frísk og falleg
telpa. Gleðin var mikil og það
voru stoltir foreldrar sem skírðu
Berglindi og giftu sig á gamlárs-
dag 1988. Rúmu ári síðar fædd-
ist Hanna Soffía. Tvær dásam-
legar og vel gerðar stúlkur sem
áttu hug og hjörtu foreldra
sinna.
Sverrir og Soffía hafa alltaf
verið einstaklega dugleg við að
hóa fjölskyldu og vinum saman
til að hittast og hafa gaman sam-
an. Matarboðin þeirra og veisl-
urnar eru fjársjóður minninga,
þar sem þau geislandi af gleði
voru frábærir gestgjafar. Soffíu
fannst gaman að undirbúa
veisluhöld og Sverrir er frábær
kokkur sem hefur yndi af elda-
mennsku. Oftar en ekki tók
Sverrir gítarinn fram og Soffía
stýrði söng enda var tónlistin í
hávegum höfð á heimilinu.
Síðastliðið ár hafði Soffía oft
verið orkulaus og ólík sjálfri sér
en engan óraði fyrir því að hún
glímdi við alvarleg veikindi.
Soffía greindist með sjaldgæft
krabbamein, hún lagðist inn á
spítala í febrúar síðastliðnum og
veikindin ágerðust, hún lést á
sjúkrahúsinu eftir rúmlega fimm
mánaða baráttu.
Soffía er og verður í huga okk-
ar einstök perla, henni fylgdi
mikil birta og glæsileiki, hún var
í eðli sínu umhyggjusöm og kær-
leiksrík, og svo var hún frábær
söngkona með alveg einstaklega
fallega rödd. Það er óskaplega
sárt að stundirnar hér í heimi
verði ekki fleiri með Soffíu en við
eigum mikinn fjársjóð af minn-
ingum sem ylja okkur um ókom-
in ár.
Elsku Sverrir, Berglind,
Hanna Soffía, Stefán og Daði.
Við vottum ykkur innilega sam-
úð og biðjum Guð að blessa fal-
legar minningar um einstaka
konu sem mun lifa með okkur
öllum. Einnig sendum við Sillu,
móður Soffíu, systkinum og fjöl-
skyldum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Við viljum enda
þessi fátæklegu minningarorð
með ljóðinu Gleði eftir Vilhjálm
tengdaföður hennar, því við vit-
um að það ljóð var henni afar
kært:
Í gleði minni gef ég allt,
ég græt, ég syng, ég hlæ!
Ég þigg svo aftur þúsundfalt
þann þrótt sem af því fæ.
(V.S.V.S)
Guðrún og Kolbeinn.
Garður fjölskyldunnar grætur
þungum tárum. Fagri söngfugl-
inn okkar er floginn frá okkur.
Stóra vænghafið og undurfögru
fjaðrirnar hennar Soffu frænku
snertu mig og fjölskyldu mína
svo djúpt. Soffa frænka hafði
einstaka hæfileika og ótal góða
kosti sem aðeins sannur mann-
vinur hefur að geyma. Sjálfsagt
mótaðir af vestfirsku veðri og
vindum æskuáranna í stóra
hreiðrinu á Suðureyri við Súg-
andafjörð. Það gustaði af henni,
tilfinningarnar og tónarnir sem
hún gaf svo óspart frá sér í vina-
legu tali hljómuðu eins og falleg
tónverk af himnum ofan. Mann
þyrsti í að taka undir og vera
með í gleðinni sem skapaðist og
hún fullmótaði með nærveru
sinni.
Soffa frænka átti yndislegt
hreiður, tvo unga úr gulli og góð-
an maka. Ætíð var hreiðrið
þeirra opið fyrir stórfjölskyld-
una og móttökurnar voru kon-
unglegar. Sverrir galdraði fram
dýrindis veitingar með bros á
vör og opinn faðm með Soffu
sína og duglegu ungana sér við
hlið. Þessar veislur hefur mér
alltaf þótt sérstaklega vænt um
því þær voru svo mikið ekta og
gerðar af heilum hug. Oftar en
ekki voru minnstu ungarnir í
fjölskyldunni boðnir með í
stórveislurnar, litlar frænkur og
frændur. Soffa og Sverrir voru
ekki lengi að pússa þessa litlu
engla saman í dúett, sem sungu
eins og nýfleygir montnir fugl-
sungar á mjúkum mosa.
Soffa frænka var einstök móð-
ir sem sinnti hlutverki sínu af
miklum móð, hvatti litlu ungana
sína áfram og fylgdi hlutunum
eftir af kærleik og ást. Hún
snerti hjörtu margra barna og
bar ávallt mikla virðingu fyrir
litlu saklausu sálum þeirra. Hún
hafði sérstakt lag á þeim, fann
mjúku og góðu hliðina í ótrúleg-
ustu gröllurum og trúði því að
allir hefðu eitthvað stórkostlegt
fram að færa.
Það var hrein unun að fá að
fylgjast með einlægu systrasam-
bandi mömmu og Soffu, hreiðrin
þeirra lágu saman hlið við hlið í
Garðabænum síðustu árin. Þar
sátu þær að spjalli, tíminn stóð í
stað, samtal fagurra blómarósa.
Oftar en ekki opnuðu þær
glugga æsku sinnar sem ég fékk
að gægjast inn um, minntust
löngu liðinna tíma sem voru þó
ekki svo fjarri. Tíma í hreiðrinu
fyrir vestan, hreiðrinu þar sem
amma Silla og afi Guðmundur
ólu litlu ungana sína sjö, hreiðr-
inu sem var þeim svo kært.
Elsku Sverrir, Berglind og
Hanna Soffía. Hreiðrið ykkar
fyllist af minningum um fagra
fuglinn ykkar sem mun vaka yfir
ykkur daga og nætur. Það er mín
einlæga ósk að fegurðin og
gleðin í vængjaþytnum vermi
hjörtu ykkar og fylgi ykkur ætíð
á lífsins leið.
Birna María G. Baarregaard.
Kveðja frá Hörðuvallaskóla
Það er eins og gerst hafi í gær
þegar Soffía „okkar“ gekk inn á
skrifstofu skólans einn haustdag
2007 og óskaði eftir kennslu við
skólann. Það þurfti ekki langan
umhugsunartíma. Hún var ráðin
á staðnum. Það leyndi sér ekki
að þarna var á ferð gullmoli sem
ekki kom til greina að láta bíða
eftir svari. Í huga okkar sem
þetta skrifum var hún alltaf
Soffía „okkar“ og þann sess átti
hún einnig hjá öðrum starfs-
mönnum skólans. Hvar sem hún
fór um skólann var eftir því tek-
ið, glæsileg , brosandi, um-
hyggjusöm og umfaðmandi.
Sama hver varð á vegi hennar,
nemendur, samstarfsmenn, for-
eldrar og gestir, öllum leið vel í
návist hennar. Hún átti auðvelt
með að hrósa fólki og var dugleg
að láta vita af því sem henni
fannst vel gert.
Soffía var metnaðarfullur
kennari, alltaf leitandi í kennsl-
unni og tilbúin að takast á við ný
verkefni. Byrjendakennsla var
henni sérlega hugleikin, upphaf
skólagöngu og lestrarnám. Þar
bjó hún yfir mikilli þekkingu,
nýtti sér reynsluna úr leikskóla-
stjórastarfinu og sá vel mikil-
vægi tengingar milli skólastig-
anna. Viðfangsefni sem snertu
listir og tjáningu lágu sérstak-
lega vel fyrir henni og síðustu
verkefnin sem hún vann að í
skólanum voru einmitt á því
sviði. Hún samdi leikrit með
börnunum, þau gerðu leikbrúður
og tóku brúðuleikhúsið upp á
spjaldtölvur. Verkefni sem var
svo skemmtilegt að börnin urðu
miður sín ef tími féll niður.
Þegar þjóðmál og málefni
kennarastéttarinnar komu til
umræðu hafði Soffía ákveðnar
skoðanir og lét þær vel heyrast
enda ekki skaplaus kona þó hún
væri hvers manns hugljúfi.
Sverri eiginmann hennar
þekkja allir því starfsmenn skól-
ans áttu því láni að fagna að vera
ítrekað boðið á þeirra fallega
heimili þar sem leiftrandi gest-
risni þeirra réð ríkjum. Allir sem
til þeirra þekktu vissu að á milli
þeirra var mikil ástúð og virðing,
enda var ósjaldan sem Soffía tal-
aði um hann Sverri sinn og hve
hann reyndist henni vel. Þá
leyndi sér ekki stolt hennar af
dætrum þeirra.
Þrátt fyrir langa fjarveru
vegna veikinda og vitneskju um
að Soffía væri að takast á við erf-
iðan sjúkdóm voru allir vissir um
að hún kæmi til baka, hress og
endurnærð. Því kom það sem
reiðarslag er fréttir bárust um
að hún hefði látist aðfaranótt
laugardagsins 9. júlí. Þau voru
mörg erfið samtölin sem við átt-
um við starfsmenn skólans er við
tilkynntum þeim andlát hennar.
Vantrú og sorg en einnig góðar
minningar komu upp í samtölun-
um og augljós væntumþykja
allra til Soffíu.
Við sendum Sverri, Berglindi,
Hönnu Soffíu og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðj-
ur.
Minningar um bjart brosið,
dillandi hláturinn, góðmennsku
og einstaka nærveru Soffíu lifa
um ókomna tíð.
Helgi og Þórunn.
Með þessum orðum langar
mig að kveðja elskulega og afar
kæra vinkonu, Soffíu Guð-
mundsdóttur, sem kvaddi eftir
stutta en stranga baráttu. Þegar
dauðinn ber að dyrum verður
manni orða vant og er erfitt að
lýsa þeirri harmatilfinningu sem
sótti á mig við fregnina af andláti
hennar.
Þeirri stund þegar fundum
okkar Soffíu bar fyrst saman
gleymi ég aldrei. Ég hóf nám í
KHÍ haustið 1995 og hitti þar
Soffíu, þessa ljóshærðu og glæsi-
legu konu. Það myndaðist strax
sterkur þráður á milli okkar sem
hefur haldist alla tíð. Við vorum
báðar leikskólakennarar, komn-
ar í KHÍ til að efla okkur í starfi
með auknu námi. Tveir sérlega
skemmtilegir vetur liðu með
samvinnu okkar Soffíu í margs
konar verkefnum. Samstarfið
var ævintýri líkast, mikið grúsk-
að, lesið og hlegið. Soffía var víð-
lesin, hugmyndarík og einstakur
mannvinur sem gott var að vinna
með. Margar vinnustundir okkar
fóru fram á Ölduslóðinni, heima
hjá okkur Rikka. Við göntuð-
umst oft með að Rikki væri hinn
maðurinn hennar Soffíu, því ófá-
ar stundir veitti hann okkur að-
stoð í náminu. En Soffía átti sinn
einstaka eðalmann, Sverri Berg-
mann, sem stóð með henni í blíðu
og stríðu. Mörg kvöld var kallað
á okkur í mat í Garðabæinn þar
sem Sverrir reiddi fram sínar
dýrindis krásir með gítarspili og
söng í ábæti.
Við Soffía skrifuðum saman
lokaverkefni fyrir B.Ed.-
gráðuna þar sem við fjölluðum
um barnabækur í námi og út-
skrifuðumst sem grunnskóla-
kennarar í júní 1997, með glæsi-
brag. Þetta var góður tími sem
aldrei gleymist.
Soffía var einstök manneskja.
Hún var gáfum gæddur, list-
hneigður söngfugl sem vann
verk sín af glaðværð, kostgæfni,
alúð og nákvæmni. Soffía var
björt og hlý eins og sólin, stráði
sólargeislum allt í kringum sig
með glæsileik og gleði, kveikti líf
með sínu bjarta brosi og syngj-
andi sveiflu. Hún birtist ávallt
sem ferskur blær að vori og
fagnaði manni af áhuga. Soffíu
tókst alltaf að klæða hversdags-
leikann í litríkan búning, hreif
mann með sér í ákafa, glæsileika
og einlægni. Hún gladdi með
söng og óvæntum uppákomum
og oftar en ekki sameinuðust
Soffía og Sverrir í að breyta
stuttri heimsókn í menningar-
stund þar sem öllu var tjaldað til.
Hvað er betra en að eiga vináttu
þeirra sem gera lífið dýrmætara
og fegurra? Soffía umvafði vini
sína og fjölskyldu, hún var vinur
bæði í gleði og sorg.
Móðurhlutverk Soffíu var
henni mikilvægt og kærleiksrík-
ari móður er vart hægt að finna.
Þrátt fyrir krefjandi störf var
hún alltaf með hugann við stúlk-
urnar sínar, veitti endalausa
hvatningu og gleði inn í líf
þeirra. Berglind og Hanna Soffía
eiga eftir að bera minningu um
einstaka móður sem gaf þeim ást
sína ómælda.
Soffíu mína kveð ég með virð-
ingu og þakklæti. Samleið mín
með henni var mjög dýrmæt.
Soffía hvatti mig til dáða í starfi
og leik, gladdist af öllu hjarta
þegar Elín Hanna okkar fæddist
og barðist með okkur í þeim
áföllum sem við hjónin höfum
þurft að reyna. Vinátta okkar
var einstök, hún var mér lífs-
nauðsyn. Ég get bara ekki hugs-
að þá hugsun til enda hvernig
hægt verður að halda áfram án
hennar. Þakka þér, elsku vin-
kona mín, fyrir allt og allt, aldrei
gleymist þín saga.
Ég, Rikki og Elín Hanna
minnumst Soffíu sem einstakrar
vinkonu um ókomna ævidaga.
Vottum Sverri, Berglindi,
Hönnu Soffíu og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð.
Elfa Dögg Einarsdóttir.
Meira: mbl.is/minning
Á lífsleiðinni hittir maður
stundum fólk sem geislar óvenju
mikið af og hún Soffía okkar var
ein af þeim. Hún hafði svo ein-
staklega góða nærveru að það
birti til í hvert sinn sem hún kom
inn um dyrnar. Við kynntumst
Soffíu þegar við störfuðum allar
við Hörðuvallaskóla og reyndist
hún okkur mikil fyrirmynd,
hvort sem það var í starfi eða
með jákvæðri sýn á lífið og
áminningu um mikilvægi þess að
njóta líðandi stundar. Við skrif-
um þessi orð fullar þakklætis
fyrir að hafa fengið að kynnast
þessari yndislegu og lífsglöðu
konu sem kvaddi allt of fljótt.
Söknuðurinn er mikill og skarðið
er stórt, en þó er það stærst hjá
þeim sem hún elskaði mest og
talaði svo fallega um.
Elsku Sverrir, Berglind,
Hanna Soffía og aðrir ástvinir,
við vottum ykkur okkar dýpstu
samúð og biðjum góðan guð að
styrkja ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Þínar vinkonur í bókaklúbbn-
um Verona:
Hildur, Lína, Rakel, Rán,
Sigrún Harpa og Veiga.
Ég sé hana fyrir mér í falleg-
um ljósum kjól og í huga mér er
nafn hennar baðað í sól. Ég
kynntist Soffíu sumarið 1990
þegar maðurinn minn tilvonandi
sagði að það væri söngkona í
fjölskyldunni sem væri kannski
til í að syngja eitt lítið Bítlalag í
brúðkaupinu okkar. Við fórum
og bárum þessa hugmynd undir
söngkonuna. Hún tók á móti
okkur á fallega heimilinu sínu,
brosmild og geislandi glöð. Hafði
aldrei sungið þetta lag en það
væri nú engin fyrirstaða. Þannig
var Soffía, alltaf tilbúin að leggja
sitt af mörkum og gerði það með
jákvæðni, alúð og metnaði.