Morgunblaðið - 21.07.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016
Söluaðilar:
10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó,
Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin.
Graflaxinn okkar hlaut 1. verðlaun!
Grafinn með
einstakri
kryddblöndu
hefur þú smakkað hann?
2 0 1 6
Útför Eggerts Gíslasonar skipstjóra fór fram frá
Áskirkju í gær. Séra Sigurður Jónsson jarðsöng.
Barnabörn Eggerts fluttu tónlist við útförina,
þau Eggert Reginn Kjartansson tenór og Regína
Unnur Ólafsdóttir sópran, en Ásta María Kjart-
ansdóttir lék á selló.
Líkmenn voru átta af barnabörnum Eggerts,
frá vinstri á myndinni þau Eggert Reginn Kjart-
ansson, Ólafur Ármann Óskarsson, Sigurbjörn
Reginn Óskarsson, Birgir Ævar Ólafsson, Egg-
ert Gíslason, Eggert Þór Óskarsson, Þórunn
Inga Gísladóttir og Ásdís Eva Ólafsdóttir.
Útför Eggerts Gíslasonar skipstjóra
Morgunblaðið/Ófeigur
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Þó að mönnunin hafi batnað á heild-
ina litið þá eru enn mjög veikir
hlekkir,“ segir Reynir Arngrímsson,
formaður læknaráðs Landspítalans.
Töluvert hefur verið rætt og ritað
um læknaskort í landinu og er
ástandið sérlega slæmt víða á lands-
byggðinni. „Ég held að mesta
áhyggjuefni heilbrigðiskerfisins sé
skortur á sérfræðilæknum. Við erum
ekki að endurnýja nógu mikið þótt
við séum að taka við okkur eftir síð-
ustu kjarasamninga. Ástandið hefur
heldur batnað en þó eru enn nokkrar
sérgreinar sem eru í verulegum
vanda þar sem vantar lækna inn á
lyflækningasvið. Ég get tekið dæmi
um nýrnalækna. Það er afar brýnt að
fjölga þeim og álagið á þá sem fyrir
eru er allt of mik-
ið.“ Með nýjum
kjarasamningum
var stigið jákvætt
skref að mati
Reynis en það
dugi ekki eitt og
sér. „Fyrir lækna
og fjölskyldur
þeirra að flytja
heim í það um-
hverfi sem er hér
getur verið stór ákvörðun og margt
þarf að skoða, eins og húsnæðislána-
kjör, vexti og annað sem er óhag-
stæðara en í Svíþjóð og Noregi til
dæmis. Þegar allt dæmið er reiknað
þá er fólk tregt að koma.“
Hafinn er undirbúningur að fjölg-
un nemenda á fyrsta ári í læknis-
fræði úr 48 í 60. Verið er að vinna að
skipulagsbreytingum á náminu og
hófst sú vinna síðasta vetur. Einnig
er verið að skoða verklega þáttinn,
sem fer að mestu fram á Landspít-
alanum, og hvar nýir nemendur
komast fyrir verði ákveðið að fjölga.
„Þó að við fjölgum þá er þetta fólk
ekki að skila sér heim sem sérfræð-
ingar fyrr en eftir 12-15 ár þannig að
þetta leysir ekki bráðavandann okk-
ar.“
Þurfa að geta gert allt
Nokkuð þungt hljóð er víða um
land vegna læknaskorts og Reynir
segir að hljóðið sé engu skárra hjá
sérfræðilæknum út á landi, sérstak-
lega á sjúkrahúsum, því illa gengur
að manna í sérfræðistöður. Það sé
mikið áhyggjuefni og hafi lækna-
skorti verið svarað m.a. með því að
læknar, til dæmis krabbameins-
læknar frá Landspítalanum, hafa
farið og sinnt þjónustu á lands-
byggðinni. Í öðrum sérgreinum hafa
menn farið og hlaupið undir bagga í
stuttan tíma í einu. Það sé ekki lausn
til frambúðar.
„Læknar úti á landi þurfa að geta
mætt í vinnuna og tekið við öllu sem
kemur á móti þeim inn um dyrnar
meðan á Landspítalanum eru fleiri
og sérhæfðari læknar. Skurðlæknir
á vakt úti á landi þarf að geta gert
allt á meðan sérhæfingin er meiri
hér á Landspítalanum og menn
vinna á afmarkaðri sviðum og fleiri
sérgreinar læknisfræðinnar er þar
að finna. Það virðast því vera vand-
fundnir læknar sem vilja takast á við
álagið sem fylgir því að vera sér-
fræðingur á sjúkrahúsi úti á landi.
Hvernig heilbrigðisyfirvöld ætla að
bregðast við þessum vanda verður
að fara að koma í ljós,“ segir Reynir.
Skortur á sérfræðilæknum
Batamerki í mönnun lækna en víða veikir hlekkir Fjölga á nemendum í lækn-
isfræði úr 48 í 60 Vandfundnir læknar sem vilja takast á við álagið úti á landi
Reynir
Arngrímsson
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Mikil fjölgun ferðamanna hefur ver-
ið á tjaldsvæðum landsins, ef marka
má nokkra rekstraraðila sem rætt
var við í gær. Þakka þeir góðu veðri
þessa fjölgun. Þjóðverjar eru að
sögn í meirihluta þeirra erlendu
gesta sem gista á tjaldsvæðunum.
Róbert Guðnason á tjaldsvæðinu í
Vaglaskógi segir að fjölgunin sé
talsverð á milli ára þó fátt hafi verið
á tjaldsvæðinu í gær vegna óhag-
stæðrar veðurspár. „Um liðna helgi
var brjálað að gera og helgarnar
hafa verið mjög stórar,“ segir Ró-
bert. Hann segir að Íslendingar séu í
miklum meirihluta þeirra sem sækja
svæðið.
Guðrún Jónsdóttir á tjaldsvæðinu
við Ásbyrgi finnur fyrir stóraukinni
komu tjaldferðalanga á svæðið.
Helgast það helst af því að mun fleiri
Íslendingar eru á ferð nú en áður en
erlendum ferðamönnum fjölgar
einnig. „Fjölgun gesta í Gljúfrastofu
(upplýsingamiðstöð) var 20-30% frá
því í fyrra,“ segir Guðrún. „Í heild-
ina litið hefur allt gengið vel en það
er alltaf einn og einn sem er með há-
vaða eða gengur illa um. Við viljum
að sjálfsögðu ekki hafa slíkt á fjöl-
skyldutjaldsvæði,“ segir hún.
Tvöfalt fleiri á Flúðum
Giorgia Tallaoure á tjaldsvæðinu
á Flúðum segir að um tvöfalt fleiri
gestir hafi gist á tjaldsvæðinu nú
samanborið við sumarið í fyrra. Hún
segir að almennt hafi gengið vel þó
stundum hafi borið á því að erlendir
ferðamenn, sem vilji hvíld og ró, hafi
gert athugasemdir við partýstand
Íslendinga um helgar. „Í ár
ákváðum við því að aðskilja íslenska
og erlenda ferðamenn. Erlendu
ferðamennirnir gista á einum stað á
tjaldsvæðinu en Íslendingarnir á
öðrum – a.m.k. um helgar,“ segir Gi-
orgia og hlær.
Skilja Íslendingana frá
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Skaftafell Aukning hefur verið í
komum ferðamanna á tjaldsvæði.
Talsverð fjölgun á
tjaldsvæðum
Flestir eru þýskir
„Þessi beiðni
liggur fyrir og við
munum taka
hana til umræðu
og fá umsögn frá
umhverfissviði
um áhrif henn-
ar,“ segir Theó-
dóra Þorsteins-
dóttir, formaður
bæjarráðs í
Kópavogi, að-
spurð um nýja beiðni Olíuverzlunar
Íslands, OLÍS, um að fá að reisa
sjálfvirka bensínafgreiðslustöð við
Nýbýlaveg.
Olíuverzlunin á lóð númer eitt á
Nýbýlaveginum sem stendur fyrir
austan Kringlumýrarbrautina fyrir
neðan blokkirnar í Lundarhverfi.
„Olíuverzlunin hefur haft þessa lóð í
áratugi. Þarna var fyrirhuguð þjón-
ustumiðstöð en þeir eru nú að óska
eftir því að setja upp nokkrar
bensíndælur en hafa ekki sótt um
leyfi fyrir byggingu þjónustu-
miðstöðvar,“ segir Theódóra.
Beiðnin var tekin fyrir síðastliðinn
mánudag og verður vísað til um-
sagnar umhverfissviðs.
Minnihlutinn mótmælir
Ása Richardsdóttir og Margrét
Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúar
minnihlutans, lögðu fram bókun þar
sem fyrirhugaðri uppbyggingu
OLÍS var mótmælt.
Í bókun þeirra segir: „Að setja
jafnverðmætt land undir eldsneytis-
átöppun, svo nærri stórri íbúða-
byggð, í grennd við dýrmæta útivist-
arperlu er tímaskekkja og ömurleg
sending til íbúa Lundarhverfis.“
Fulltrúar meirihlutans telja hins
vegar eðlilegt að umhverfissvið bæj-
arins skoði málið í samráði við eig-
endur lóðarinnar. elvar@mbl.is
Deilur
um nýja
bensínstöð
Olía Deilur eru um
nýju bensínstöðina.
Minnihlutinn telur
áformin tímaskekkju
Aðalstofnæðin frá Svartsengi að
Fitjum, Njarðvíkuræðin svo-
nefnda, fór í sundur síðdegis í
gær, með þeim afleiðingum að
heitavatnslaust varð á Suð-
urnesjum, eða í öllum byggð-
arlögum nema Grindavík.
Þegar Morgunblaðið fór í prent-
un var heita vatnið ekki enn kom-
ið á en allir tiltækir starfsmenn
HS veitna unnu hörðum höndum
við viðgerðir. Reiknað var með að
sú vinna stæði yfir fram á nótt.
Vatnslaust á
Suðurnesjum