Morgunblaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016 Nú er nýlega búið að endurvekja samn- inginn við bandarísk stjórnvöld frá 1951 um varnir Íslands. Athygli vekur að samningamenn voru eins og kettir í kring- um heitan graut, tipl- andi á tánum, gæt- andi þess að nefna alls ekki í samn- ingnum það sem raunverulega var samið um. Hugboð mitt er að samið hafi verið um endurkomu hersins til landsins. Byrjað verður á því að end- urbyggja skýlið fyrir könn- unarflugvél og svo koma hermenn til að sjá um vélina. Svo bætist ein vél í viðbót og svo hermenn í viðbót og svo með tímanum verður eins komið fyrir íslenskri þjóð og Fenr- isúlfi í goðasögunum, þjóðin er bundin með Gleypni sem bara herðist enn betur við hverja hreyf- ingu og í þessu tilfelli með komu fleiri hermanna. En þetta hugboð mitt er eins og önnur hugboð, þau fást ekki stað- fest fyrr en þau hvolf- ast yfir mann og eng- inn fær rönd við reist. En ef hugboð mitt reynist rétt þá dettur mér í hug það sem gamlir kveða: „Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.“ Fróður sagði mér að hlustunartæki, vegna kafbáta, sem Banda- ríkjamenn lögðu hér í kringum landið á sín- um tíma væri svo öflugt að heyra mætti jafnvel, þegar menn væru við vinnu á togurunum. Nú er það augljóst að könnunarvélina á að nota til að hlusta með græjunum, sem Bandaríkjamenn lögðu hér. Kannski gætu Bandaríkjamenn einnig, ásamt því að hlusta eftir rússnesku kafbátunum, tekið að sér gæslu landhelginnar fyrir okkur Ís- lendinga, þannig að við gætum haldið áfram að leigja varðskipin og flugvélar til Miðjarðarhafsins. Það er jafn nauðsynlegt banda- rískum stjórnvöldum að viðhalda Rússagrýlunni, eins og það var kirkjunni að viðhalda óttanum við djöfulinn. Nú hefur kirkjan misst mikið, því óttinn við fjandann er horfinn og það kemur að því, að Rússagrýlan hverfi líka. Þessi tvö dæmi sýna hvernig stjórnvöld og kirkjan hafa ýtt undir og viðhaldið ótta almennings við ímyndaða óvini. Bandarísk stjórnvöld eru varasöm, eins og öll stjórnvöld og allir stjórnmálamenn, en verstir eru þingmennirnir, sem samþykkja lagafrumvörpin, án þess að lesa þau. Almenningur allra landa vill frið, en stjórnvöld kynda oft undir til að koma sínum málum í höfn og til að geta selt meira af vopnum. Bandaríkjamenn og Rússar eru vinir okkar, en einu sinni sagði góður maður: Guð verndaðu mig fyrir vinum mínum en sjálfur get ég séð um óvini mína. Guð blessi Ísland. Hugboð Eftir Eyþór Heiðberg Eyþór Heiðberg »Nú hefur kirkjan misst mikið, því óttinn við fjandann er horfinn og það kemur að því, að Rússagrýlan hverfi líka. Höfundur er athafnamaður. Maður að nafni Pétur Snæbjörnsson fer mikinn í viðtali við Morgunblaðið á laugardaginn var. Til- efnið er að tveir af hverjum þremur íbú- um í Mývatnssveit hafa skriflega lýst andstöðu við stóra hótelbyggingu við Hótel Reykjahlíð. Pétur líkir þeim sem skrifuðu undir við gargandi krakka, sem skilji ekki þýðingu uppbyggingar í ferða- þjónustu. Hann segir fólk nánast hafa verið neytt til að skrifa undir. Þessar yfirlýsingar eru með ólík- indum. Ég tók þátt í að safna undirskriftum og fullyrði að fólk skrifaði undir af frjálsum vilja og margir þökkuðu fyrir að fá tæki- færi til að tjá sig með þeim hætti. En í ljósi ummæla Péturs verður skiljanlegt hvers vegna allnokkrir einstaklingar sögðust alfarið á móti áformunum en treystu sér samt ekki til að skrifa undir, m.a. vegna atvinnuhagsmuna sinna. Forsenda mótmælanna er staðsetning hinnar áformuðu byggingar en ekki and- staða við Icelandair hótel eða fram- farir í ferðaþjónustu. En hver er hann þessi Pétur Snæbjörnsson, sem tjáir sig svo digurbarkalega um samborgarana í Morgunblaðinu? Jú, – því er til að svara að hann er maðurinn sem seldi Icelandair hótelum Hótel Reykjahlíð. Hann er líka aðaleig- andi Hótels Reynihlíðar og hótel- stjóri þar. Heimildir herma að í viðskiptunum hafi Icelandair hótel í kaupbæti eignast forkaupsrétt að Hótel Reynihlíð. Pétur hefur því mjög mikilla persónulegra hags- muna að gæta varðandi framgang áforma Icelandair hótela við Hótel Reykjahlíð. Fyrrgreind ummæli hans í Morgunblaðinu ætti að meta í því ljósi. En ekki er allt talið. Pétur Snæ- björnsson gegnir líka ákveðnu trúnaðarstarfi fyrir sveitarfélagið. Hann situr í skipulagsnefnd, sem fjallar um áformaða hótelbyggingu Icelandair hótela. Á fundi í nefnd- inni 4. maí 2015 voru áformin kynnt og 21. maí sama ár afgreidd með svofelldum hætti: „Skipulagsnefnd leggur til við sveit- arstjórn að þegar sam- þykki landeigenda liggur fyrir verði skipulagslýsingin sam- þykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að leita umsagnar um hana hjá Skipulagsstofnun og öðr- um umsagnaraðilum og að kynna hana fyrir almenningi eins og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/ 2010 mælir fyrir um.“ Pétur sat báða fundina og ekki er annars getið en að hann hafi tekið fullan þátt í afgreiðslu máls- ins. Í öðrum tilvikum er þess jafn- an getið ef fulltrúar hafa vikið af fundum vegna hagsmunatengsla. Af fundargerðum verður því að ætla að Pétur hafi tekið þátt í af- greiðslu máls sem varðar hagsmuni hans mjög verulega. Ákvarðanir opinbers stjórnvalds sem haldnar eru slíkum ágöllum geta í ákveðnum tilvikum verið ógildan- legar – og væri áhugavert að vita hvort það gæti átt við hér. – Og hvar skyldi svo skipulagsnefndin halda fundi sína? – Jú, – á þessu kjörtímabili hafa fundir að jafnaði verið haldnir í Hótel Reynihlíð – þar sem Pétur er hótelstjóri og að- aleigandi! Að öllu þessu samanlögðu ætti fólk að hafa persónulega hagsmuni Pétur í huga þegar það metur um- mæli hans og aðra framgöngu varðandi áform Icelandair hótela í Mývatnssveit. Hótel Reykjahlíð – forsendur mótmæla Eftir Hjördísi Finnbogadóttur Hjördís Finnbogadóttir »Heimildir herma að í viðskiptunum hafi Icelandair hótel í kaup- bæti eignast forkaups- rétt að Hótel Reyni- hlíð. Höfundur er framhaldsskólakennari og íbúi í Mývatnssveit. – með morgunkaffinu Hoist Vinnulyftur • Víkurhvarf 4 • Sími 517 6000 • hoist@hoist.is • www.hoist.is Umboðsaðili Alimak Hek á Íslandi Turnlyftur Sala og þjónusta Sérhæfum okkur í sölu og þjónustu á lyftum af öllum stærðum og gerðum 517 6000 á fallegum, notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. ERFIDRYKKJA Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.