Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ekkert bólar enn á samkomulagi í viðræðum um jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnu- markaði þó liðnir séu nær tíu mán- uðir frá gerð Salek-samkomulagsins um bætt vinnubrögð við gerð kjara- samninga. Jöfnun lífeyrisréttind- anna er ein af forsendum þess sam- komulags og mótun nýs samningalíkans á vinnumarkaði. Viðræður hafa staðið yfir um langt skeið milli félaga opinberra starfs- manna, ríkisins og sveitarfélaganna. Eru þær sagðar á viðkvæmu stigi og vaxandi titringur á vinnumarkaði vegna óvissunnar skv. heimildum innan stéttarfélaganna. Er ríkið sagt þrýsta mjög á að niðurstaða náist sem fyrst. Þá styttist í að gera þurfi upp svo- kallaða launaskriðstryggingu skv. Salek-samkomulaginu en tryggja á opinberum starfsmönnum sem eiga aðild að því á þriggja ára tímabili það launaskrið sem verður á almennum vinnumarkaði með launaskriðs- tryggingu. Meta á launaskriðið í haust en tekið er fram að forsenda þess sé sú að samkomulag um jöfnun lífeyrisréttindanna liggi fyrir. Viðsemjendur á almenna vinnu- markaðinum halda viðræðum um mótun nýs samningalíkans áfram en eru engu að síður orðnir langeygir eftir niðurstöðu í lífeyrismálinu ef framhald á að verða á þeim. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagðist í gær reikna með að menn væru að nálgast einhverja ögur- stund um niðurstöðu í lífeyrismálinu enda styttist í að þingið ljúki störf- um. Gylfi segir ljóst að breytingarnar í lífeyrismálum séu hluti af ramma- samkomulaginu frá því í október í fyrra og launaskriðstrygging opin- berra starfsmanna sé skilyrt niður- stöðu um lífeyrismál. Nú styttist í mælingu launaskriðsins. ,,Mér sýnist á öllu að það sé komið í gang eitthvert launaskrið á al- menna markaðinum þannig að það eru talsverð verðmæti í því fyrir op- inbera starfsmenn að tryggja það. Ef það tekst ekki þá sé ég ekki alveg á hvaða forsendum við ætlum að halda áfram með þessa umræðu um nýtt samningamódel,“ segir Gylfi. Launaskrið hópa og jöfnun lífeyr- isréttinda hefur lengi verið bitbein á milli almenna og opinbera markað- arins. Nú er viðfangsefnið að sögn Gylfa að leysa út þeim ágreiningi svo launafólk standi frammi fyrir sam- bærilegum réttindum á almennum og opinberum markaði og opinberir starfsmenn stæðu þá jafnfætis fólki á almennum markaði hvað varðar launahækkanir umfram kjarasamn- ingana. ,,Það er þetta launaskriðs- ákvæði sem við tókum inn að danskri fyrirmynd til að tryggja þetta jafn- ræði en það verður ekkert jafnræði á annan fótinn, það verður að vera á báða,“ segir Gylfi. ASÍ og SA taka ekki þátt í við- ræðum opinberu félaganna við ríki og sveitarfélög um jöfnun lífeyris- réttindanna en hafa hvatt til þess að þeim ljúki svo hægt verði að setja meiri kraft í samtalið um nýtt samn- ingamódel. Málið ekki fullunnið Forystumenn innan félaga opin- berra starfsmanna verjast allra frétta af viðræðunum um jöfnun líf- eyrisréttindanna. Málið sé ekki full- unnið en greinilegt sé að fjármála- ráðuneytið þrýsti á um að ljúka því fyrir kosningarnar í haust. Opinberu félögin telji fráleitt að ætla að ganga frá þessu máli á nokkrum dögum. Óvissan um framhald Salek-við- ræðnanna fer líka vaxandi í kjölfar umdeildra úrskurða kjararáðs á dögunum. Á vinnumarkaði er fast- lega búist við að kjararáð muni úr- skurða um þingfararkaup og laun ráðherra eftir kosningar í haust. Verði þeir á sömu bókina og úr- skurðirnir í sumar sé frekari viðræð- um um Salek teflt í tvísýnu. Ögurstund í viðræð- um um lífeyrismál  Fá ekki launaskriðstryggingu nema samkomulag náist Morgunblaðið/Ófeigur Almennur vinnumarkaður Launaskrið er komið í gang. Í Salek-samkomulaginu er opinberum starfsmönnum tryggð hlutdeild í launaskriði á almennum vinnumarkaði ef samkomulag hefur náðst um jöfnun lífeyrisréttinda. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Morgunblaðið/Arnaldur Ófrísk Lyf geta haft áhrif á fóstur. Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Ný rannsókn bendir til þess að mögu- leg tengsl séu á milli þess að nota verkjalyfið paracetamol á meðgöngu og hegðunarvandamála, til dæmis of- virkni, hjá börnum. Rannsóknin var birt í læknatímaritinu JAMA þann 15. ágúst síðastliðinn og var unnin af þremur læknum við læknadeild há- skólans í Bristol og sálfræði- og taugadeild háskólans í Cardiff. Acetaminophen eða paracetamol er notað af stórum hluta kvenna á meðgöngu en yfir 50% ófrískra kvenna í Bandaríkjunum nota para- cetamol á meðgöngu og 50-60% kvenna í Evrópu. Niðurstöður rann- sóknarinnar, sem náði til verðandi foreldra og barna, benda til þess að börn sem verða fyrir áhrifum lyfsins í móðurkviði eiga á hættu að greinast með hegðunarvandamál þar sem lyf- ið getur leitt til óeðlilegrar þróunar í taugakerfi fóstra. Valgerður Lísa Sigurðardóttir, að- júnkt við heilbrigðisvísindasvið Há- skóla Íslands og sérfræðiljósmóðir á Landspítala segir að niðurstöður rannsóknarinnar gefi tilefni til að rannsaka frekar notkun verkjalyfja á meðgöngu. Varar við túlkun niðurstaðna Hún segir þó að talsvert magn af upplýsingum skorti svo hægt sé að draga þá ályktun að paracetamol hafi skaðleg áhrif á konur á meðgöngu og fóstur. „Fyrstu viðbrögð eru að mér finnst vanta upplýsingar um magn, það er hversu mikið paracetamol konurnar tóku, hvort þær tóku það að staðaldri eða í einstaka tilfellum eins og við flensu eða hausverk. Þess vegna finnst mér varhugavert að draga miklar ályktanir af þessari rannsókn þar sem magnið kemur ekki fram og ekki heldur hvers vegna konurnar tóku verkjalyfið.“ Valgerð- ur segir að vert sé að taka til greina aðra þætti sem geta haft áhrif á þroska taugakerfis á fósturskeiði á meðgöngu. „Ástæður fyrir því að fólk tekur verkjalyf eru væntanlega verk- ir eða vanlíðan, en ekki er ólíklegt að fólk með langvarandi verki sé undir miklu álagi líka. Í þessari rannsókn finnst mér vanta að taka tillit til þess að langvarandi streita er þekkt fyrir að hafa neikvæð áhrif á þroskun taugakerfis fóstra á meðgöngu.“ Val- gerður segir að rannsóknin gefi til- efni til að gera frekari þverfaglegar rannsóknir á notkun verkjalyfja á meðgöngu. „Hér er tilefni til að skoða magnáhrif og ástæður fyrir lyfja- notkuninni. Mér finnst það heldur stórt skref að fara að ráðleggja konum á meðgöngu að hætta að taka para- cetamol, það þarf fleiri rannsóknir til að styðja slíka ákvörð- un.“ Tengsl verkjalyfja og ofvirkni barna  Notkun á lyfinu Paracetamol á meðgöngu getur leitt til óeðlilegrar þróunar í taugakerfi fóstra „Best er auðvitað að taka sem minnst af lyfjum á meðgöngu en í mörgum tilvikum verður ekki hjá því komist að nota lyf á með- göngunni. Fyrsta val hefur verið paracetamol, þar sem ekki hefur verið talið, hingað til, að það hafi slæm áhrif. Ef konur þurfa að taka lyf á meðgöngu er mikil- vægt að ræða það við lækni eða ljósmóður til að fá ráð- leggingar. “ segir Val- gerður. Paracetamol fyrsta val NOTKUN VERKJALYFJA Á MEÐGÖNGU Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Stefnt er að því að tölur úr próf- kjörskosningum Pírata verði birtar í næstu viku. Atkvæðatalning fór fram í gegnum forritunarkerfi Pí- rata og að loknum kosningum rað- aði kosningakerfið frambjóðend- unum upp í niðurstöðu prófkjörsins. Engar tölur fylgdu niðurstöðunni þegar hún var birt. Verið er að búa til nýja skipun í forritunarkerfi Pírata sem biður um upplýsingar um röðun á bak við hvern frambjóðanda þ.e. hversu mörg atkvæði hver frambjóðandi fékk í hvert sæti fyrir sig. „Það er alls ekki rétt að tala um kjósanda á bak við hvern frambjóð- anda vegna þess að það er ekki svo- leiðis. Það er röðun á bak við hvern frambjóðanda af því að hver kjós- andi gat raðað frambjóðendum í mismunandi sæti,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Pírata. Schulze-aðferðinni beitt Ástæðan er sú að Píratar beittu svokallaðri Schulze-aðferð við at- kvæðagreiðslu í prófkjörinu. Þar raðar kjósandi frambjóðendum frjálst í sæti og er sá frambjóðandi sem er með flest atkvæði í efstu sætum líklegastur til að ná fyrsta sæti. Þá gæti frambjóðandi fengið flest atkvæði allra frambjóðenda en endað í lægra sæti en annar sem fær fleiri atkvæði í efri sæti. Röðun á bak við þá frambjóð- endur sem eiga möguleika á þing- sæti í hverju kjördæmi verður birt opinberlega í næstu viku og þá verður hægt að sjá hversu oft hver aðili er settur í hvert sæti. Óljóst hvað sé smölun Athygli vakti í kjölfar niðurstöðu prófkjörs Pírata á Norðvesturlandi þegar Þórður Guðsteinn Pétursson, sem endaði efstur á listanum, var sakaður um að hafa smalað yfir 30 manns í kosningakerfið fyrir próf- kjörið, en smölun er bönnuð sam- kvæmt siðareglum kjördæmisráðs- ins. Alls kusu 95 manns í próf- kjörinu og því gætu þessir 30 kjósendur hafa skipt sköpum fyrir niðurstöðu prófkjörsins en ekki er búið að sanna að Þórður hafi í raun smalað svo mörgum kjósendum. Þó er nánast ómögulegt að meta hvað sé smölun og hvað ekki. Þórð- ur sagði í viðtali við RÚV að hann hefði beðið vini sína og sína nán- ustu að kjósa sig í prófkjörinu en Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, kapteinn Pírata á Vestfjörðum, seg- ir að hann hafi hringt í menn sem hann þekkti ekki og beðið þá um að kjósa sig. Halldóra dró framboð sitt til baka. Engar tölur fylgdu niður- stöðu prófkjörs  Atkvæðatalning í prófkjöri Pírata fór fram í gegnum forritunarkerfi Morgunblaðið/Ófeigur Prófkjör Fjöldi atkvæða frambjóð- enda verður birtur í næstu viku. Maðurinn sem stal bíl í Kópavogi í fyrradag, sem í var tveggja ára gamalt barn, fór í gær til afplán- unar í fangelsinu á Litla-Hrauni. Hjá lögreglu bar maðurinn því við að hann myndi ekki eftir stuldinum né ökuferðinni, en hann er grun- aður um að hafa verið undir áhrif- um fíkniefna. Gunnar Hilmarsson, aðalvarð- stjóri hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að bílþjófurinn hafi rofið skil- orðsdóm með verknaði þessum. Maðurinn átti eftir að afplána hluta af eldri dómi þegar þetta gerðist og þótti því best miðað við stöðu mála að hann lyki nú dæmdri fangelsis- vist. sbs@mbl.is Bílþjófurinn í Kópavogi farinn í fangelsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.