Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 ✝ Aðalheiður(Ala Lindberg), fæddist í Trongis- vågi í Færeyjum 1. ágúst 1919. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 11. ágúst 2016. Foreldrar henn- ar voru Tummast Sörensen, f. 17. apríl 1895, d. 25. júní 1971, og Paul- ina Sörensen, f. 25. september 1896, d. 15. ágúst 1979. Systkini hennar voru Hjartan Sörensen, f. 4. júlí 1921, Julanta Sörensen, f. 1922, Karl Sören- sen, f. 14. júlí 1922, Karolína Sörensen, f. 17. febrúar 1926, Thurid Sörensen, f. 22. ágúst 1927, Hanna Sörensen, f. 10. júní 1929, og Kaj, f. 18. júní 1958. 5) Tómas Erling, f. 24. september 1958, giftur Sigrúnu Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn, Hans Óttar, Davíð Þór og Lindu Rún. 6) Hildur, f. 2. febr- úar 1962, gift Jóni Núma Ást- valdssyni og eiga þau fjögur börn, Rakel, Valgerði, Helgu og Ástvald. 7) Valgerður, f. 20. júní 1965. Ala lærði ung að árum kjóla- saum í Færeyjum sem nýttist henni vel allt hennar líf. Hún kemur til Íslands 1945 og fer að vinna hjá Sigurði Waage sem vinnukona. Ala hóf síðan búskap með Hans á Hlíðarbraut 1 í Hafnarfirði. Síðar fluttu þau að Hringbraut 65. Árið 1956 byggðu Ala og Hans sér svo hús við Ölduslóð 32 og þar bjuggu þau allt til ársins 1997 er þau flytja á Sólvangsveg 1. Árið 2014 flytur Ala svo á Hrafnistu þar sem hún bjó allt til síðasta dags. Útför Ölu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 19. ágúst 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. 1943, en þau eru nú öll látin. Þann 6. júlí 1946 giftist Ala eigin- manni sínum til 53 ára, Hans Lind- berg, f. 5. ágúst 1920, d.18. júlí 1999. Börn þeirra eru: 1) Pétur Al- bert, f. 15. nóvem- ber 1946, giftur Unu Björk og eiga þau þrjú börn, Kristbjörgu, Aðalheiði Elínu og Hörð. 2) Ingeborg, f. 24. júlí 1950, börn hennar eru Anne Carine, Erla María og Tom Daníel. 3) Jón Andrés, f. 25. júlí 1953, í sambúð með Svanbjörgu Gísladóttur og á hann þrjú börn, Heiðu, Krist- ínu Jónu og Berglindi, 4) Erla Valgerður, f. 6. október 1955, d. Elsku mamma. Nú ertu farin frá okkur. Ég veit að þér líður betur núna, engir verkir og engar kvalir. Ég veit líka að ég sakna þín óskaplega mikið. Sakna laug- ardags- og sunnudagskaffi- stundar okkar uppi á Hrafnistu, sakna kvöldanna þegar við horfðum á dönsku myndina með Dirch Passer í sjónvarpinu í herberginu þínu. Alveg fram á síðustu stundu gat ég leitað ráða hjá þér, t.d. þegar ég var að reyna að töfra fram eitthvað á prjónunum, sem er reyndar ekki mín sterk- asta hlið. Já, handlagin varstu og lést mig alveg vita ef það var ekki vel gert og ég ætti nú kannski að rekja þetta upp og gera aftur. Ég minnist brossins sem breiddist yfir andlit þitt þegar ég kom með kókosbollur, sem voru í miklu uppáhaldi hjá þér alla tíð. Sem barn hélt ég að mæður svæfu ekki. Þú varst vakandi þegar ég fór að sofa og þú varst komin á fætur þegar ég fór á fætur. Þegar ég fór að sofa heyrði ég alltaf í þér að prjóna á prjónavélinni og þegar ég flutti í íbúðina í kjallaranum á Ölduslóðinni fannst mér það einmanalegt, en mér fannst það notalegt að heyra í þér við prjónavélina hinum megin við vegginn, þegar ég fór að sofa. Allt sem þú kenndir mér og allt sem þú áttir eftir að kenna mér. Það fór aldrei mikið fyrir þér. En Guð einn veit hvað þú hefur fengið að reyna í gegnum lífið. Þú eignaðist sjö börn og sex þeirra komust á legg en það ekki þrautalaust. Ég get lofað þér því að þín er sárt saknað. Mörg tár hafa fall- ið og eiga eftir að falla. En ég veit að pabbi hefur tekið vel á móti þér og það verður vel hugsað um þig. Hvíl í friði, mín elskulega móðir. Þín dóttir, Valgerður Í dag kveð ég tengdamóður mína til 50 ára. Ala eins og hún var nefnd fæddist í Færeyjum og var henni alltaf mjög hlýtt til heimahaganna. Ég var svo lánsöm að ferðast um eyjarnar með þeim hjónum. Ala var mjög myndarleg hannyrðakona og var alveg sama hvort það var prjón, hekl eða útsaumur, einn- ig lærði hún kjólasaum í Fær- eyjum. Mikið lærði eg af henni. Ala hafði líka gaman af bakstri og matreiðslu enda var alltaf allt gott sem hún bar fram. Þau Hans og Ala ferðuðust víða um heiminn og fóru oft til Færeyja og svo lá leiðin til Danmerkur þar sem tvö af börnum þeirra búa. Við Ala vorum saman í fær- eyskum prjónaklúbbi og þar eignuðumst við yndislegar vin- konur. Við hittumst annan hvern fimmtudag yfir vetrar- mánuðina í u.þ.b. hálfa öld. Þar naut Ala sín svo vel og kom vel í ljós hversu gaman hún hafði af góðum félagsskap og sagði sjálf svo skemmtilega frá. Við ferð- uðumst líka mikið saman og fórum ófáar ferðirnar til út- landa og þá var nú mikið gam- an. Ala helgaði líf sitt heimili og börnunum og ekki má gleyma barnabörnunum sem þótti alltaf gott að koma til ömmu. Nú er komið að leiðarlokum og alltaf er það sárt en nú er hún leyst sínum þrautum frá og komin til sumarlandsins. Elsku Ala, takk fyrir allar góðar stundir. Una Björk Harðardóttir. Látin er kær vinkona, Að- alheiður Tómasdóttir, alltaf kölluð Ala. Hún var fædd í Suð- urey í Færeyjum og fluttist hingað ung með manni sínum, Hans Lindberg. Þau hjónin voru samhent og byggðu sér hús í Hafnarfirði. Ala fæddi sjö börn, en missti eitt á unga aldri. Hún var mikil húsmóðir og heimili þeirra varð hennar starfsvettvangur en mikill myndarbragur var á öllu því heimili. Við, vinkonur hennar úr færeyska prjónaklúbbnum, kall- aður „Sjómanskvinnuringur“, kveðjum hana í dag með þökk fyrir langa og góða samveru. Sumar okkar hafa þekkt hana lengi, yfir sextíu ár, en aðrar kynntust henni síðar. Prjóna- klúbburinn hittist yfir vetrar- tímann á færeyska sjómanna- heimilinu, fyrst við Skúlagötu og síðar í Brautarholti 29. Unnin voru falleg verk í höndunum, sem síðar voru seld á árlegum basar og kaffisölu sem prjónaklúbburinn hélt til styrktar byggingu sjómanna- heimilisins í Brautarholti. Sam- an fórum við í utanlandsferðir, til Færeyja og nokkrar ferðir til Skotlands, Englands, Þýska- lands og Bandaríkjanna. Síðasta ferðin var farin til Færeyja á árlegt mót sem Sjómanskvinnuringarnir halda í Færeyjum. Þetta var skemmti- legur og gefandi tími og Ala naut þess að hitta vinkonur sín- ar og vinna að þeim verkefnum sem fyrir lágu. Ala var mikil handavinnukona. Hún var snill- ingur í höndunum og prjónaði margar fallegar flíkur. Hún átti prjónavél og á hana prjónaði hún bæði sokka, vettlinga og peysur. Seinni árin, eftir að sjó- mannaheimilið var komið upp, hittumst við vinkonurnar til að hafa félagsskap hvor af annarri og gat þá verið skemmtilegt hjá okkur. Við gistum m.a. yfir helgi á sjómannaheimilinu og settum upp dagskrá ekki ólíkt því sem við gerðum er við vor- um í útlöndum, fórum út að borða og í verslunarleiðangra. Skemmtilegt var er við fengum til okkar stílista til að fara yfir góð ráð sem nýst gætu konum á öllum aldri. Hún hélt sýni- kennslu fyrir okkur, hvernig átti að mála sig og klæða á fal- legan hátt og auðvitað tók hún elstu og kannski fallegustu kon- una af okkur, hana Ölu, sem módel. Alltaf var skemmtilegt að heimsækja Ölu. Hún bauð ætíð upp á kaffi og heimalagað með- læti og hún hafði mikinn áhuga á því sem var að gerast hverju sinni og spurði frétta af fólki. Ég minnist slíkrar heimsóknar er ég fór með einni af eldri vin- konum hennar og þær vinkon- urnar fóru að rifja upp gamla tíma í Færeyjum. Þá sagði Ala okkur á lifandi og skemmtilegan hátt frá því er hún var ung kona í vist hjá hjónum í Þórshöfn í Færeyjum. Hún bjó þar ásamt fleiri ungum stúlkum sem einnig voru í þjón- ustu á því heimili. Ströngum reglum urðu þær að fara eftir og máttu m.a. ekki vera úti frameftir á kvöldin. Þessi bönn voru stundum brotin, er stúlk- urnar fundu leið til að fara framhjá þeim og það var mikið hlegið er Ala sagði okkur frá ævintýrum þessa tíma. Ala hafði fallega lund, var glaðvær og sagði skemmtilega frá og það var gott að vera í nærveru hennar. Við, vinkonur hennar, þökk- um henni samfylgdina og biðj- um Guð að blessa fólkið hennar. Fyrir hönd okkar vinkvenn- anna, Eirný Ásgeirsdóttir. Aðalheiður Tómasdóttir ✝ Jónína Sigríð-ur Jónsdóttir var fædd 6. febrúar 1927 í Neskaup- stað. Hún lést 13. ágúst 2016 að dval- arheimilinu Lundi á Hellu. Foreldrar henn- ar voru Jón Péturs- son pípulagninga- meistari, f. 25.6. 1903, d. 28.12. 1987, og Katrín Guðnadóttir húsfreyja, f. 13.5. 1894, d. 8.2. 1948. Jónína var elst sex syst- kina, hin eru: Guðni Þorvaldur, óskírður drengur, Una Stefanía (látin), Þórunn og Anna Mar- grét (látin). Jónína giftist Guðmundi Indriðasyni frá Ásatúni árið 1950 og hófu þau búskap að móðir hennar lést fór hún suður til Reykjavíkur til þess að læra saumaskap. Í kjölfarið flutti hún að Laugarvatni, þar sem hún vann í mötuneyti Héraðs- skólans en fór síðan í Hús- mæðraskólann árið 1948-49. Guðmundi kynntist hún á Laug- arvatni og hófu þau búskap þar en fluttu fljótlega yfir í Laugar- ás þar sem þau bjuggu saman í 62 ár í Lindarbrekku. Jónína starfaði lengst af í mötuneyti Skálholtsstaðar, einnig vann hún í Sláturhúsinu í Laugarási. Hún tók virkan þátt í félags- starfi kvenfélagsins, meðal ann- ars í uppfærslum á ýmsum leik- ritum. Árið 1976 byggðu Jónína og Guðmundur gróðurhús þar sem þau ræktuðu agúrkur á annan tug ára. Þau fluttu árið 2012 í þjónustuíbúð á Flúðum og árið 2014 fluttu þau saman á dvalarheimilið Lund á Hellu þar sem Jónína lést eftir stutt veik- indi. Útför Jónínu verður frá Skál- holtskirkju í dag, 19. ágúst 2016, klukkan 14. Laugarvatni en fluttu í Laugarás og hófu búskap þar árið 1951. Börn þeirra eru: 1) Indr- iði, f. 1951, kona hans er Esther Gunnarsdóttir, 2) Jón Pétur, f. 1955, kona hans er Guð- rún Halldóra Hjartardóttir, 3) Katrín Gróa, f. 1956, maki hennar er Þórarinn V. Guðnason, 4) Grímur, f. 1961, kona hans er Guðbjörg Jóhannsdóttir. Barnabörnin eru 15 og barnabarnabörnin eru orðin 16. Jónína fór að heiman í vist til Vestmannaeyja á 17. ári en kom aftur til Norðfjarðar til að hjúkra móður sinni. Eftir að Í dag kveðjum við elsku Jónu ömmu okkar sem féll frá 13. ágúst sl. eftir stutt veikindi. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili.) Minning þín er ljós í lífi okk- ar. Sonja, Hjörtur, Jóna Birna og fjölskyldur. Elsku fallega amma mín. Nú ert þú farin frá okkur. Andlát þitt bar brátt að eftir stutt en erfið veikindi. Það veitir mér huggun í sorg- inni að þú hefur lifað langa ævi með afa og að þið hafið átt fal- legt og innihaldsríkt líf þar sem þið byggðuð saman einn feg- ursta stað sem ég hef komið á, Lindabrekku í Laugarási. Ég á þér svo margt að þakka. Ég var þeirrar gæfu að- njótandi að fá að alast að miklu leyti upp hjá þér mín fyrstu æviskeið. Ég á mínar fegurstu minn- ingar í hlýjunni hjá ykkur afa í gamla bænum, í gróðurhúsinu og seinna í nýja húsinu sem þið byggðuð saman. Þar fékk ég að taka þátt í ykkar daglegu störf- um, þar á meðal í gróðurhúsinu þar sem ég fékk að skera niður gúrkur, vökva, pakka og stimpla kassana. Ég fékk einnig að dingla með þér í vinnunni í Skálholti þar sem ég kynntist staðnum vel. Einnig tókstu mig oft með þér í kaffi til nágranna þinna í þorpinu. Þú varst máttarstólpi í þessu litla samfélagi með fram- lagi þínu til leikfélagsins, kven- félagsins og sem góð vinkona margra kvenna sem litu upp til þín. Gleði þín og hlátur var smitandi. Þú varst líka alltaf reiðubúin að aðstoða aðra og leggja hönd á plóg, hvort sem það var við saumaskap, barna- pössun, bakstur eða bara vera til staðar með hlýju þinni og visku. Þú varst mér eins og önnur móðir sem ég gat alltaf leitað til. Þegar mamma veiktist varstu mér einnig ómetanlegur stuðningur. Ég hef alltaf getað deilt með þér bæði sorgum mín- um og draumum. Þú hlustaðir ekki bara og hughreystir heldur dreymdir með mér líka. Í gegnum tíðina hafa margir vina minna komið með mér í heimsókn til ykkar afa, bæði gist og komið í kaffi og heima- bakaðar kræsingar og jafnvel verið leystir út með gjöfum; handprjónaða vettlinga eða sokka á börnin þeirra. Þú tókst alltaf á móti fólki með opinn faðminn og bauðst velkomið á heimili þitt. Þú elskaðir að eignast öll þessi barnabörn og svo komu barnabarnabörnin sem þú hafð- ir svo gaman af að fá til þín al- veg fram á þinn síðasta dag. Þú fylgdist alltaf svo vel með hvað öll börnin þín voru að fást við og sagðir stolt frá afrekum okk- ar. Ég held að þínar mestu hamingjustundir í seinni tíð hafi verið þegar þú hafðir alla fjöl- skylduna hjá þér. Fullt hús af börnum, tengdabörnum og börnum þeirra. Það var alltaf nóg pláss fyrir alla. Ég er svo rík að hafa fengið allan þennan tíma með þér og það heilar hjarta mitt að eiga allar þessar góðu minningar. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir það athvarf sem ég átti hjá ykkur afa. Það var alltaf sérstök tilfinn- ing að keyra niður brekkuna heim að hlaðinu í Lindar- brekku, sambland af hlýju, ör- yggi og gleði sem ég vissi að myndi næra mig á meðan dvöl minni stæði. Ég þakka styrk minn í dag þeim rótum sem þú gafst mér. Þú kenndir mér bænir og gafst mér mína barnatrú sem ég hef haldið áfram að rækta og varð- veita. Fyrir það og fyrir að eiga þig að, er ég eilíflega þakklát. Guð veri með þér, elsku amma mín, og varðveiti þig á leið þinni áfram. Sigríður Kolbrún Indriðadóttir. Elsku Jóna amma. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar við hugsum til þín. Það sem okkur er efst í huga er brosið, gleðin og faðmlagið sem mætti okkur þegar við komum í heimsókn. Í öllum heimsóknum okkar í Lindarbrekku á sumrin hóaðir þú öllum saman og þar hittust allir og var oft kátt á hjalla með gleði og hlátrasköllum. Alltaf þegar maður kom til ykkar afa var eitthvað með kaffinu og ef það var ekki til var hent í vöffl- ur eða pönnukökur. Það fór enginn svangur frá ykkur í Lindarbrekku enda átti að borða reglulega til að verða hraustur. Oft var slegið upp í vísur og er ein í minningunni þessi: Stígur hún við stokkinn, stuttan á hún sokkinn, ljósan ber hún lokkinn litli telpuhnokkinn. (Jónas Hallgrímsson.) Þú hafðir mikinn áhuga á öll- um íþróttum og þá sérstaklega þegar Íslendingur var að keppa, hvenær sem það var á sólar- hringnum. Íþróttaáhuginn var svo mikill að þú vaknaðir um miðjar nætur til að styðja þinn mann í formúlu 1, Michael Schumacher. Það var alltaf svo gaman að horfa með þér á íþróttamótin því þú lifðir þig svo mikið inn í leikinn og öskraðir og blótaðir ef ekki gekk vel og fagnaðir af jafn mikilli innlifun þegar gekk vel. Þú gekkst í Húsmæðraskól- ann á Laugarvatni og kenndir okkur mikið af því sem þú lærð- ir þar, með miklu stolti, því þú varst stolt af náminu þínu og búum við að því í dag. Þú hafðir sterkar skoðanir á hlutunum og hafðir gaman af að rökræða og þá skipti ekki máli á hvaða aldri maður var, það voru allir jafnir í þínum augum. Börn og barna- börn voru alltaf velkomin í Lindarbrekku og höfðum við alltaf athvarf þar hvenær sem var enda var þolinmæðin enda- laus þegar börn voru annars vegar. Þú kenndir okkur að vera ánægð með það sem við höfðum, sama hversu lítið það var. Einnig að við áttum að sjá um okkur sjálf en ekki treysta á einhvern annan til að gera hlut- ina fyrir okkur. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur, takk fyrir allt. Gættu þess vin, yfir moldunum mínum, að maðurinn ræður ei næturstað sínum. Og þegar þú hryggur úr garðinum gengur ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei lengur. En þegar þú strýkur burt tregafull tárin þá teldu í huganum yndisleg árin sem kallinu gegndi ég kátur og glað- ur, það kæti þig líka, minn sam- ferðamaður. (James McNulty.) Þín barnabörn, Laufey, Þórfríður Soffía og Ægir Guð- jón Þórarinsbörn. Jónína Sigríður Jónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Jónínu Sigríði Jóns- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.