Morgunblaðið - 21.07.2016, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016
Næstkomandi sunnudag, 24. júlí,
verður náttúruganga um Viðey
undir leiðsögn Bjarkar Bjarnadótt-
ur, umhverfis- og þjóðfræðings, þar
sem fjallað verður um jurtir, fugla,
menn, huldufólk og álfa, eins og
segir í tilkynningu frá Borgar-
sögusafni.
Þar segir að spáð verði í jurt-
irnar og nöfn þeirra, athugað verði
hvort þeim fylgi þjóðtrú og fjallað
um lækningamátt þeirra. Þá verður
horft á fuglalífið.
Gangan er jafnt fyrir fullorðna
og börn og áhugasamir eru hvattir
til að koma með jurta- og fuglabæk-
ur. Siglt verður frá Skarfabakka kl.
13:15 en gangan hefst kl. 13:30.
Frítt er í gönguna, en greiða þarf
fyrir far með ferjunni.
Náttúruganga um
Viðey á sunnudag
Frá Viðey Þar verður gengið um grundir á
sunnudaginn og horft á fugla og jurtir.
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Algengt er að iðkendur dansíþrótta
verði fyrir álagsmeiðslum í mjöðmum
og herðum. Þá er lítil sem engin
skipulögð styrktarþjálfun í dans-
félögunum til að koma í veg fyrir þau
meiðsli sem kunna að hljótast af iðk-
uninni. Þetta eru niðurstöður rann-
sóknar Eyrúnar Stefánsdóttur, sem
hún vann sem lokaverkefni til BS-
gráðu í íþróttafræði við Háskólann í
Reykjavík.
Í samtali við Morgunblaðið segir
hún ólíka þætti stuðla að tíðum
meiðslum iðkenda og bendir á það
sem betur mætti fara hér á landi.
„Til að mynda er vitlaus líkams-
staða stelpna ekki leiðrétt nógu
snemma,“ segir Eyrún, sem sjálf hef-
ur stundað dans frá unga aldri.
„Þegar við erum yngri þá sjáum
við allar þessar bestu og reynum að
herma eftir þeim. Í kjölfarið byrjum
við að gera allar þessar sveigjur og
fleiri hreyfingar, en við gerum þær
vitlaust. Og ef það er ekki leiðrétt í
tæka tíð þá er uppskeran oft bak-
meiðsli.“
Aukið álag á herðar herranna
Rannsókn hennar skipti meiðslum
í tvo flokka, annars vegar vegna álags
og hins vegar vegna slysa. Álagið
bitni þannig mest á herðum iðkenda.
„Í suður-amerísku dönsunum er
mikið um handahreyfingar og þá er
endalaust verið að reyna á axla- og
herðavöðvana. Í ballroom-dönsunum
felst svo sjálf dansstaðan í því að
dömurnar eru með hendurnar ofan á
herrunum, og þegar þær verða
þreyttar þá fá þeir aukið álag á sínar
herðar.“
Þegar eiginleg slys verða í dansi
segir Eyrún að meiðsl séu einna al-
gengust í mjöðmum og nára. „Ég
hugsa að það sé vegna einhverra sér-
stakra spora, til dæmis splitt eða ein-
hvers konar sparka,“ segir Eyrún.
„Þeim getur fylgt nokkuð álag á nár-
ann.“
Hér á landi segir Eyrún að auka
mætti aðgengi iðkenda að sjúkra-
þjálfurum, auk þess sem vekja þurfi
athygli yngri dansara á mikilvægi
styrktaræfinga.
Lélegt gólf fyrir dansara
Þá segir hún hafa komið sér á
óvart hversu margir iðkendur glími
við hnésjúkdóminn Osgood-
Schlatter, sem þeir hafi þróað með
sér í gegnum dansinn.
„Það gæti stafað af lélegu gólfi
hérna heima og skóbúnaði. Við döns-
um aðallega á parketi og svo eru
skórnir bara með hörðum hælum. Ég
hef heyrt að úti séu lögð parket með
lítilli fjöðrun af einhverju tagi, sem
væri miklu betra fyrir dansara því við
erum mikið að vinna með sjálft gólfið,
til dæmis að hoppa.“
Lítil þjálfun og léleg gólf
valda meiðslum dansara
Rangar líkamsstöður ungra dansara ekki leiðréttar í tæka tíð, sýnir rannsókn
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Æskan Eyrún segir nauðsynlegt að vekja athygli yngri dansara á mikilvægi styrktaræfinga til að hindra meiðsl.
Vinnu við styrkingu Skjálfanda-
fljótsbrúar lauk í fyrradag. Að sögn
Sigurðar Halls Sigurðssonar, brúar-
smiðs hjá Vegagerðinni, gengu
framkvæmdirnar vel fyrir sig en
þær hófust 22. júní.
Límdir voru koltrefjaborðar neð-
an í brúarbitana til að auka burð-
arþol þeirra. Í samtali við mbl.is
sagði Sigurður að tími hefði verið
kominn á framkvæmdirnar. „Brúin
er ekki byggð fyrir þennan þunga
sem er í dag,“ segir hann en brúin
var smíðuð árið 1935.
Skjálfandafljótsbrú, sem er í Kinn
á aðalleiðinni milli Akureyrar og
Húsavíkur, er 196 metra löng.
„Það þurfti að gera þetta til að
þurfa ekki að lækka heildarþunga
brúarinnar,“ segir Sigurður sem
býst við því að heildarþunginn verði
núna 40 tonn. „Þetta var nauðsynleg
aðgerð.“
Blöndubrú á dagskrá
Kostnaðurinn við framkvæmd-
irnar nam um 20 milljónum króna.
Næsta verkefni Sigurðar Halls
verður Blöndubrúin á Blönduósi.
Þar verður akbrautin breikkuð,
steyptar verða niður bríkur og ný
vegrið sett upp. Framkvæmdir eiga
að hefjast 15. ágúst og er áætlað að
þeim ljúki í október. freyr@mbl.is
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Skjálfandafljótsbrú Límdir voru koltrefjaborðar neðan í brúarbitana til að
auka burðarþol þeirra. Kostnaðurinn var um 20 milljónir króna.
Burðarþol Skjálf-
andafljótsbrúar aukið
Skráning er haf-
in í Tour of
Reykjavík, en
það er ný hjól-
reiðakeppni, sem
haldin verður
sunnudaginn 11.
september 2016.
Upphaf og
endir keppn-
innar verður í
Laugardalnum
og ýmist verður hjólað til Þingvalla
eða styttri hringi í Laugardal og í
borginni.
Íþróttabandalag Reykjavíkur
stendur fyrir keppninni og í til-
kynningu frá bandalaginu segir að
markmið viðburðarins sé tvíþætt;
annars vegar að almenningur taki
virkari þátt í hjólreiðaviðburðum,
hins vegar að efla hjólreiðar á af-
reksstigi. Skráning og upplýsingar
eru á vefsíðunni tourofreykjavik.is.
Skráning er hafin í
Tour of Reykjavík
Á hjóli Hjólreiðar
njóta vinsælda.
„Þar sem ég var sjálf í samkvæmisdansi, og er búin að
fara í gegnum minn eigin meiðslaferil, þá fannst mér
þetta virkilega áhugavert,“ segir Eyrún, spurð af hverju
meiðsli dansara hafi orðið fyrir valinu sem lokaverkefni
til BS-gráðu.
Sjálf starfar hún sem þjálfari við Dansskóla Jóns Pét-
urs og Köru, þar sem hún fylgir niðurstöðum eigin rann-
sóknar í þaula. „Ég þjálfa þar í ballroom-dönsunum og
sé einnig um styrktaræfingar,“ segir hún og bætir við að
vekja þurfi athygli yngri dansara á mikilvægi styrktaræfinga. Í framhald-
inu stefnir Eyrún á nám í sjúkraþjálfun, þar sem áhersla verður lögð á
íþróttameiðsl, einkum í dansi.
„Ég á eftir að ákveða hvort það verður hérna heima eða einhvers staðar
erlendis. Það er ennþá allt í mótun,“ segir hún að lokum létt í bragði.
Leggur áherslu á dansmeiðsl
FRAMHALDIÐ ENN Í MÓTUN
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Regn- og
hlífðarfatnaður
Dynjandi býður upp á hlífðar- og regnfatnað
sem uppfyllir ströngustu kröfur.
Hafðu samband.
Við veitum þér faglega aðstoð.