Morgunblaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016
Magnús Leifur
treður upp á Loft
Hosteli í kvöld
ásamt bandi, auk
þess sem Andri
Ásgrímsson stíg-
ur á svið. Magnús
Leifur er um
þessar mundir að
klára sína fyrstu
plötu sem einyrki
en áætlaður útgáfudagur er 19.
ágúst. Andri hefur gefið út tónlist í
gegnum árin með sveitum á borð við
Leaves og Náttfara en hann kemur
fram einn með kassagítar í kvöld.
Viðburðurinn hefst klukkan 21.
Tvíþættir tónleikar
á Loft Hosteli
Magnús Leifur
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Það er mikil gróska í rappinu á Ís-
landi um þessar mundir og það eru
allir að gera sitt. Fólk er þar af leið-
andi opið fyrir nýjum hlutum. Ég er
með minn eigin stíl sem kemur hvað
best fram í flæðinu og framleiðsl-
unni,“ segir Sigmundur Páll Frey-
steinsson, betur þekktur sem $ig-
mund, en hann gaf út plötuna
Glópagull á dögunum. Um er að
ræða fyrstu plötu rapparans og kom
hún út á netinu sem og á geisladiski.
Hundrað eintök af diskum
„Ég byrjaði að búa til tónlist af
einhverri alvöru fyrir um ári. Þá
gáfum við út fyrsta lagið okkar sem
heitir „Alltof hratt“ sem er þó ekki á
nýju plötunni. Það lag fékk mjög
góðar viðtökur þannig að við
ákváðum að fara bara á fullt í þetta.
Ég sæki helst innblástur í það sem
er að gerast í kringum mig í hundr-
að og einum, lífið sem ég er að lifa
þar í augnablikinu. Ég er með þrjá
stráka á bak við mig í þessu og þeir
komu allir að gerð plötunnar. Arnar
Már Kristinsson, Hákon Örn Helga-
son og Gestur Sveinsson eru allir í
því að smíða takta auk þess sem sá
síðastnefndi sér um alla hljóð-
blöndun,“ segir forsprakkinn $ig-
mund en hann hefur yfirumsjón með
öllu auk þess að sjá um textasmíði.
„Við erum búnir að vera í hálft ár
að vinna þessa plötu og ákváðum að
gefa hana meðal annars út á geisla-
diskum þó svo að geisladiskaöldin sé
vissulega að verða búin. Við vildum
ná inn einum geisladiski áður en við
höldum áfram með ferilinn. Disk-
urinn kom því út í hundrað eintök-
um og var aðallega hugsaður fyrir
þá sem vildu styðja okkur. Platan
kom síðan að sjálfsögðu einnig út á
netinu,“ segir hann. Þess má geta að
Stúdíó Sýrland var nýtt til þess að
prenta plötuna en á netinu má nálg-
ast hana á heimasvæði $igmund á
vefsíðunni Soundcloud.
Iceland Airwaves í haust
$igmund kom meðal annars fram
á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni í
Laugardalnum í sumar auk þess
sem hann tróð upp á KEXPort um
síðastliðna helgi og segir hann við-
tökurnar hafa verið mjög góðar.
„Það hefur verið ótrúlega gaman
að koma fram, það eru alltaf fleiri
aðdáendur að bætast í hópinn. Við
erum allir á smá flakki í sumar en
verðum síðan á Iceland Airwaves
síðar á árinu. Við erum nú þegar
farnir að vinna að nýju efni og það
kemur að öllum líkindum út ein-
hvern tímann í kringum þá hátíð.
Góðir hlutir gerast þó hægt og við
einbeitum okkur að því að flytja efni
af Glópagulli þangað til,“ segir
hann. $igmund og félagar hafa einn-
ig verið duglegir við að skjóta tón-
listarmyndbönd við lögin sín og hafa
unnið það með nokkrum listamönn-
um.
„Góðvinur okkar Jón Ásgeir
Karlsson, sem vann meðal annars
stuttmyndakeppni RIFF í fyrra,
leikstýrði til að mynda fyrir okkur
myndbandinu við lagið „Ertu til“.
Hákon Örn Helgason, Sturla Magn-
ússon og Andri Marinó Karlsson
hafa líka verið að skjóta fyrir okkur.
Maður verður að umkringja sig með
hæfileikaríku fólki, þá fara góðir
hlutir að gerast. Það er mjög gaman
að það eru fleiri og fleiri að dragast í
verkefnið. Það er eiginlega bara all-
ur vinahópurinn kominn í það. Ég
hlakka bara til að halda áfram og
gefa út meira af efni. Þetta verður
skemmtilegt, ég lofa því,“ segir
hann að lokum.
$igmund innblásinn af 101
Rapparinn $ig-
mund gaf nýverið
út plötuna Glópa-
gull Secret Sol-
stice og KEXPort
að baki og Air-
waves framundan
Ljósmynd/Freyja Gylfa
Gullið Sigmundur Páll Freysteinsson gaf plötuna Glópagull meðal annars út í hundrað eintökum af geisladiskum.
Lee Child er meðbestu spennu-sagnahöf-undum heims.
Jack Reacher ber höfuð
og herðar yfir persónur í
slíkum bókum. Í eig-
inlegri og óeiginlegri
merkingu. Villibráð er
lostæti, hvernig sem á
hana er litið.
Þessi bók markar
ákveðin tímamót í rit-
röðinni um Jack Reac-
her. Sagan gerist 1997, þegar hann
er majór í herlögreglu bandaríska
hersins og fær verkefni í Miss-
issippi vegna morðmáls. Hindr-
anirnar eru af stærri gerðinni en
Jack Reacher er þekktur fyrir
annað en að láta í minni pokann og
sýnir úr hverju hann er gerður.
Villibráð er listilega vel skrifuð.
Netið er stórt en hringurinn
þrengist stöðugt og spennan held-
ur lesandanum við efnið. Inni á
milli er slegið á létta strengi, en
hvort sem alvarlegir hlutir eða
léttúð ráða ferð á allt sinn stað og
tíma samkvæmt fyrirframákveð-
inni dagskrá. Uppbyggingin er
enda einn af helstu kostum höf-
undar.
Persónurnar hæfa hlutverkinu.
Jack Reacher sýnir á
sér nokkrar hliðar, jafnt
blíðar sem hrjúfar, og
getur ekki annað en
hrifið aðra með sér.
Elizabeth Deveraux er
ekki í öfundsverðu hlut-
verki en leysir það með
sóma. Gömlu hjónin
koma reglulega við sögu
og treysta þannig inn-
viðina. Og svo má áfram
telja.
Glæpasagan Villibráð
er ein af þessum
spennusögum sem hefur allt. Þýð-
ingin er góð, þótt sá sem hér
hamrar á lyklaborðið hafi vanist
því að talað sé um ríki í Bandaríkj-
unum og fylki í Kanada. Það
breytir ekki því að enn einu sinni
fer Lee Child á kostum og Villi-
bráð er gómsætasti rétturinn á
veisluborðinu um þessar mundir.
Spennusaga
Villibráð
Eftir Lee Child. Jón St. Kristjánsson
þýddi. Kilja. 399 bls. JPV útgáfa 2016.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Villibráð gómsætasti
réttur veisluborðsins
www.danco.is
Heildsöludreifing
Eingöngu selt til fyrirtækja
Ljúffengt...
Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í veisluna,
mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar.
Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira.
...hagkvæmt og fljótlegt
Hótel - Veisluþjónustur
Gistiheimili - Mötuneyti
Fjölbreytt úrval af matvöru og veisluréttum
GHOSTBUSTERS 5, 8, 10:30
THE INFILTRATOR 5, 8, 10:35
ÍSÖLD ÍSL.TAL 3:50, 5:50
CENTRAL INTELLIGENCE 8
MIKE AND DAVE 10:25
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar