Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.08.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 2016 og ekki nafn sem væri alveg út í blá- inn. Ég vildi að nafnið hefði ein- hverja merkingu fyrir mig og þá kom upp í hugann langömmusystir mín, Emilía Snorrason, sem alltaf var kölluð Milla. Hún var fatahönnuður síns tíma, mikil handavinnukona, saumaði allt á sjálfa sig og var mjög smart. Nafnið er fallegt á blaði og líka auð- velt að finna það á netinu.“ Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Ég nota náttúruleg efni,pæli mikið í litum ogmynstrum og kappkostaað hanna þægileg föt, sem jafnframt eru listræn og kven- leg en með töffaralegu ívafi,“ segir Borghildur Gunnarsdóttir, fatahönn- uður og konan á bak við tískumerkið Milla Snorrason. Núna á haustdög- um sendir hún frá sér nýja línu, Vondugil, fjórða árið í röð. Buxna- dragt úr ítalskri ull, pilsdragt úr ull- ar- og bómullarblöndu, kjóll úr sandþvegnu, þungu silki, mynstraðir jersey- og silki- kjólar og silkiskyrtur eru í aðalhlutverki að þessu sinni. Mynstrin í náttúrunni eru engu lík og þau speglast með sér- stökum hætti í flík- unum, bæði fínlegum silkikjólum og -skyrtum sem og grófgerðum ullarpeysum. „Ég ferðast árlega um landið gagngert til að sækja mér innblástur í náttúruna og vinn hverja línu út frá upplifun minni. Í fyrrahaust heillaðist ég af snjóalögum í Vondugiljum þegar ég gekk Laugaveginn að Fjallabaki, tók af þeim myndir sem og yfirborðs- myndir af jörðinni; steinunum, sand- inum og snjónum. Síðan velti ég fyrir mér hvernig ég gæti notað þessi mynstur náttúrunnar og byrjaði að rissa þau á blað eftir ljósmyndunum og prófa mig áfram þar til ég varð ánægð,“ útskýrir hún. Emilía langömmusystir Strákagil nefndist fatalína hennar árið 2014 og Stykkishólmur árið 2015. En Borghildur er líka mik- ið borgarbarn og borgin hefur orðið henni innblástur ekki síður en lands- lagið. Mynstrin í fatalínunni Reykja- vík, sem hún sýndi á Reykjavík Fas- hion Festival 2012, drógu dám af byggingarlist Guðjóns Samúels- sonar. „Ég klippti út myndir, raðaði á mismunandi vegu, límdi saman og notaði formin í mynstur á silkiskyrt- ur og kjóla, sem ég lét framleiða og seldi í versluninni Kiosk undir merk- inu Milla Snorrason.“ Um nafngiftina segir hún: „Mig langaði ekki að nota mitt eigið nafn Borghildur er hrifnust af tísk- unni árin 1920-1950 áður en gervi- efnin komu til sögunnar. Kvenleik- inn og stemningin á þessum árum heillar hana. Pæjuföt sem sýna mikið hold og er ætlað að vera kynþokka- full eru henni ekki að skapi. Og hún er ekki hrifin af svörtu, vinsælasta lit landsmanna. „Þess vegna væri kannski gáfulegra að hanna svört föt,“ segir hún í gríni. Klæðilegar og þægilegar flíkur í björtum litum, lita- samsetningum og mynstrum undir- strika að hennar mati kynþokkann fremur en flegnar og efnisrýrar flík- ur. Borghildur er mjög meðvituð um áhrif fataframleiðslu á umhverfið og andsnúin óhóflegri neysluhyggju eins og alþekkt er í tískuheiminum. Virðing fyrir náttúrunni „Mér finnst mikilvægt að bjóða upp á flíkur sem framleiddar eru við ásættanlegar aðstæður og lítið kol- efnisspor. Ullarpeysurnar eru fram- leiddar á Íslandi vegna þess að ég vil leggja mitt af mörkum til að efla inn- lenda framleiðslu, en annað í Evr- ópu. Sjálfri finnst mér óþarfi að fólk endurnýi fataskápinn sinn tvisvar á ári, frekar ætti það að kaupa sér dýr- ari flík úr góðu efni sem endist leng- ur og er vönduð hönnun.“ Lífsviðhorf hennar að þessu leyti eru áhrif frá uppeldi á listrænu heimili þar sem henni var kennt að bera virðingu fyrir umhverfi sínu. „Ég var á viðskiptabraut í Versló og stefndi á frekara við- skiptanám þegar ég áttaði mig á að mér hentaði betur að vera í skapandi starfi. Eftir fornám í Myndlistaskól- anum í Reykjavík, blaðamennsku á Fréttablaðinu í tvö ár þar sem ég skrifaði mikið um tísku hóf ég nám í Listræn og kvenleg föt með töffaralegu ívafi Þótt íslenskir fatahönnuðir hafi undanfarin ár sótt í sig veðrið, eru tiltölulega fáir sem reglulega koma fram á sjónarsviðið með nýja og heildstæða tískulínu. Borghildur Gunnarsdóttir er á meðal þeirra, en hún sýnir nýja fatalínu fjórða árið í röð á haustmánuðum; Vondugil undir merkinu Milla Snorrason. Röndótt Peysa og pils úr ullarblöndu. Silki Kónga- blár kjóll úr sandþvegnu silki. Skyrta Mynstruð silkiskyrta. Ljósmyndir/Hanna Birna Geirmundsdóttir Buxna- dragt Grá dragt úr yrjóttri ull. Mörg börn nota svokallaða sundpoka undir eitt og annað sem þau þurfa að hafa með sér á ferðum sínum. Pok- arnir eru einfaldir og handhægir og henta t.d. vel undir sundfötin, nestið, skóna eða hvaðeina annað smálegt sem taka þarf með. Tryggingafélagið VÍS hefur bent á að pokar sem ekki eru með riflásum á böndunum geti verið varasamir og dæmi séu um að böndin hafi farið utan um háls barna og þrengt að öndunarvegi. Slíkt gerðist á Akureyri í sumar þegar drengur var að hjóla heim til sín með sundpoka á bakinu, en hann hafði í ógáti sett böndin þannig að þegar á þeim strekktist runnu þau ut- an um háls hans og þrengdu hratt að. Það varð drengnum til happs að tvær snarráðar eldri konur bar að og losuðu þær böndin í hvelli. Þessi hætta er ekki fyrir hendi ef riflásar eru á böndunum því þeir gefa eftir ef átak kemur á bandið. Mikil- vægt er að átta sig á hættunni og velja fremur poka með riflásum handa börnunum. Til að minnka hættu af slysum getur verið skyn- samlegt að stytta böndin á pokunum svo þau flækist síður í eitthvað. Jafn- framt sitja pokarnir þá bæði þægileg- ar og ofar á baki barnanna. Slysahætta Varúð Krossuð bönd að framan geta verið hættuleg. Hætta er á að þau festist í einhverju og þrengi að öndunarvegi. Sundpokar geta verið varasamir Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Þýskar innréttingar EIRVÍK Innréttingar Eirvík Innréttingar eru sérsmíðaðar í Þýskalandi. Einingarnar koma samsettar til landsins sem sparar tíma í uppsetningu og tryggirmeiri gæði. Sérstaða okkar fellst í því að bjóða heildarlausn fyrir eldhúsið. Við höfum næmt auga fyrir smáatriðumog bjóðumpersónulega þjónustu. Höfuðáhersla er lögð á lausnir sem falla að þörfumog lífsstíl hvers og eins. Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í innréttinguna og eldhústækin og tryggðu þér raunveruleg gæði á réttu verði. Hönnun og ráðgjöf á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.