Morgunblaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016 Árni Eiríkur Berg-steinsson hár-greiðslumeistari er fimmtugur í dag. en hann rekur hárgreiðslu- stofuna Hárbeitt í Hafn- arfirði ásamt konu sinni, Sigurborgu Hólmgeirs- dóttur, en þau eru búin að vinna saman síðan 1986 og stofnuðu Hár- beitt 1990. Dætur þeirra eru Hanna Kristín, f. 1996, og Lína Rut, f. 2000. Árni hefur ekki farið varhluta af skeggtísku undanfarinna ára í vinnunni en hann skartar sjálfur myndarlegu skeggi og einnig hári og hefur gert frá því löngu áður en sítt skegg komst í tísku. „Þetta virðist ekki ætla að verða nein bóla, strákarnir virðast reyndar vera með skeggið aðeins styttra í sumar en sumir eru enn með skeggið niður á maga. Skeggsnyrting hefur aukist svakalega síðustu árin og þetta er svolítið vesen. Það þarf að hugsa um það, setja í þetta alls konar olíur svo það verði fallegt og húðin fari ekki í algjört rugl undir skegginu og það komi skeggflasa og slíkt. Það má segja að maður snyrti skegg á hverjum degi.“ Árni tekur virkan þátt í víkingafélaginu Rimmugýgi en það starfar allt árið og mikið er að gera á sumrin. „Það er allt mögulegt í þessu, eins og handverk, bardagaæfingar tvisvar í viku og bogfimiæfingar. Ég er aðallega í því að skylmast, en það er ekki sama hvernig þú lem- ur og þess vegna erum við með alþjóðlegar reglur í þessu og það ger- ist aldrei neitt alvarlegt í bardögunum.“ Árni hefur komið fram í fjölda mynda og sjónvarpsþátta í víkingagervi sínu eins og Game of Thrones. „Síðast um daginn var ég í einhverri kínverskri mynd þann- ig að það er oft verið að nota hárið og skeggið.“ – Hvað á að gera í tilefni dagsins? „Ég ætla að dekra við mig í dag, taka mér frí í vinnunni, fara í sund og vera með nánustu fjölskylduna í kvöldmat. En svo ætla ég að halda upp á afmælið í Danmörku næsta þriðjudag á víkingahátíð í Moesgård nálægt Árósum, við köllum þetta Mosagerði. Hátíðin verður 40 ára á næsta ári og í ár munu detta inn yfir 1.000 víkingar og stendur hátíðin yfir í eina viku. Þar verð ég með afmælisskrall fyrir víkingavini mína.“ Hárgreiðslumeistarinn Árni Eiríkur Bergsteinsson. Heldur upp á af- mælið á víkingahátíð Árni Eiríkur Bergsteinsson er fimmtugur J óhann fæddist á Bergstaða- stræti 4 í Reykjavík 21.7. 1931, á horni Bergstaða- strætis og Skólavörðu- stígs: „Faðir minn rak járnsmiðju í næsta húsi. Öll sumur þar til ég varð 15 ára dvaldi fjöl- skyldan í sumarbústað í landi Keldna sem þá var í Mosfellssveit. Þá naut ég mín best, kynntist hefð- bundnum sveitastörfum á bæjunum Grafarholti og Keldum, en þá var rekinn þar hefðbundinn búskapur, og var í sumarvinnu á Keldum tvö seinustu sumrin.“ Jóhann var í Landakotsskóla og Gagnfræðaskóla Reykjavíkur, hóf leiklistarnám í fyrsta árgangi Leik- listarskóla Þjóðleikhússins 1950-52 og nam við Kungliga Dramatiska Teaterns Elevskola veturinn 1953- 54. Jóhann var síðan leikari, lengst af við Þjóðleikhúsið en einnig hjá Leik- félagi Reykjavíkur og víðar til 1967. Jóhann lauk hann prófi frá Loft- skeytaskólanum 1959 og var loft- skeytamaður á millilandaskipum í nokkur sumur. Hann lauk stúdents- prófi við MR 1969 og BS-prófi í líf- fræði frá HÍ 1972, stundaði nám í grasafræði við Háskólann í Upp- sölum 1973-79 og var ráðinn for- stöðumaður Lystigarðsins á Ak- ureyri 1978. Jóhann varð garðyrkjustjóri Reykjavíkur 1985. Því starfi sinnti hann til 2001 er hann hætti fyrir ald- urs sakir: „Starf garðyrkjustjóra var einstaklega gefandi. Fyrstu stóru verkefnin voru uppbyggingin í Laugardal, með m.a. Húsdýragarð- inn, Fjölskyldugarðinn og stækkun Grasagarðsins. Lokaverkefnið í minni umsjá hjá Garðyrkjudeildinni var svo gerð baðstrandarinnar í Nauthólsvík. Allnokkur sumur vann ég við gróðurrannsóknir á hálendi Íslands, einkum Hofsöræfum, Kili, Þjórs- árverum, Sprengisandi og Tungn- áröræfum. Á starfsferlinum hefi ég haldið fjölda fyrirlestra og skrifað rit og greinar um grasafræði og garðyrkju.“ Eru áhugamálin fjölbreytileg? Jóhann Pálsson, fyrrv. garðyrkjustjóri Reykjavíkur – 85 ára Garðyrkjustjórinn Mynd af Jóhanni í grasgarðinum í Laugardal sem var eitt af hans verkefnum á sínum tíma. Ætíð hugfanginn af undrum náttúrunnar Ræktandinn Jóhann með rós. Þórunn Erla Erlendsdóttir, Matthildur Elín Gunnlaugsdóttir og Harpa Jónsdóttir úr Lindahverfi í Kópavogi gengu í hús og söfnuðu 16.000 kr. fyrir Rauða krossinn. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Mikið úrval rafstöðva - með bensínmótor eða díeselmótor Rafstöðvar Ferðafélaginn Léttar, lágværar og fyrirferðalitlar rafstöðvar fyrir sumarbústaðinn, ferðavagninn og húsbílinn. Vandaðar vinnurafstöðvar. Eins og þriggja fasa, 2,7 kW - 5,4 kW. Honda 4-gengismótorar. Vinnufélaginn Vandaðar vinnurafstöðvar. Eins og þriggja fasa, 4,9 kW - 5,4 kW. Með og án rafstarts. Hatz díeselmótorar. Vinnufélaginn Getum útvegað úrval vandaðra rafstöðva í stærðum að 260 kVA frá Europower ÞÓR FH Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 8:00 - 18:00 Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.