Morgunblaðið - 21.07.2016, Qupperneq 44
FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 203. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. „Einfaldlega nóg boðið“
2. Afhöfðuðu ungan dreng
3. Gylfi heldur á risafiski
4. Ætluðu sér aðeins að vera bólfélagar
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sumartónleikaröð Norðlenskra
kvenna í tónlist heldur áfram en í
kvöld kemur fram sönghópurinn Són-
orus. Hópurinn samanstendur af Ak-
ureyringunum Aldísi Bergsveins-
dóttur, Evu Laufeyju Eggertsdóttur,
Kamillu Dóru Jónsdóttur, Sigrúnu
Mary McCormick og Steinunni Atla-
dóttur. Tónleikarnir fara fram í Hlöð-
unni klukkan 20.30.
Sónorus syngur
í Hlöðunni í kvöld
Írska söngva-
skáldið Gavin
James kemur
fram á tónleikum
á Café Rosenberg
í kvöld klukkan 21.
James gaf út
frumraun sína
Bitter Pill í heima-
landinu síðla árs
2015 og náði platan fljótt platínusölu
þar. Þess má geta að James kemur
einnig fram á Bræðslunni um helgina.
Írskt söngvaskáld
á Café Rosenberg
Fiðluleikarinn Sinead Kennedy efn-
ir til viðburðar í Alþýðuhúsinu á
Siglufirði í kvöld klukkan 20 en þar
mun hún leika hefðbundna írska
danstónlist á fiðlu auk þess sem hún
mun segja sögur. Írinn dvelur nú í
annað sinn í þrjá mán-
uði í Listhús-
inu á Ólafsfirði
og vinnur þar
að mál-
verkum
og tón-
list.
Danstónlist leikin á
fiðlu í Alþýðuhúsinu
Á föstudag Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Rigning með
köflum um landið norðvestanvert, en annars skýjað að mestu og
smáskúrir. Hiti 10 til 20 stig að deginum.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustlæg átt 3-10 m/s. Víða rigning en
úrkomuminna suðaustan- og austantil á landinu eftir hádegi. Hiti 8
til 18 stig, hlýjast í uppsveitum suðvestanlands.
VEÐUR
Sandra Sif Magnúsdóttir átti
mjög góðan leik þegar Fylkir
vann Selfoss á útivelli í
Pepsi-deild kvenna í fótbolta
í fyrrakvöld. „Hún er mjög
skemmtileg, góð fyrirmynd
og dugleg. Eins og hún er á
vellinum þá leggur hún sig
100% fram í öllu sem
hún gerir,“ segir
samherji Söndru í
Fylkisliðinu. »4
Leggur sig
100 prósent
fram í öllu Skagamaðurinn Ármann Smári
Björnsson er besti leikmaðurinn í
fyrri umferð Pepsi-deildar karla í
knattspyrnu og efnilegustu leik-
mennirnir eru Heiðar Ægisson úr
Stjörnunni og Ívar Örn Jónsson úr
Víkingi í Reykjavík.
Morgunblaðið birtir
úrvalslið sitt
eftir fyrri um-
ferðina, ellefu
byrjunarliðs-
menn og
sjö vara-
menn, á
forsíðu
íþrótta-
blaðs-
ins. »1
Ármann Smári bestur í
fyrri umferðinni
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG fær
um helgina sitt fyrsta tækifæri til að
slá met þeirra Björgvins Þorsteins-
sonar og Úlfars Jónssonar. Hafa þeir
allir orðið Íslandsmeistarar í höggleik
sex sinnum. Birgir jafnaði við þá Björg-
vin og Úlfar í Leirdalnum árið 2014 en
var ekki með á sínum gamla heimavelli
á Akranesi í fyrra vegna anna á Áskor-
endamótaröð Evrópu. »2-3
Nær Birgir Leifur að slá
metið um helgina?
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Geir Ómarsson, úr þríþrautafélaginu
Ægi3 í Reykjavík, bætti besta tíma Ís-
lendings í svonefndum járnmanni um
heilar sjö mínútur og 23 sekúndur á
móti í Þýskalandi um helgina.
Geir kom í mark í Challenge Roth-
þríþrautarkeppninni í Hamborg á tím-
anum átta klukkustundir, 49 mínútur
og sex sekúndur. Geir, sem er 41 árs,
varð í 4. sæti í sínum aldursflokki, 40-
44 ára, og í 22. sæti af 3.500 kepp-
endum.
Geir hóf að æfa þríþraut árið 2010
en þetta var aðeins þriðji járnmað-
urinn sem hann tekur þátt í. Í járn-
manni synda keppendur fyrst 3,8 kíló-
metra, hjóla síðan 180 kílómetra og
hlaupa loks heilt maraþonhlaup, 42,2
kílómetra.
„Ég byrjaði árið 2010 í þríþraut af
einhverju viti þegar ég fór í hálfan
járnmann í Hafnarfirði. Vinur minn
plataði mig í þá keppni og eftir hana
settum við okkur markmið að fara
heilan járnmann eftir fimm ár. Ég fór í
minn fyrsta járnmann í fyrra og sá að
ég gæti náð besta tíma Íslendings
þannig ég lét vaða núna.“
Þríþraut er lífsstíll
Þríþrautarbrautir eru misjafnar og
því er ekki talað um Íslandsmet heldur
besta tíma. Keppnin í Roth í Þýska-
landi er þekktasta járnmannskeppni í
Evrópu og þar hafa náðst bestu heims-
tímar karla og kvenna. Svo var einnig
um helgina því Jan Frodeno bætti
karlametið um sex mínútur og kom í
mark á 7:35,39.
Geir segir að litla áskorunin frá 2010
hafi undið upp á sig.
„Ég hef tekið framförum, verið laus
við meiðsli og haldið góðum stöð-
ugleika. Ég setti mér langtímamark-
mið án þess að horfa mikið á einhver
met. Þetta er orðið að lífsstíl hjá mér
enda gott fyrir sál og líkama þó sumir
setji spurningarmerki við æfingaálag-
ið.“
Hrefna Thoroddsen eiginkona Geirs
og dætur þeirra, Freyja og Arna, fóru
til Þýskalands að styðja hann í keppn-
inni. „Það skiptir öllu að hafa fjölskyld-
una á bak við sig, annars væri þetta
ekki hægt. Hrefna og dætur mínar eru
mínir hörðustu stuðningsmenn og fjöl-
skyldan hjálpar mér yfir marklínuna.
Það er gaman að hafa þær með sér í
keppnunum og gott að koma í þeirra
faðm eftir að hafa stigið yfir marklín-
una. Ég hef prófað að fara einn í
keppni og það er ekki það sama.“
Geir Ómarsson sló besta tíma Íslend-
ings í járnmanni á móti í Þýskalandi
Ljósmynd/Þríþrautarsamband Íslands
Búið Geir Ómarsson kemur í mark eftir að hafa synt 3,8 km, hjólað 180 km
og hlaupið maraþon. Eðlilega fagnaði hann mikið enda besti tími Íslendings.
Fleiri en Geir náðu góðum ár-
angri í þríþraut um síðustu
helgi. Þórunn Gunnarsdóttir,
Sarah Cushing og Amanda
Ágústsdóttir kepptu í heims-
mótaröð ITU. Þórunn vann sinn
aldursflokk og varð í 21. sæti af
600 keppendum í ólympískri
vegalengd. Sarah endaði önnur í
sínum aldursflokki og í tíunda
sæti. Amanda varð önnur í sín-
um aldursflokki og 10. af 1.200
konum í sprettþraut.
Stórkostleg-
ar stelpur
GÓÐUR ÁRANGUR Í HAMBORG
„Fjölskyldan
hjálpar mér yf-
ir marklínuna“