Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 Kringlan 4-12 | s. 577-7040 L’Occitane en Provence - Ísland STÖÐVAÐUTÍMANN HÚÐVIRÐIST UNGLEGRI HJÁ 85%(1) K V ENNA 5 EINKALEYFIÍ UMSÓKN(3) Immortelle, blómið sem aldrei fölnar er upprunnið á Korsíku og er dýrmætasta uppgötvun L’OCCITANE. Endurnýjandi eiginleikum blómsins er blandað saman við einstaka blöndu af sjö virkum innihaldsefnumaf náttúrulegumuppruna(2). Divine formúlan hjálpar til við að lagfæra ummerki öldrunar,gerir húðina sléttari og stinnari og endurnýjar æskuljómann. L’OCCITANE,sönn saga. (1 )Á næ gj a pr óf uð hj á 95 ko nu m í6 m án uð i. (2 )H or bl að ka ,m yr ta og hu na ng fr á K or sí ku ,f ag ur fíf ill , hý al úr on sý ra ,k vö ld vo rr ós ar ol ía og ca m el in a ol ía .( 3) Ei nk al ey fi íu m só kn ar fe rl ií Fr ak kl an di . Skúli Halldórsson sh@mbl.is Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokks, um að efnt verði til opins kynningarfundar fyrir íbúa á Kjal- arnesi vegna fyrirhugaðra áforma um uppsetningu kláfs í Esjuhlíð- um, var ekki á dagskrá þegar borgarráð Reykjavíkur kom saman í gær. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir meirihluta borgarráðs ekki hafa sett tillöguna á dagskrá fundarins, en afgreiðslu hennar var frestað á fundi ráðsins í síðustu viku. Segir Kjartan að yfirleitt sé tillögum að- eins frestað frá fyrsta fundi til þess næsta. „Við tókum þá til þess bragðs að endurflytja hana samt sem áður, í því skyni að hraða úrslitum þessa máls.“ Sigþór Magnússon, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, sagði í viðtali í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins að borginni bæri að hafna öllum fyrirætlunum um kláf í Esjuhlíðum. „Við blasir að þetta er mikið áhættuspil sem felur bæði í sér umhverfisspjöll og sjónræn spjöll,“ sagði Sigþór og bætti við að sam- tökin legðust alfarið gegn því að Reykjavíkurborg undirritaði samn- ing um leigu á lóðum í Esjuhlíðum í tengslum við áætlanir Esjuferju ehf. Hvað á hins vegar að kynna? S. Björn Blöndal formaður borg- arráðs segir koma til greina að halda umræddan kynningarfund. „En það er hins vegar spurning hvað á að kynna. Verið er að leggja til staðsetningu fyrir kláf og það er einkaaðili sem hefur verið að vinna að þeim hug- myndum. Þá hefur ekki farið fram nein sérstök kynning í borgarráði á þeim hugmyndum og þess vegna ekki verið tekin afstaða til neins í þeim efnum,“ segir Björn en bætir við að meirihlutinn hafi heyrt af efasemdum Kjalnesinga og ýmissa annarra. „Þetta er eðlilega umdeilt mál.“ Kjartan segir fulltrúa Sjálfstæð- isflokks ekki hafa mótað sérstaka afstöðu gagnvart verkefninu sem slíku, enda ekki langt á veg komið. Verkefnið á hugmyndastigi „Þannig séð er það enn á hug- myndastigi og á auðvitað eftir að fara í gegnum skipulagsferli og umhverfismat. Eðli máls sam- kvæmt verður það ferli vandað, en gæti orðið langt. Það er hins vegar ekkert að því, þó verkefnið sé ekki komið lengra en þetta, þegar það er nú þegar orðið svona umdeilt hjá ákveðnum hópi, að kynna það ýtarlega og sem fyrst.“ Í skýrslu sem VSÓ Ráðgjöf gerði um hugmyndina árið 2014 kemur fram að helstu umhverfis- áhrifin séu á landslag og ásýnd Esjuhlíða. Framkvæmdin muni sjást frá gönguleiðum og geti haft neikvæð áhrif á upplifun útivistarfólks. Á sama tíma aukist aðgengi að Esj- unni og kláfurinn hafi aðdráttarafl á ferðamenn. Tillaga um kynningu ekki sett á dagskrá  Íbúasamtök segja hugmyndir um kláf mikið áhættuspil Tillaga að kláfi upp Esjuna Rauðhóll Kjartan Magnússon S. Björn Blöndal Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Vel gæti farið svo að met yrði slegið í fjölda þátttakenda í Reykjavíkur- maraþoninu sem fram fer á morgun. Þegar forskráningu lauk í fyrradag höfðu um 13 þúsund manns verið skráðir, sem eru um 4% fleiri en voru í fyrra. Í heild tóku þó um 15 þúsund manns þátt í fyrra, en gjarnan skráir stór hópur sig á lokadögunum fyrir hlaupið. „Fjölgunina má að mestu rekja til erlendra þátttakenda, sem eru 4.015 og hafa aldrei verið fleiri,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upp- lýsingafulltrúi hlaupsins hjá ÍBR. Hlaupið verður í fimm vegalengd- um; krakkahlaupi, 3 km skemmti- skokki, 10 km hlaupi, hálfmaraþoni og maraþoni. Að sögn Önnu Lilju voru áheit á keppendur komin í 67,2 milljónir króna á miðnætti í fyrradag og er það um 26% hærra framlag en á sama tíma í fyrra. Góðgerðarfélögin sem munu njóta góðs af þessu eru 172 eins og sakir standa. „Það kemur yfirleitt mest í lokin og á hlaupdag,“ segir Anna Lilja. Kostnaður við þátttöku hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi. Sem stendur kostar 12.800 kr. að hlaupa maraþon, um 9.000 kr. að hlaupa hálf- maraþon, 7.000 kr. í 10 kr. km hlaup en 5.000 kr. fyrir börn, 3.000 kr. fyrir fullorðna í skemmtiskokkið en 2.000 kr fyrir börn og um 1.500 kr. kostar í krakkahlaupið. Veltan um 100 milljónir kr. Að sögn Önnu Lilju er velta hlaupsins um 100 milljónir kr. og bú- ist er við því að hagnaðurinn verði um 10 milljónir kr. sem rennur til íþrótta- starfs í Reykjavík. Um 600 starfs- menn koma að hlaupinu. Atlaga að meti í fjölda þátttakenda  Reykjavíkurmara- þonið vinsælt  67,2 milljónir króna í áheit Morgunblaðið/Eggert Hlauparar Reykjavíkurmaraþonið nýtur vinsælda meðal hlaupara. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Það eru aðeins Icelandair og stóru rútufyrirtækin sem vilja þennan massatúrisma,“ segir Steinar Þór Sveinsson leiðsögumaður. Á facebooksíðunni Bakland ferðaþjónustunnar hafa farið fram umræður þar sem margir virðast vera ósammála fulltrúum Ice- landair sem hafa sagt að Ísland geti tekið við miklu fleiri ferða- mönnum. „Hvert erum við að flýta okkur?“ spyr Steinar í samtali við Morg- unblaðið. „Það er ekki lengur pláss á hótelum landsins, leiðsögumenn þurfa að gista í einhverjum hjöllum og eiga erfitt með að koma ferða- mönnunum í pláss. Svo er það hræðileg hugmynd að ætla að fara að malbika og bæta vegi uppi á há- lendinu. Það eru aðeins stóru rútu- fyrirtækin sem vilja það. Sumir vilja bara hafa strætósamgöngur upp á hálendið, þetta er rugl. Þetta er mjög einfalt. Afhverju fer Ís- lendingurinn inn í Þórsmörk og tjaldar þar en ekki bara upp í Heið- mörk sem er yndislega falleg? Það er af því að ferðalagið er geggjað. Svo eru menn með hugmyndir um að brúa alla leið inní Þórsmörk? Þá er bara verið að breyta þessu í Disneyland. Það eru milljón staðir í heiminum sem eru með þannig. Við eigum ekki að fara þá leið. Þessi áróður kemur bara úr einni átt, það er frá massatúristafyrirtækjunum. Allir aðrir sem eru þarna úti á örk- inni eru á því að þetta megi ekki gerast. Stjórnmálamenn vilja alltaf búa sér til minnismerki, eitthvað áþreifanlegt. En ættu að hugsa til upplifunarinnar. Maður heyrir samt frá stjórnmálamönnum að þeir átti sig á því að það er náttúran sem ferðamenn vilja koma og sjá. Það er ekki malbikið sem þeir eru komnir til að skoða. Það er ekki heldur sýn út um rútugluggann. Það er ferðalagið sem skiptir máli. Ferðalagið í náttúrunni. Það ferða- lag á ekki að vera á malbiki.“ Láglendið er gott fyrir rútur En bíddu, það geta ekki allir ver- ið í jeppaferðum, það verður líka að vera hægt að keyra um í rútum? „Að sjálfsögðu. Rútuferðirnar eru mjög mikilvægar. En það er þekkt í markaðsfræðinni að það er mjög gott að geta boðið upp á lag- skipta vöru. Láglendið sé greiðfær rútuleið og hálendið torfær leið. Ef einhverjir komast ekki uppá hálendið á bílunum sínum þá eiga þeir að fá sér betri bíla, ekki heimta malbik.“ Morgunblaðið/RAX Langasáta á Landmannaleið Margir eru því mótfallnir að leiðir að nátt- úruperlum landsins verði gerðar greiðfærari fyrir ferðamenn. Má alls ekki mal- bika á hálendinu  Margir vilja ekki greiðfærari leiðir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.