Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Við viljum minna á að STEF er í rauninni ekkert annað en tónhöfund- arnir sem mynda samtökin og svo viljum við skila einhverju til baka til þjóðfélagsins – gera eitthvað jákvætt saman,“ segir Guðrún Björk Bjarna- dóttir, framkvæmdastjóri Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF), en á Menningarnótt, 20. ágúst kl. 16-18, býður sambandið alla velkomna á STEFnumót við fjögur íslensk söngvaskáld í bakgarðinum að Laugarásvegi 40 þar sem sam- bandið er til húsa. Þar koma fram höfundarnir og flytjendurnir Lára Rúnarsdóttir, Snorri Helgason, Ólöf Arnalds og Júníus Meyvant. Þau flytja eigin tón- list hvert í sínu lagi á meðan gestir hlýða á með rjúkandi heitt kaffi í hendi í boði hússins. „Af öllum viðburðunum sem hægt er að velja um á þessu degi er það okkar mat að þetta sé einstakt tæki- færi til að sjá á einum stað fjóra af fremstu söngvaskáldum þjóðarinnar flytja sína eigin tónlist í miklu ná- vígi,“ segir Guðrún Björk. Í pollagöllum með regnhlíf Þetta er í þriðja skipti sem STEF opnar húsið fyrir almenningi á Menningarnótt og var mætingin framar vonum í fyrri tvö skiptin, að sögn Guðrúnar. „Í fyrra hellirigndi akkúrat á þessum tíma og það var gaman að sjá hversu margir mættu hreinlega í pollagöllum með regn- hlífar og létu veðrið ekki stoppa sig frá því að njóta tónlistarinnar,“ bætir hún við en þau hafi áttað sig fljótlega á því að fólk kunni almennt að meta návígið við tónlistarmennina í bak- garðinum. Húsið verður opið upp á gátt og geta gestir kynnt sér húsakynnin en STEF hefur haft þar starfsemi frá árinu 1948 þegar sambandið var stofnað. „Það hafa fáir komið þarna inn og séð þennan fallega bakgarð sem er með einstaka aðstöðu fyrir svona viðburði,“ segir hún en fólk fái strax annað sjónarhorn á sambandið með því að kíkja þangað. Styðja íslenskt tónlistarfólk „Það er mikilvægt að halda því til haga að í grunninn snýst þetta um tónlist og réttindi þeirra sem semja tónlist,“ segir Guðrún en STEF hafi oftar en ekki verið nefnt í gegnum tíðina í tengslum við aðgerðir í kjöl- far ólöglegs niðurhals. Hlutverk sambandsins er í grunn- inn að gæta hagsmuna tónhöfunda og innheimta fyrir þá leyfisgjöld fyr- ir opinberan flutning á tónlist þeirra. STEF gætir einnig hagsmuna tón- höfundanna þegar kemur að sam- skiptum við stjórnvöld. Tónhöfund- arnir mynda sjálfir stjórn og full- trúaráð sambandsins og taka allar ákvarðanir er varða starfsemina, segir Guðrún, og því sé það á mis- skilningi byggt að STEF sé ein- göngu milliliður eða einhvers konar opinber samtök. Þá stendur STEF einnig að baki margvíslegri kynningarstarfsemi fyrir íslenskt tónlistarfólk og kemur meðal annars að Íslensku tónlistar- verðlaununum og stendur ásamt fleirum að baki Reykjavík - Loftbrú sem er sjóður sem styður við bakið á íslensku tónlistarfólki, höfundum og útgefendum sem vilja hasla sér völl á erlendri grund og kynna um leið Reykjavík, land og þjóð. Guðrún segir að til standi að halda STEFnumótinu áfram á komandi ár- um. „Þetta hefur verið rosalega vel heppnað og ef við sjáum áfram að fólk mæti þá gerum við það.“ Tónskáld Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar hefur áður haldið tónleika á Menningarnótt og hefur mætingin ávallt verið framar vonum. STEFnumót í bakgarðinum  STEF býður almenningi á tónleika fjögurra tónskálda á Menningarnótt Fjör í úrhelli Veðrið hefur þó ekki alltaf leikið við tónleikagesti en í fyrra var hellirigning á Menningarnótt. Gestirnir létu það þó ekki stoppa sig. Leynileg ríkisstofnun, A.R.G.U.S., býr til sér- sveit sem er skipuð ofurillmennum, sem kall- ast "Suicide Squad". Þeim er falið að leysa hættulegustu verkefnin hverju sinni í skiptum fyrir styttri fangelsisdóma. Metacritic 40/100 IMDb 6,9/10 Sambíóin Álfabakka 14.40, 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 21.00 Sambíóin Akureyri 17.20, 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Suicide Squad 12 Grace Meacham finnur ungan dreng í skóginum. Það sem hún veit ekki er að drengurinn á vin, risastóran dreka. Bönnuð yngri en 6 ára. Metacritic 72/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 16.20, 17.40, 18.40 Sambíóin Akureyri 17.40, 20.00 Sambíóin Keflavík 17.40, 20.00 Pete’s Dragon Tilvera Max tekur krappa beygju þegar eigandi hans kemur heim með flækingshund. Metacritic 61/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 16.00, 16.00, 16.00, 18.00, 18.00 Sambíóin Álfabakka 13.00, 14.00, 15.10, 16.00, 17.50 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Keflavík 17.50 Smárabíó 12.00, 15.30, 17.45 Háskólabíó 18.10 Borgarbíó Akureyri 18.00 Leynilíf Gæludýra Lights Out 16 Martin og Rebecca sjá þau alltaf þegar ljósin eru slökkt, konu í myrkrinu. Þau byrja að rannsaka þetta furðulega fyrirbæri. Metacritic 58/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 18.00, 20.00, 22.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00, 22.00 Sambíóin Kringlunni 22.40, 23.40 Sambíóin Akureyri 22.10, 22.40 Sambíóin Keflavík 22.40 Sausage Party 16 Pylsa heldur af stað í ferða- lag að kanna sannleikann á bak við tilurð sína. Metacritic 67/100 IMDb 7,3/10 Laugarásbíó 20.00, 22.10 Smárabíó 17.15, 18.00, 19.30, 20.00, 21.40, 22.10 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00 Hell or High Water 12 Toby neyðist til þess að leita til margslunginna rána til að bjarga búgarði fjölskyldu sinnar Metacritic 86/100 IMDb 8,2/10 Laugarásbíó 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Keflavík 22.10 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 The Infiltrator 16 Metacritic 66/100 IMDb 7,8/10 Háskólabíó 21.10 Nerve 12 IMDb 7,2/10 Metacritic 58/100 Laugarásbíó 22.10 Smárabíó 20.10, 22.40 Borgarbíó Akureyri 22.00 Jason Bourne 12 Metacritic 62/100 IMDb 8,9/100 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Smárabíó 12.00, 22.25 Star Trek Beyond 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 71/100 IMDb 9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Ghostbusters 12 Draugabanarnir snúa aftur, 30 árum síðar. Morgunblaðið bmnnn Metacritic 60/100 IMDb 5,3/10 Smárabíó 15.30, 17.40, 20.10 Now You See Me 2 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 47/100 IMDb 7/10 Sambíóin Kringlunni 20.00 The BFG Bönnið innan 6 ára. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 65/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30 Bad Moms Metacritic 60/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 20.00 Smárabíó 12.00, 17.30, 20.00, 22.20 Háskólabíó 18.10, 21.10 Borgarbíó Akureyri 18.00 The Legend of Tarzan 12 Metacritic 43/100 IMDb 7,1/10 Sambíóin Kringlunni 22.40 Ísöld: Ævintýrið mikla Metacritic 44/100 IMDb 6,1/10 Smárabíó 15.30 Leitin að Dóru Minningar úr æsku Dóru fara að rifjast upp fyrir henni og langar hana ða finna fjöl- skylduna sína. Metacritic 75/100 IMDb 9/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20 The Blue Room 16 Metacritic 72/100 IMDb 6,3/10 Bíó Paradís 22.00 Race Hér er sögð saga íþrótta- mannsins Jesse Owens Metacritic 56/100 IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 17.15 Me Before You 12 Metacritic 51/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 22.00 VIVA Bíó Paradís 20.00 101 Reykjavík Metacritic 68/100 IMDb 6.9/10 Bíó Paradís 22.00 Hross í oss 12 Bíó Paradís 20.00 Cemetery of Splendour Bíó Paradís 17.30 Draumalandið Bíó Paradís 18.00 10 Things I Hate About You Bíó Paradís 20.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.